Valitor varar við svikapóstum í nafni Póstsins Sylvía Hall skrifar 16. september 2020 23:19 Valitor ítrekar að fólk eigi ekki að gefa upp korta- eða persónuupplýsingar. Vísir/GEtty Seinnipartinn í dag virðast nokkrir hafa fengið svikapósta í nafni Póstsins að því er fram kemur í tilkynningu Valitor. Móttakandi er beðinn um að smella á hlekk þar sem hann er færður inn á falska greiðslusíðu í nafni Valitor. Í tilkynningunni eru fyrri viðvaranir ítrekaðar og fólk beðið um að opna ekki hlekki sem fylgja umræddum skilaboðum. Þá eigi fólk ekki undir neinum kringumstæðum að gefa upp korta- eða persónuupplýsingar. „Hafi fólk brugðist við slíkum skilaboðum eða eru í minnsta vafa um réttmæti upplýsinga sem þeir fá er brýnt að hafa samband strax við viðskiptabanka sinn eða þjónustuver Valitor utan opnunartíma bankans,“ segir að lokum í tilkynningunni. Valitor Í póstinum er viðtakandanum tilkynnt að tollar hafi ekki verið greiddir af sendingu. Hann er jafnframt beðinn um að smella á hlekk til þess að staðfesta sendingu á pakkanum. Tölvupósturinn er sambærilegur þeim sem hafa komið upp á undanförnum vikum þar sem Íslendingar eru beðnir um að smella á hlekk eða gefa upp kortaupplýsingar. Gísli Jökull Gíslason rannsóknarlögreglumaður ræddi þessi mál í Bítinu í síðasta mánuði þar sem hann sagði svindlin oft vera vönduð og sannfærandi. „Það sem er kannski orðið núna er að þetta er orðið svo sérsniðið að Íslendingum. Þetta áhlaup til dæmis með Skattinn var tiltölulega vel gert, svo ég leyfi mér að segja að glæpur sé vel gerður, af því að þeir vinna grunnvinnuna mjög vel,“ sagði Gísli. Þar vísaði hann til smáskilaboða sem margir Íslendingar fengu sem virtust vera frá skattinum. Þar var viðtakanda tjáð að hann ætti von á endurgreiðslu. Viðkomandi var þá beint inn á falskt lén til að nálgast greiðsluna, þar sem hann var beðinn um kortaupplýsingar og símanúmer. „Ef einhver sendir þér hlekk og þetta eru fjármálaupplýsingar sem um er að ræða, þá er nánast víst að þetta sé svindl. Því þau fyrirtæki sem eru með svona upplýsingar biðja þig að fara á heimasíðuna, fara eftir réttri leið.“ Netöryggi Pósturinn Netglæpir Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Seinnipartinn í dag virðast nokkrir hafa fengið svikapósta í nafni Póstsins að því er fram kemur í tilkynningu Valitor. Móttakandi er beðinn um að smella á hlekk þar sem hann er færður inn á falska greiðslusíðu í nafni Valitor. Í tilkynningunni eru fyrri viðvaranir ítrekaðar og fólk beðið um að opna ekki hlekki sem fylgja umræddum skilaboðum. Þá eigi fólk ekki undir neinum kringumstæðum að gefa upp korta- eða persónuupplýsingar. „Hafi fólk brugðist við slíkum skilaboðum eða eru í minnsta vafa um réttmæti upplýsinga sem þeir fá er brýnt að hafa samband strax við viðskiptabanka sinn eða þjónustuver Valitor utan opnunartíma bankans,“ segir að lokum í tilkynningunni. Valitor Í póstinum er viðtakandanum tilkynnt að tollar hafi ekki verið greiddir af sendingu. Hann er jafnframt beðinn um að smella á hlekk til þess að staðfesta sendingu á pakkanum. Tölvupósturinn er sambærilegur þeim sem hafa komið upp á undanförnum vikum þar sem Íslendingar eru beðnir um að smella á hlekk eða gefa upp kortaupplýsingar. Gísli Jökull Gíslason rannsóknarlögreglumaður ræddi þessi mál í Bítinu í síðasta mánuði þar sem hann sagði svindlin oft vera vönduð og sannfærandi. „Það sem er kannski orðið núna er að þetta er orðið svo sérsniðið að Íslendingum. Þetta áhlaup til dæmis með Skattinn var tiltölulega vel gert, svo ég leyfi mér að segja að glæpur sé vel gerður, af því að þeir vinna grunnvinnuna mjög vel,“ sagði Gísli. Þar vísaði hann til smáskilaboða sem margir Íslendingar fengu sem virtust vera frá skattinum. Þar var viðtakanda tjáð að hann ætti von á endurgreiðslu. Viðkomandi var þá beint inn á falskt lén til að nálgast greiðsluna, þar sem hann var beðinn um kortaupplýsingar og símanúmer. „Ef einhver sendir þér hlekk og þetta eru fjármálaupplýsingar sem um er að ræða, þá er nánast víst að þetta sé svindl. Því þau fyrirtæki sem eru með svona upplýsingar biðja þig að fara á heimasíðuna, fara eftir réttri leið.“
Netöryggi Pósturinn Netglæpir Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira