Leeds úr leik eftir vítaspyrnukeppni | Búið að draga í næstu umferð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2020 21:05 Leikmenn Hull City reyndust betri á punktinum heldur en leikmenn Leeds. Phil Noble/Getty Images Fjórum af fimm leikjum í enska deildarbikarnum er nú lokið. Leeds United er úr leik í enska deildarbikarnum eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Hull City á heimavelli í kvöld. Southampton tapaði á heimavelli á meðan Fulham og West Bromwich Albion eru komin áfram í 32-liða úrslit keppninnar. Leeds lenti undir strax á 5. mínútu og jafnaði ekki metin fyrr en í uppbótartíma. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni og þar voru það leikmenn Hull City sem höfðu betur, 9-8. Það verður því Hull sem mætir West Ham United í næstu umferð. Aleksandar Mitrović skoraði eina mark Fulham er liðið lagði C-deildarlið Ipsiwch Town á útivelli. West Bromwich Albion átti ekki í miklum vandræðum með Harrogate Town á heimavelli. Lokatölur þar 3-0 þökk sé mörkum Rakeem Harper, Hal Robson-Kanu og Callum Robinson. Brentford gerði sér svo lítið fyrir og vann Southampton á útivelli með tveimur mörkum gegn engu. Leik Everton og Salford City ekki lokið en staðan er 2-0 Everton í vil. Michael Keane skoraði markið með góðum skalla eftir hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar í fyrri hálfleik og Gylfi Þór skoraði svo sjálfur í síðari hálfleik. Þá eru þrír leikir á morgun. Burnley og Sheffield United mætast í stórleik dagsins, Wolverhampton Wanderers fá Stoke City í heimsókn og að lokum mætir Portsmouth á Amex-völlinn og spila við heimamenn í Brighton & Hove Albion. 32-liða úrslit Bristol City/Northampton Town - Aston VillaChelsea - BarnsleyFleetwood Town - EvertonFulham - Sheffield WednesdayLeicester City - ArsenalLeyton Orient - Tottenham HotspurLuton Town - Manchester UnitedManchester City - AFC BournemouthMillwall - Burnley/Sheffield UnitedMorecambe - Newcastle UnitedNewport County - WatfordPreston North End - Brighton/PortsmouthWest Brom - BrentfordWest Ham United - Hull CityWolves/Stoke City - Gillingham Allir leikirnir fara fram þann 22. september. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Fjórum af fimm leikjum í enska deildarbikarnum er nú lokið. Leeds United er úr leik í enska deildarbikarnum eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Hull City á heimavelli í kvöld. Southampton tapaði á heimavelli á meðan Fulham og West Bromwich Albion eru komin áfram í 32-liða úrslit keppninnar. Leeds lenti undir strax á 5. mínútu og jafnaði ekki metin fyrr en í uppbótartíma. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni og þar voru það leikmenn Hull City sem höfðu betur, 9-8. Það verður því Hull sem mætir West Ham United í næstu umferð. Aleksandar Mitrović skoraði eina mark Fulham er liðið lagði C-deildarlið Ipsiwch Town á útivelli. West Bromwich Albion átti ekki í miklum vandræðum með Harrogate Town á heimavelli. Lokatölur þar 3-0 þökk sé mörkum Rakeem Harper, Hal Robson-Kanu og Callum Robinson. Brentford gerði sér svo lítið fyrir og vann Southampton á útivelli með tveimur mörkum gegn engu. Leik Everton og Salford City ekki lokið en staðan er 2-0 Everton í vil. Michael Keane skoraði markið með góðum skalla eftir hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar í fyrri hálfleik og Gylfi Þór skoraði svo sjálfur í síðari hálfleik. Þá eru þrír leikir á morgun. Burnley og Sheffield United mætast í stórleik dagsins, Wolverhampton Wanderers fá Stoke City í heimsókn og að lokum mætir Portsmouth á Amex-völlinn og spila við heimamenn í Brighton & Hove Albion. 32-liða úrslit Bristol City/Northampton Town - Aston VillaChelsea - BarnsleyFleetwood Town - EvertonFulham - Sheffield WednesdayLeicester City - ArsenalLeyton Orient - Tottenham HotspurLuton Town - Manchester UnitedManchester City - AFC BournemouthMillwall - Burnley/Sheffield UnitedMorecambe - Newcastle UnitedNewport County - WatfordPreston North End - Brighton/PortsmouthWest Brom - BrentfordWest Ham United - Hull CityWolves/Stoke City - Gillingham Allir leikirnir fara fram þann 22. september.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira