Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2020 07:14 Donald Trump og George Stephanopoulos á sviði í gær. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. Þess í stað hefði hann gert mikið úr faraldrinum. Hann gagnrýndi einnig grímunotkun og hélt því fram að Covid-19 myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“. Þar átti hann líklegast við „hjarðónæmi“ (herd immunity) en sagði „hjarðeðli“ (herd mentality) og endurtók það nokkrum sinnum. Trump sagði að með eða án bóluefnis, þá myndi veiran hverfa, vegna hjarðeðlis. George Stephanopoulos, sem stýrði fundinum, sagði að það fæli einnig í sér mörg dauðsföll. „Þú þróar, þó þróar hjarð…, eins og hjarðeðli. Þetta verður hjarðþróað og það mun gerast. Þetta mun allt gerast. En, með bóluefni, held ég að þetta muni hverfa mjög fljótt.“ Hjarðónæmi er það þegar nægilega margir hafa smitast af veiki og mynda þar með ónæmi, til að hamla útbreiðslu viðkomandi veiki. Því fleiri sem eru ónæmir, því erfiðara er fyrir veiki eins og Covid-19 að dreifa úr sér. Trump þvertók einnig fyrir að hafa gert lítið úr faraldrinum, eins og hann sagði blaðamanninum Bob Woodward að hann hefði gert og hann hefur síðan viðurkennt að hafa gert. Þess í stað sagðist Trump hafa gert of mikið úr faraldrinum. Um vika er síðan Trump viðurkenndi að hafa vísvitandi gert lítið úr faraldrinum þegar hann byrjaði að dreifa úr sér um Bandaríkin í vetur. Markmiðið hafi verið að valda ekki skelfingu. Í viðtali við Woodward sagði Trump þó að veiran væri hættuleg og skaðleg. „Maður andar bara að sér loftinu og þannig smitast hún. Þannig að þessi er mjög snúin. Þessi er mjög vandmeðfarin. Hún er líka banvænni en jafnvel flensan. Þetta er banvænt dót,“ sagði Trump við Woodward í símtali 7. febrúar. Um sama leyti sagði Trump hins vegar bandarísku þjóðinni að stjórnvöld hefðu fulla stjórn á faraldrinum, veiran ætti eftir að hverfa eins og dögg fyrir sólu og að hún væri hvort eð er engu hættulegri en árstíðarbundin inflúensa. Á fundinum í gærkvöldi virtist Trump þó ekki vilja kannast við að hafa gert lítið úr faraldrinum, né það að hafa viðurkennt það áður. „Sko, ég gerði ekki lítið úr honum. Í rauninni, á margan hátt, gerði ég mikið úr honum, þegar snýr að aðgerðum,“ sagði Trump. „Aðgerðir mínar voru mjög sterkar. Ég er ekki að reyna að vera óheiðarlegur. Ég vil að fólk verði ekki hrætt.“ Um 196 þúsund manns hafa dáið í Bandaríkjunum vegna Covid-19, fleiri en nokkurs staðar annars staðar. Eins og svo oft áður fór forsetinn mjög svo frjálslega með staðreyndir. Hér má sjá Daniel Dale, fréttamann CNN, hlaupa yfir það sem Trump sagði ósatt á fundinum í gær. Dale hefur fylgt Trump náið eftir allt frá því hann tilkynnti framboð sitt og farið yfir ræður hans og yfirlýsingar. Another tour de force from @ddale8 fact-checking a torrent of lies pic.twitter.com/xDxKI32ef8— Josh Campbell (@joshscampbell) September 16, 2020 Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Notuðu rússneska þotu í framboðsauglýsingu Nefnd sem sér um að safna fjármunum fyrir forsetaframboð Donald Trump forseta Bandaríkjanna hefur fjarlægt auglýsingu þar sem hvatt var til stuðnings við bandaríska hermenn. 15. september 2020 14:41 „Ég held að vísindin viti það ekki, í rauninni“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, endurvakti í gær afstöðu sína um að slæm umhirða skóga leiði til gróðurelda og að þörf sé á að raka skóglendi til að sporna gegn þeim. 15. september 2020 07:54 Trump ávarpar grímulausa fundargesti: „Við munum auðveldlega sigrast á Kína-veirunni“ Þvert á ríkisreglur og tilmæli hans eigin stjórnar hélt Donald Trump Bandaríkjaforseti í gær fjöldafund innanhúss, þar sem gestir fundarins stóðu þétt saman án þess að bera grímur fyrir vitum. Trump upplýsti fundargestina í Nevada að þjóðin væri við það að sigrast á faraldrinum. 14. september 2020 23:17 Gróðureldar orðnir að pólitísku bitbeini Íbúar Kaliforníu, Oregon og Washington hafa orðið fyrir barðinu á sögulegu eldhafi en eldarnir hafa brunnið hraðar og meira en nokkru sinni áður. Eldarnir hafa þó orðið að pólitísku bitbeini milli Demókrata og Repúblikana. 14. september 2020 08:36 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. Þess í stað hefði hann gert mikið úr faraldrinum. Hann gagnrýndi einnig grímunotkun og hélt því fram að Covid-19 myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“. Þar átti hann líklegast við „hjarðónæmi“ (herd immunity) en sagði „hjarðeðli“ (herd mentality) og endurtók það nokkrum sinnum. Trump sagði að með eða án bóluefnis, þá myndi veiran hverfa, vegna hjarðeðlis. George Stephanopoulos, sem stýrði fundinum, sagði að það fæli einnig í sér mörg dauðsföll. „Þú þróar, þó þróar hjarð…, eins og hjarðeðli. Þetta verður hjarðþróað og það mun gerast. Þetta mun allt gerast. En, með bóluefni, held ég að þetta muni hverfa mjög fljótt.“ Hjarðónæmi er það þegar nægilega margir hafa smitast af veiki og mynda þar með ónæmi, til að hamla útbreiðslu viðkomandi veiki. Því fleiri sem eru ónæmir, því erfiðara er fyrir veiki eins og Covid-19 að dreifa úr sér. Trump þvertók einnig fyrir að hafa gert lítið úr faraldrinum, eins og hann sagði blaðamanninum Bob Woodward að hann hefði gert og hann hefur síðan viðurkennt að hafa gert. Þess í stað sagðist Trump hafa gert of mikið úr faraldrinum. Um vika er síðan Trump viðurkenndi að hafa vísvitandi gert lítið úr faraldrinum þegar hann byrjaði að dreifa úr sér um Bandaríkin í vetur. Markmiðið hafi verið að valda ekki skelfingu. Í viðtali við Woodward sagði Trump þó að veiran væri hættuleg og skaðleg. „Maður andar bara að sér loftinu og þannig smitast hún. Þannig að þessi er mjög snúin. Þessi er mjög vandmeðfarin. Hún er líka banvænni en jafnvel flensan. Þetta er banvænt dót,“ sagði Trump við Woodward í símtali 7. febrúar. Um sama leyti sagði Trump hins vegar bandarísku þjóðinni að stjórnvöld hefðu fulla stjórn á faraldrinum, veiran ætti eftir að hverfa eins og dögg fyrir sólu og að hún væri hvort eð er engu hættulegri en árstíðarbundin inflúensa. Á fundinum í gærkvöldi virtist Trump þó ekki vilja kannast við að hafa gert lítið úr faraldrinum, né það að hafa viðurkennt það áður. „Sko, ég gerði ekki lítið úr honum. Í rauninni, á margan hátt, gerði ég mikið úr honum, þegar snýr að aðgerðum,“ sagði Trump. „Aðgerðir mínar voru mjög sterkar. Ég er ekki að reyna að vera óheiðarlegur. Ég vil að fólk verði ekki hrætt.“ Um 196 þúsund manns hafa dáið í Bandaríkjunum vegna Covid-19, fleiri en nokkurs staðar annars staðar. Eins og svo oft áður fór forsetinn mjög svo frjálslega með staðreyndir. Hér má sjá Daniel Dale, fréttamann CNN, hlaupa yfir það sem Trump sagði ósatt á fundinum í gær. Dale hefur fylgt Trump náið eftir allt frá því hann tilkynnti framboð sitt og farið yfir ræður hans og yfirlýsingar. Another tour de force from @ddale8 fact-checking a torrent of lies pic.twitter.com/xDxKI32ef8— Josh Campbell (@joshscampbell) September 16, 2020
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Notuðu rússneska þotu í framboðsauglýsingu Nefnd sem sér um að safna fjármunum fyrir forsetaframboð Donald Trump forseta Bandaríkjanna hefur fjarlægt auglýsingu þar sem hvatt var til stuðnings við bandaríska hermenn. 15. september 2020 14:41 „Ég held að vísindin viti það ekki, í rauninni“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, endurvakti í gær afstöðu sína um að slæm umhirða skóga leiði til gróðurelda og að þörf sé á að raka skóglendi til að sporna gegn þeim. 15. september 2020 07:54 Trump ávarpar grímulausa fundargesti: „Við munum auðveldlega sigrast á Kína-veirunni“ Þvert á ríkisreglur og tilmæli hans eigin stjórnar hélt Donald Trump Bandaríkjaforseti í gær fjöldafund innanhúss, þar sem gestir fundarins stóðu þétt saman án þess að bera grímur fyrir vitum. Trump upplýsti fundargestina í Nevada að þjóðin væri við það að sigrast á faraldrinum. 14. september 2020 23:17 Gróðureldar orðnir að pólitísku bitbeini Íbúar Kaliforníu, Oregon og Washington hafa orðið fyrir barðinu á sögulegu eldhafi en eldarnir hafa brunnið hraðar og meira en nokkru sinni áður. Eldarnir hafa þó orðið að pólitísku bitbeini milli Demókrata og Repúblikana. 14. september 2020 08:36 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Notuðu rússneska þotu í framboðsauglýsingu Nefnd sem sér um að safna fjármunum fyrir forsetaframboð Donald Trump forseta Bandaríkjanna hefur fjarlægt auglýsingu þar sem hvatt var til stuðnings við bandaríska hermenn. 15. september 2020 14:41
„Ég held að vísindin viti það ekki, í rauninni“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, endurvakti í gær afstöðu sína um að slæm umhirða skóga leiði til gróðurelda og að þörf sé á að raka skóglendi til að sporna gegn þeim. 15. september 2020 07:54
Trump ávarpar grímulausa fundargesti: „Við munum auðveldlega sigrast á Kína-veirunni“ Þvert á ríkisreglur og tilmæli hans eigin stjórnar hélt Donald Trump Bandaríkjaforseti í gær fjöldafund innanhúss, þar sem gestir fundarins stóðu þétt saman án þess að bera grímur fyrir vitum. Trump upplýsti fundargestina í Nevada að þjóðin væri við það að sigrast á faraldrinum. 14. september 2020 23:17
Gróðureldar orðnir að pólitísku bitbeini Íbúar Kaliforníu, Oregon og Washington hafa orðið fyrir barðinu á sögulegu eldhafi en eldarnir hafa brunnið hraðar og meira en nokkru sinni áður. Eldarnir hafa þó orðið að pólitísku bitbeini milli Demókrata og Repúblikana. 14. september 2020 08:36