Sögðu Ragnheiði nota of margar tilraunir: Varð að skjóta því hún fékk enga hjálp Sindri Sverrisson skrifar 15. september 2020 16:30 Ragnheiður Júlíusdóttir er einn besti leikmaður Olís-deildarinnar. VÍSIR/BÁRA Sérfræðingar Seinni bylgjunnar sýndu skotnýtingu Ragnheiðar Júlíusdóttir, í 25-24 sigri Fram á HK, skilning og kölluðu eftir meira framlagi frá samherjum hennar. Ragnheiður skoraði 12 mörk í leiknum, eða um helming marka Fram, en þurfti til þess 21 skottilraun. Þar af voru fimm mörk úr fimm vítum, svo að hún skoraði úr sjö af 16 skotum sínum utan af velli. „Hún er frábær leikmaður, en hún er náttúrulega pínu ein þarna. Þær voru ekki að finna sig – ekki Hildur [Þorgeirsdóttir], ekki Kristrún [Steinþórsdóttir] og Guðrún [Erla Bjarnadóttir] spilaði ekki mikið,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir í Seinni bylgjunni. „Ég hefði viljað sjá Guðrúnu fá meiri séns á miðjunni. Ragnheiður er náttúrulega með sitt skotleyfi, en það vantaði meira framlag frá Hildi. Ég held að vörnin hjá HK hafi komið henni svolítið á óvart,“ sagði Sunneva Einarsdóttir. „Annars hefði bara engin skotið“ Þær hrósuðu Ragnheiði fyrir sinn leik og undirstrikuðu að þar væri á ferðinni frábær leikmaður: „En hún er samt að nota of mikið af tilraunum. Í þessum leik gat hún samt ekki gert neitt annað því hún fékk enga hjálp. Annars hefði bara engin skotið. Það er því betra að hún skjóti frekar oftar en að sleppa því. En við gerum líka meiri kröfur á hana því hún er geggjaður leikmaður,“ sagði Sigurlaug, og Sunneva bætti við: „Heilt yfir fannst mér hún eiga mjög góðan leik, þó að hún skjóti svona oft. Ef engin önnur skýtur þá gerir hún það.“ Klippa: Seinni bylgjan - Ragnheiður Júlíusdóttir gegn HK Olís-deild kvenna Handbolti Seinni bylgjan Fram Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - HK 25-24 | Háspenna í Safamýri Fram tapaði í Meistarakeppni KSÍ gegn KA/Þór á dögunum og liðið lenti í miklum erfiðleikum gegn HK í fyrstu umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. 11. september 2020 20:27 Stefán: Allt ömurlegt samkvæmt sérfræðingum Stefán Arnarson, þjálfari Fram var sáttur við nauman sigur gegn HK. Fyrir leik hafa vafalaust flestir „spekingar“ spáð Fram öruggum sigri en Stefán blæs á slíkt tal. 11. september 2020 20:56 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Sérfræðingar Seinni bylgjunnar sýndu skotnýtingu Ragnheiðar Júlíusdóttir, í 25-24 sigri Fram á HK, skilning og kölluðu eftir meira framlagi frá samherjum hennar. Ragnheiður skoraði 12 mörk í leiknum, eða um helming marka Fram, en þurfti til þess 21 skottilraun. Þar af voru fimm mörk úr fimm vítum, svo að hún skoraði úr sjö af 16 skotum sínum utan af velli. „Hún er frábær leikmaður, en hún er náttúrulega pínu ein þarna. Þær voru ekki að finna sig – ekki Hildur [Þorgeirsdóttir], ekki Kristrún [Steinþórsdóttir] og Guðrún [Erla Bjarnadóttir] spilaði ekki mikið,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir í Seinni bylgjunni. „Ég hefði viljað sjá Guðrúnu fá meiri séns á miðjunni. Ragnheiður er náttúrulega með sitt skotleyfi, en það vantaði meira framlag frá Hildi. Ég held að vörnin hjá HK hafi komið henni svolítið á óvart,“ sagði Sunneva Einarsdóttir. „Annars hefði bara engin skotið“ Þær hrósuðu Ragnheiði fyrir sinn leik og undirstrikuðu að þar væri á ferðinni frábær leikmaður: „En hún er samt að nota of mikið af tilraunum. Í þessum leik gat hún samt ekki gert neitt annað því hún fékk enga hjálp. Annars hefði bara engin skotið. Það er því betra að hún skjóti frekar oftar en að sleppa því. En við gerum líka meiri kröfur á hana því hún er geggjaður leikmaður,“ sagði Sigurlaug, og Sunneva bætti við: „Heilt yfir fannst mér hún eiga mjög góðan leik, þó að hún skjóti svona oft. Ef engin önnur skýtur þá gerir hún það.“ Klippa: Seinni bylgjan - Ragnheiður Júlíusdóttir gegn HK
Olís-deild kvenna Handbolti Seinni bylgjan Fram Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - HK 25-24 | Háspenna í Safamýri Fram tapaði í Meistarakeppni KSÍ gegn KA/Þór á dögunum og liðið lenti í miklum erfiðleikum gegn HK í fyrstu umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. 11. september 2020 20:27 Stefán: Allt ömurlegt samkvæmt sérfræðingum Stefán Arnarson, þjálfari Fram var sáttur við nauman sigur gegn HK. Fyrir leik hafa vafalaust flestir „spekingar“ spáð Fram öruggum sigri en Stefán blæs á slíkt tal. 11. september 2020 20:56 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram - HK 25-24 | Háspenna í Safamýri Fram tapaði í Meistarakeppni KSÍ gegn KA/Þór á dögunum og liðið lenti í miklum erfiðleikum gegn HK í fyrstu umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. 11. september 2020 20:27
Stefán: Allt ömurlegt samkvæmt sérfræðingum Stefán Arnarson, þjálfari Fram var sáttur við nauman sigur gegn HK. Fyrir leik hafa vafalaust flestir „spekingar“ spáð Fram öruggum sigri en Stefán blæs á slíkt tal. 11. september 2020 20:56