Öxlum ábyrgð á alþjóðavettvangi Sóley Tómasdóttir skrifar 15. september 2020 12:45 Allar framfarir í þágu mannréttinda í heiminum hafa byggt á vitundarvakningu um reynsluheim fólks, þar sem bent hefur verið á það sem betur má fara. Kynbundið ofbeldi var tabú þar til hugrakkar konur tóku sig saman, sögðu frá, leituðu stuðnings og kröfðust aðgerða. Allar aðrar kynhneigðir en gagnkynhneigð voru tabú framundir lok síðustu aldar, transfólk gat ekki verið það sjálft, fatlað fólk var lokað inni á stofnunum, útlendingar héldu sig í útlöndum að mestu og fátækt fólk gat sjálfu sér um kennt. Skilgreiningarvaldið liggur hjá þolendum Eftir því sem þekking og skilningur jókst aukist á reynslu og upplifunum ólíkra hópa fór samfélagið að taka breytingum. Þó enn sé langt í land, er almennt samþykkt að skilgreining á útilokun, einelti, áreitni og ofbeldi verði að byggja á upplifun þolanda hverju sinni. Fólki er kennt að þekkja og virða eigin mörk og annarra. Í úrlausn erfiðra mála á vinnustöðum, þar sem brjóta þarf upp óviðeigandi eða útilokandi hegðun skiptir máli að fólk leggi sig fram um að skilja upplifanir þeirra sem útilokunin nær til. Á námskeiðum um jafnrétti og fjölbreytileika á vinnustöðum fer ég yfir mikilvægi þess að við leggjum okkar eigin skilgreiningar á því sem er samþykkt og viðeigandi til hliðar og hlustum þegar fólk tjáir sig um útilokun, mismunun eða misrétti. Ef ég hef val um að taka kvörtun trúanlega eða ekki er líklegt að ég hafi aldrei upplifað sambærilega mismunun eða útilokun. Í slíkum aðstæðum er ástæða til að hlusta, læra og breyta, í stað þess að efast eða verjast með réttlætingu eða útskýringu á því sem átt hefur sér stað. Skilgreiningarvaldið á heimsmælikvarða Á morgun stendur til að vísa sex manna fjölskyldu úr landi. Fjölskyldan sótti um alþjóðlega vernd á Íslandi árið 2018, enda óttuðust þau að vera handtekin af ríkjandi stjórnvöldum í Egyptalandi og börnin yrðu látin reka á reiðanum. Tveimur árum síðar hafa íslensk stjórnvöld komist að því að fjölskyldan uppfylli ekki skilyrði um alþjóðlega vernd og ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa látið að því liggja að fólkið sé hingað komið í leit að betra lífi en ekki vegna raunverulegrar hættu eða ógnar. Í því samhengi hefur verið nefnt að rýmka þurfi möguleika fólks utan EES til atvinnuleyfis. Engin spurningamerki hafa þó verið sett við skilgreininguna á ógn eða hættu. Hver skilgreinir ógnina? Í samfélagi þar sem fólk hefur frelsi til að tjá pólítískar skoðanir og andmæla ríkjandi valdi hvers tíma er erfitt að ímynda sér upplifanir eða reynslu fólks sem ekki býr við slíkt. Ef marka má fjölmiðlaumfjöllun um málið, virðist vera auðveldara að bregðast við með réttlætingum og útskýringum, að kerfið sé nú bara svona og málsmeðferð verði að vera einhvern veginn og að lög og reglur og viðmið og samningar leyfi einfaldlega ekki að allt fólk fái hér skjól. Mannréttindasáttmálinn varð til eftir síðari heimstyrjöld. Hann tók mið af þeim veruleika sem þá var við lýði og gerir enn, þrátt fyrir að fátt hafi þróast jafnmikið og viðhorf fólks til mannréttinda undanfarin 70 ár. Hann tekur ekki á kynbundnu ofbeldi, ofsóknum vegna kynhneigðar og eða afleiðinga loftslagsbreytinga. Sama gildir um flóttamannasáttmálann. Það er löngu tímabært að uppfæra viðmiðin um neyð, ógn og ótta í samræmi við reynslu og upplifanir þess fólks sem er á flótta í heiminum í dag. Ef egypska fjölskyldan á ekki rétt á alþjóðlegri vernd á Íslandi, þá er skilgreiningin á þeim aðstæðum sem slíkt nær til einfaldlega of þröng. Hún tekur ekki mið af reynslu þolenda, hún tekur ekki mið af stöðu heimsmála í dag og hún tekur ekki mið af getu íslensks samfélags til að axla ábyrgð í heimi þar sem mannréttindabrot eru allt of algeng. Lærum og breytum Ég hvet íslensk stjórnvöld til að leggja eigin skilgreiningar á því sem er samþykkt og viðeigandi til hliðar, hlusta á það fólk sem óskar eftir alþjóðlegri vernd, læra hvernig hægt er að mæta því og breyta því sem þarf. Horfumst í augu við ósanngirni heimsins og þær skyldur sem íslenskt samfélag hefur gagnvart fólkinu sem í honum býr. Ekkert okkar myndi vilja vera í sporum egypsku fjölskyldunnar í dag, enda er hún óbærileg. Stöðvum þetta ferli. Veitum þeim alþjóðlega vernd. Stuðlum að öryggi og friði í heiminum. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Allar framfarir í þágu mannréttinda í heiminum hafa byggt á vitundarvakningu um reynsluheim fólks, þar sem bent hefur verið á það sem betur má fara. Kynbundið ofbeldi var tabú þar til hugrakkar konur tóku sig saman, sögðu frá, leituðu stuðnings og kröfðust aðgerða. Allar aðrar kynhneigðir en gagnkynhneigð voru tabú framundir lok síðustu aldar, transfólk gat ekki verið það sjálft, fatlað fólk var lokað inni á stofnunum, útlendingar héldu sig í útlöndum að mestu og fátækt fólk gat sjálfu sér um kennt. Skilgreiningarvaldið liggur hjá þolendum Eftir því sem þekking og skilningur jókst aukist á reynslu og upplifunum ólíkra hópa fór samfélagið að taka breytingum. Þó enn sé langt í land, er almennt samþykkt að skilgreining á útilokun, einelti, áreitni og ofbeldi verði að byggja á upplifun þolanda hverju sinni. Fólki er kennt að þekkja og virða eigin mörk og annarra. Í úrlausn erfiðra mála á vinnustöðum, þar sem brjóta þarf upp óviðeigandi eða útilokandi hegðun skiptir máli að fólk leggi sig fram um að skilja upplifanir þeirra sem útilokunin nær til. Á námskeiðum um jafnrétti og fjölbreytileika á vinnustöðum fer ég yfir mikilvægi þess að við leggjum okkar eigin skilgreiningar á því sem er samþykkt og viðeigandi til hliðar og hlustum þegar fólk tjáir sig um útilokun, mismunun eða misrétti. Ef ég hef val um að taka kvörtun trúanlega eða ekki er líklegt að ég hafi aldrei upplifað sambærilega mismunun eða útilokun. Í slíkum aðstæðum er ástæða til að hlusta, læra og breyta, í stað þess að efast eða verjast með réttlætingu eða útskýringu á því sem átt hefur sér stað. Skilgreiningarvaldið á heimsmælikvarða Á morgun stendur til að vísa sex manna fjölskyldu úr landi. Fjölskyldan sótti um alþjóðlega vernd á Íslandi árið 2018, enda óttuðust þau að vera handtekin af ríkjandi stjórnvöldum í Egyptalandi og börnin yrðu látin reka á reiðanum. Tveimur árum síðar hafa íslensk stjórnvöld komist að því að fjölskyldan uppfylli ekki skilyrði um alþjóðlega vernd og ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa látið að því liggja að fólkið sé hingað komið í leit að betra lífi en ekki vegna raunverulegrar hættu eða ógnar. Í því samhengi hefur verið nefnt að rýmka þurfi möguleika fólks utan EES til atvinnuleyfis. Engin spurningamerki hafa þó verið sett við skilgreininguna á ógn eða hættu. Hver skilgreinir ógnina? Í samfélagi þar sem fólk hefur frelsi til að tjá pólítískar skoðanir og andmæla ríkjandi valdi hvers tíma er erfitt að ímynda sér upplifanir eða reynslu fólks sem ekki býr við slíkt. Ef marka má fjölmiðlaumfjöllun um málið, virðist vera auðveldara að bregðast við með réttlætingum og útskýringum, að kerfið sé nú bara svona og málsmeðferð verði að vera einhvern veginn og að lög og reglur og viðmið og samningar leyfi einfaldlega ekki að allt fólk fái hér skjól. Mannréttindasáttmálinn varð til eftir síðari heimstyrjöld. Hann tók mið af þeim veruleika sem þá var við lýði og gerir enn, þrátt fyrir að fátt hafi þróast jafnmikið og viðhorf fólks til mannréttinda undanfarin 70 ár. Hann tekur ekki á kynbundnu ofbeldi, ofsóknum vegna kynhneigðar og eða afleiðinga loftslagsbreytinga. Sama gildir um flóttamannasáttmálann. Það er löngu tímabært að uppfæra viðmiðin um neyð, ógn og ótta í samræmi við reynslu og upplifanir þess fólks sem er á flótta í heiminum í dag. Ef egypska fjölskyldan á ekki rétt á alþjóðlegri vernd á Íslandi, þá er skilgreiningin á þeim aðstæðum sem slíkt nær til einfaldlega of þröng. Hún tekur ekki mið af reynslu þolenda, hún tekur ekki mið af stöðu heimsmála í dag og hún tekur ekki mið af getu íslensks samfélags til að axla ábyrgð í heimi þar sem mannréttindabrot eru allt of algeng. Lærum og breytum Ég hvet íslensk stjórnvöld til að leggja eigin skilgreiningar á því sem er samþykkt og viðeigandi til hliðar, hlusta á það fólk sem óskar eftir alþjóðlegri vernd, læra hvernig hægt er að mæta því og breyta því sem þarf. Horfumst í augu við ósanngirni heimsins og þær skyldur sem íslenskt samfélag hefur gagnvart fólkinu sem í honum býr. Ekkert okkar myndi vilja vera í sporum egypsku fjölskyldunnar í dag, enda er hún óbærileg. Stöðvum þetta ferli. Veitum þeim alþjóðlega vernd. Stuðlum að öryggi og friði í heiminum. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar