Kristín Ýr hefði valið Hólmfríði í landsliðið: Svo mikill X-faktor í Fríðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2020 12:00 Hólmfríður Magnúsdóttir fagnar eftir að Selfoss vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil. Hún skoraði þá fyrra mark Selfoss í 2-1 sigri á KR. vísir/daníel Hólmfríður Magnúsdóttir átti stórleik með Selfossliðinu í Pepsi Max deild kvenna um helgina í fyrsta leiknum sínum eftir að kom í ljós að hún væri ekki í íslenska landsliðinu. Hólmfríður skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö í 5-0 sigri Selfoss á KR og það í Vesturbænum. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Pepsi Max mörkum kvenna ræddu frammistöðu Hólmfríðar í leiknum í þætti sínum í gær. Selfossliðið blómstraði án Dagnýjar „Ég verð að segja fyrir mitt leyti sem áhorfandi þarna að mér fannst hún vera á allt öðru ‚leveli' en aðrir leikmenn,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Pepsi Max markanna, í upphafi umræðanna um Selfossliðið. Selfoss lék án Dagnýjar Brynjarsdóttur í þessum leik en saknaði ekki hennar ekki síst vegna frammistöðu Hólmfríðar. „Dagný var ekki að spila og maður átti von á því að það myndi veikja Selfoss. Það virtist ekki gera það,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Ef Selfoss hefði verið að mæta einhverju öðru liði en KR þá hugsa ég að það hefði haft meiri áhrif. KR átti ekki neitt í þær,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna. „Ég velti því fyrir mér hvort að það sé að treysta of mikið á Dagnýju til dæmis sóknarlega. Þegar Hólmfríður er búin að vera góð í sumar þá er hún búin að vera besti maður vallarins,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna. Besti maður vallarsin eða nánast ekki með „Þegar hún er ekki besti maður vallarins þá finnst mér hún nánast ekki með. Það er búið að tala svo mikið um að Dagný eigi að bera þetta uppi en svo dettur hún út og þá þurfa hinir leikmennirnir að tengja. Þá fannst mér þetta ganga betur fyrir sig sóknarlega,“ sagði Bára Kristbjörg. Hólmfríður Magnúsdóttir talaði um það á fótbolta.net að hún væri svekkt að vera ekki í landsliðinu. Hún er að verða 36 ára gömul í næstu viku og er annar markahæsta landsliðskonan sögunnar með 37 mörk í 112 landsleikjum. Á hún að vera í landsliðinu? „Við vitum að hún er með mjög mikinn metnað annars væri hún ekki búin að komast þangað sem hún er. Hún er búin að standa sig vel og má vera svekkt en svo er bara spurning um hverjum finnst um að hver eigi að vera hvar,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir. Frekar en Rakel Hönnu „Ég hefði persónulega ekki valið hana yfir neina úr þessum sóknarmannahópi. Ekki núna. Þegar hún er búin að vera góð þá er hún búin að vera besti maður vallarins en mér finnst hún búin að eiga of marga ‚off-leiki' til þess að ég myndi taka einhvern annan sóknarmann út fyrir hana,“ sagði Bára Kristbjörg. „Ég hefði valið hana, ekki til að vera í byrjunarliðinu heldur til að hafa hana á bekknum. Hún er góð til að sprengja upp leikinn. Ég hefði tekið hana frekar en Rakel Hönnu til dæmis,“ sagði Kristín Ýr. „Það er svo mikill X-faktor í Fríðu að koma inn á með einhverja sprengju í nokkrar mínútur,“ sagði Kristín Ýr en það má finna umfjöllunina um Hólmfríði hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna: Hólmfríður Magnúsdóttir og landsliðið Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin EM 2021 í Englandi Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Fótbolti Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Hólmfríður Magnúsdóttir átti stórleik með Selfossliðinu í Pepsi Max deild kvenna um helgina í fyrsta leiknum sínum eftir að kom í ljós að hún væri ekki í íslenska landsliðinu. Hólmfríður skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö í 5-0 sigri Selfoss á KR og það í Vesturbænum. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Pepsi Max mörkum kvenna ræddu frammistöðu Hólmfríðar í leiknum í þætti sínum í gær. Selfossliðið blómstraði án Dagnýjar „Ég verð að segja fyrir mitt leyti sem áhorfandi þarna að mér fannst hún vera á allt öðru ‚leveli' en aðrir leikmenn,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Pepsi Max markanna, í upphafi umræðanna um Selfossliðið. Selfoss lék án Dagnýjar Brynjarsdóttur í þessum leik en saknaði ekki hennar ekki síst vegna frammistöðu Hólmfríðar. „Dagný var ekki að spila og maður átti von á því að það myndi veikja Selfoss. Það virtist ekki gera það,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Ef Selfoss hefði verið að mæta einhverju öðru liði en KR þá hugsa ég að það hefði haft meiri áhrif. KR átti ekki neitt í þær,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna. „Ég velti því fyrir mér hvort að það sé að treysta of mikið á Dagnýju til dæmis sóknarlega. Þegar Hólmfríður er búin að vera góð í sumar þá er hún búin að vera besti maður vallarins,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna. Besti maður vallarsin eða nánast ekki með „Þegar hún er ekki besti maður vallarins þá finnst mér hún nánast ekki með. Það er búið að tala svo mikið um að Dagný eigi að bera þetta uppi en svo dettur hún út og þá þurfa hinir leikmennirnir að tengja. Þá fannst mér þetta ganga betur fyrir sig sóknarlega,“ sagði Bára Kristbjörg. Hólmfríður Magnúsdóttir talaði um það á fótbolta.net að hún væri svekkt að vera ekki í landsliðinu. Hún er að verða 36 ára gömul í næstu viku og er annar markahæsta landsliðskonan sögunnar með 37 mörk í 112 landsleikjum. Á hún að vera í landsliðinu? „Við vitum að hún er með mjög mikinn metnað annars væri hún ekki búin að komast þangað sem hún er. Hún er búin að standa sig vel og má vera svekkt en svo er bara spurning um hverjum finnst um að hver eigi að vera hvar,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir. Frekar en Rakel Hönnu „Ég hefði persónulega ekki valið hana yfir neina úr þessum sóknarmannahópi. Ekki núna. Þegar hún er búin að vera góð þá er hún búin að vera besti maður vallarins en mér finnst hún búin að eiga of marga ‚off-leiki' til þess að ég myndi taka einhvern annan sóknarmann út fyrir hana,“ sagði Bára Kristbjörg. „Ég hefði valið hana, ekki til að vera í byrjunarliðinu heldur til að hafa hana á bekknum. Hún er góð til að sprengja upp leikinn. Ég hefði tekið hana frekar en Rakel Hönnu til dæmis,“ sagði Kristín Ýr. „Það er svo mikill X-faktor í Fríðu að koma inn á með einhverja sprengju í nokkrar mínútur,“ sagði Kristín Ýr en það má finna umfjöllunina um Hólmfríði hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna: Hólmfríður Magnúsdóttir og landsliðið
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin EM 2021 í Englandi Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Fótbolti Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn