Margrét Lára gefur „síðustu treyjuna í síðasta leiknum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2020 09:00 Margrét Lára Viðarsdóttir átti magnaðan sextán ára feril með íslenska landsliðinu frá 2003 til 2019. Vísir/Bára Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi gefur áhugasömum tækifæri á að vinna sögulega landsliðstreyju sína og styrkja um leið Ljónshjarta. Margrét Lára Viðarsdóttir lék 124. og síðasta A-landsleikinn sinn 8. október 2019 þegar hún kom inn á sem varamaður í 6-0 sigri á Lettlandi. Margrét Lára skoraði með sinni síðustu snertingu í síðasta leiknum og innsiglaði stórsigur íslenska liðsins. Hún tilkynnti nokkru síðar að hún væri búin að setja skóna upp á hillu. Markið hennar á móti Lettlandi var 79. markið hennar fyrir kvennalandsliðið sem er það langmesta í sögunni. Sú næsta á eftir henni á listanum er Hólmfríður Magnúsdóttir með 37 mörk eða 42 mörkum færra en Margrét Lára. Nú hefur Margrét Lára ákveðið að gefa treyju sína úr leiknum í Lettlandi í söfnun fyrir Ljónshjarta, sem eru samtök fyrir ungar ekkjur, ekkla og börn sem hafa misst foreldri. Margrét Lára vakti athygli á þessu á fésbókarsíðu sinni en hún hefur áritað treyjuna. Síðasta treyjan, í seinasta leiknum til styrktar Ljónshjarta Posted by Margrét Lára Viðarsdóttir on Þriðjudagur, 15. september 2020 Treyjan er verðlaun í happdrætti á vegum CharityShirts.is en hver miði mun kosta þúsund krónur. Öll innkoma mun renna til Ljónshjarta. Það þótti vel við hæfi að markadrottningin skoraði í síðasta leiknum sínum en hún hafi einnig skorað í fyrsta landsleiknum sínum aðeins fjórum mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Sá leikur var 14. júní 2003 á móti Ungverjalandi á Laugardalsvelli. Margrét Lára klæddist landsliðstreyjunni alls 167 sinnum því hún lék einnig 43 landsleiki fyrir yngri landsliðin. Margrét Lára skoraði alls 109 mörk fyrir öll landslið Íslands þar af þrjátíu þeirra fyrir yngri landsliðin. EM 2021 í Englandi Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi gefur áhugasömum tækifæri á að vinna sögulega landsliðstreyju sína og styrkja um leið Ljónshjarta. Margrét Lára Viðarsdóttir lék 124. og síðasta A-landsleikinn sinn 8. október 2019 þegar hún kom inn á sem varamaður í 6-0 sigri á Lettlandi. Margrét Lára skoraði með sinni síðustu snertingu í síðasta leiknum og innsiglaði stórsigur íslenska liðsins. Hún tilkynnti nokkru síðar að hún væri búin að setja skóna upp á hillu. Markið hennar á móti Lettlandi var 79. markið hennar fyrir kvennalandsliðið sem er það langmesta í sögunni. Sú næsta á eftir henni á listanum er Hólmfríður Magnúsdóttir með 37 mörk eða 42 mörkum færra en Margrét Lára. Nú hefur Margrét Lára ákveðið að gefa treyju sína úr leiknum í Lettlandi í söfnun fyrir Ljónshjarta, sem eru samtök fyrir ungar ekkjur, ekkla og börn sem hafa misst foreldri. Margrét Lára vakti athygli á þessu á fésbókarsíðu sinni en hún hefur áritað treyjuna. Síðasta treyjan, í seinasta leiknum til styrktar Ljónshjarta Posted by Margrét Lára Viðarsdóttir on Þriðjudagur, 15. september 2020 Treyjan er verðlaun í happdrætti á vegum CharityShirts.is en hver miði mun kosta þúsund krónur. Öll innkoma mun renna til Ljónshjarta. Það þótti vel við hæfi að markadrottningin skoraði í síðasta leiknum sínum en hún hafi einnig skorað í fyrsta landsleiknum sínum aðeins fjórum mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Sá leikur var 14. júní 2003 á móti Ungverjalandi á Laugardalsvelli. Margrét Lára klæddist landsliðstreyjunni alls 167 sinnum því hún lék einnig 43 landsleiki fyrir yngri landsliðin. Margrét Lára skoraði alls 109 mörk fyrir öll landslið Íslands þar af þrjátíu þeirra fyrir yngri landsliðin.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira