Fyrirsæta sakar Bandaríkjaforseta um kynferðisárás Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2020 11:22 Trump á opna bandaríska tennismótinu fyrr á 10. áratugnum með þáverandi eiginkonu sinni Ivönu Trump. Atvikið sem Dorris lýsir átti sér stað á sama móti árið 1997 en þá var Trump giftur Mörlu Maples. Vísir/Getty Fyrrverandi fyrirsæta sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að hafa ráðist á hana kynferðislega á opna bandaríska tennismótinu fyrir tæpum aldarfjórðungi. Konan lýsir því að árásin hafi valdið henni ógleði og henni hafi fundist á sér brotið. Í viðtali við breska blaðið The Guardian heldur Amy Dorris því fram að Trump hafi ráðist á sig fyrir utan snyrtingu í einkastúku á mótinu í New York 5. september árið 1997. Hún var þá 24 ára gömul. Trump hafi rekið tunguna ofan í kokið á henni, þuklað á henni allri og haldið henni fastri. „Hann tróð bara tungunni ofan í kok á mér og ég reyndi að ýta honum af mér. Það var þá sem hann hélt fastar, hendur hans voru afar fálmandi og alls staðar yfir þjóhnappa mína, brjóstin, bakið, allt,“ segir Dorris við blaðið. Lögmaður Trump hafnar ásökunum Dorris með öllu. Forsetinn var 51 árs gamall þegar árásin á að hafa átt sér stað og giftur Mörlu Maples, annarri eiginkonu sinni. Dorris, sem nú er 48 ára gömul og búsett á Flórída, lét The Guardian í té miða sinn á tennismótið og sex myndir af henni með fasteignafrömuðinum í New York. Móðir hennar og vinur í New York staðfesta að hún hafi sagt þeim frá meintri árásinni rétt eftir að hún á að hafa átt sér stað. Fleiri vinir Dorris og sálfræðingur staðfesta að hún hafi sagt þeim frá uppákomunni í gegnum árin. Fjöldi kvenna steig fram fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 og sakaði Trump um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi eða áreitni en hann vísaði þeim ásökunum öllum á bug. Dorris segist hafa íhugað að greina frá árásinni þá en ákvað að gera það ekki, meðal annars vegna þess að hún óttaðist afleiðingarnar fyrir fjölskyldu sína. Sat fyrir henni fyrir utan snyrtinguna Árásin sem Dorris lýsir á að hafa átt sér stað þegar hann fór með Jason Binn, þáverandi kærasta sínum, til New York þar sem þau vörðu nokkrum dögum í félagsskap Trump í september árið 1997. Binn, stofnandi nokkurra tísku og lífsstílsstímarita, var vinur Trump. Dorris segir að Trump hafi þegar reynt að gera hosur sínar grænar við hana við fyrstu kynni. „Þetta virtist dæmigert við ákveðna tegund náunga, fólk sem finnst eins og það eigi heimtingu á því sem það vill…jafnvel þó að ég hafi verið þarna með kærastanum mínum,“ segir hún. Saman fóru þau Trump, Dorris og Binn ásamt fleiri vinum Trump á opna tennismótið í Queens-hverfinu þar sem Trump var með einkastúku. Þegar Dorris kom út af snyrtingu sem var rétt handan vil skilrúm segir hún að Trump hafi beðið eftir sér. Eftir stutt orðaskipti segir hún að Trump hafi þröngvað sér upp á hana þrátt fyrir mótbárur hennar. „Ég var eiginlega bara í áfalli. Mér fannst brotið á mér, augljóslega. Ég meðtók þetta ekki ennþá og var bara að reyna að fara til baka og tala við alla og skemmta mér vegna þess, ég veit það ekki, mér fannst þrýstingur á að vera þannig,“ segir Dorris. Hún man ekki hvort hún sagði Binn upp og ofan af því sem gerðist en hún hafi sagt honum að Trump væri á eftir henni og hann þyrfti að skerast í leikinn. Hún segist jafnframt hafa beðið Trump um að láta sig í friði. Lögmaður Trump heldur því fram að Binn hafi sagt þeim að hann muni ekkert eftir að Dorris hafi sagt honum frá atviki í líkingu við það sem Dorris lýsir eða að henni hafi liðið illa í návist hans. Lögmennirnir telja tímasetninguna tortryggilega Dagana á eftir segir Dorris að Trump hafi haldið áfram að ganga á eftir sér þrátt fyrir það sem á undan var gengið. Hún fór áfram með Binn og Trump á næsta dag mótsins og á minningarathöfn um Gianni Versace tveimur dögum síðar. Spurð að því hvers vegna hún hélt áfram að umgangast Trump og Binn dagana eftir árásina sem hún lýsir ber Dorris því við að hún hafi búið á Flórída, verið blönk og ekki átt í önnur hús að vernda í New York. Hún hafi verið þar með kærasta sínum og dagskráin hafi verið þétt. „Fólk ver fleiri árum með fólki sem hefur misnotað það, það er það sem gerist þegar þú verður fyrir áfalli, þú frýst,“ segir Dorris. Lögmenn Trump fullyrða að lýsingar Dorris standist enga skoðun. Hefði Trump ráðist á hana fyrir utan snyrtinguna hefði fjöldi fólks orðið vitni að því. Setja þeir einnig spurningamerki við að Dorris hafi haldið áfram að umgangast Trump næstu dagana á eftir. Þá benda lögmennirnir á að ásakanir Dorris komi fram innan við tveimur mánuðum fyrir forsetakosningar og halda því fram að þær gætu því átt sér pólitískar rætur. The Guardian segir að Dorris hafi fyrst sagt blaðinu frá atburðunum fyrir fimmtán mánuðum en hún hafi verið hikandi við að koma fram opinberlega. Segir Dorris að henni gremjist að Trump hafi komist upp með að beita konur kynferðislegu ofbeldi og saka þær um lygar. „Ég er þreytt á því að þegja. Þetta er svolítið hreinsandi. Ég vil bara koma þessu út og ég vil að fólk viti að þetta er maðurinn, þetta er forsetinn okkar. Þetta er það sem hann gerir og það er óásættanlegt,“ segir Dorris. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Bandaríkin Tennis MeToo Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneyti vill taka við vörn Trump gegn meiðyrðakæru Bandaríska dómsmálaráðuneytið tók það óvenjulega skref að taka við málsvörn Donalds Trump forseta í meiðyrðamáli konu gegn honum sem sakar hann um að hafa nauðgað sér á 10. áratugnum. 9. september 2020 14:25 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Fyrrverandi fyrirsæta sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að hafa ráðist á hana kynferðislega á opna bandaríska tennismótinu fyrir tæpum aldarfjórðungi. Konan lýsir því að árásin hafi valdið henni ógleði og henni hafi fundist á sér brotið. Í viðtali við breska blaðið The Guardian heldur Amy Dorris því fram að Trump hafi ráðist á sig fyrir utan snyrtingu í einkastúku á mótinu í New York 5. september árið 1997. Hún var þá 24 ára gömul. Trump hafi rekið tunguna ofan í kokið á henni, þuklað á henni allri og haldið henni fastri. „Hann tróð bara tungunni ofan í kok á mér og ég reyndi að ýta honum af mér. Það var þá sem hann hélt fastar, hendur hans voru afar fálmandi og alls staðar yfir þjóhnappa mína, brjóstin, bakið, allt,“ segir Dorris við blaðið. Lögmaður Trump hafnar ásökunum Dorris með öllu. Forsetinn var 51 árs gamall þegar árásin á að hafa átt sér stað og giftur Mörlu Maples, annarri eiginkonu sinni. Dorris, sem nú er 48 ára gömul og búsett á Flórída, lét The Guardian í té miða sinn á tennismótið og sex myndir af henni með fasteignafrömuðinum í New York. Móðir hennar og vinur í New York staðfesta að hún hafi sagt þeim frá meintri árásinni rétt eftir að hún á að hafa átt sér stað. Fleiri vinir Dorris og sálfræðingur staðfesta að hún hafi sagt þeim frá uppákomunni í gegnum árin. Fjöldi kvenna steig fram fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 og sakaði Trump um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi eða áreitni en hann vísaði þeim ásökunum öllum á bug. Dorris segist hafa íhugað að greina frá árásinni þá en ákvað að gera það ekki, meðal annars vegna þess að hún óttaðist afleiðingarnar fyrir fjölskyldu sína. Sat fyrir henni fyrir utan snyrtinguna Árásin sem Dorris lýsir á að hafa átt sér stað þegar hann fór með Jason Binn, þáverandi kærasta sínum, til New York þar sem þau vörðu nokkrum dögum í félagsskap Trump í september árið 1997. Binn, stofnandi nokkurra tísku og lífsstílsstímarita, var vinur Trump. Dorris segir að Trump hafi þegar reynt að gera hosur sínar grænar við hana við fyrstu kynni. „Þetta virtist dæmigert við ákveðna tegund náunga, fólk sem finnst eins og það eigi heimtingu á því sem það vill…jafnvel þó að ég hafi verið þarna með kærastanum mínum,“ segir hún. Saman fóru þau Trump, Dorris og Binn ásamt fleiri vinum Trump á opna tennismótið í Queens-hverfinu þar sem Trump var með einkastúku. Þegar Dorris kom út af snyrtingu sem var rétt handan vil skilrúm segir hún að Trump hafi beðið eftir sér. Eftir stutt orðaskipti segir hún að Trump hafi þröngvað sér upp á hana þrátt fyrir mótbárur hennar. „Ég var eiginlega bara í áfalli. Mér fannst brotið á mér, augljóslega. Ég meðtók þetta ekki ennþá og var bara að reyna að fara til baka og tala við alla og skemmta mér vegna þess, ég veit það ekki, mér fannst þrýstingur á að vera þannig,“ segir Dorris. Hún man ekki hvort hún sagði Binn upp og ofan af því sem gerðist en hún hafi sagt honum að Trump væri á eftir henni og hann þyrfti að skerast í leikinn. Hún segist jafnframt hafa beðið Trump um að láta sig í friði. Lögmaður Trump heldur því fram að Binn hafi sagt þeim að hann muni ekkert eftir að Dorris hafi sagt honum frá atviki í líkingu við það sem Dorris lýsir eða að henni hafi liðið illa í návist hans. Lögmennirnir telja tímasetninguna tortryggilega Dagana á eftir segir Dorris að Trump hafi haldið áfram að ganga á eftir sér þrátt fyrir það sem á undan var gengið. Hún fór áfram með Binn og Trump á næsta dag mótsins og á minningarathöfn um Gianni Versace tveimur dögum síðar. Spurð að því hvers vegna hún hélt áfram að umgangast Trump og Binn dagana eftir árásina sem hún lýsir ber Dorris því við að hún hafi búið á Flórída, verið blönk og ekki átt í önnur hús að vernda í New York. Hún hafi verið þar með kærasta sínum og dagskráin hafi verið þétt. „Fólk ver fleiri árum með fólki sem hefur misnotað það, það er það sem gerist þegar þú verður fyrir áfalli, þú frýst,“ segir Dorris. Lögmenn Trump fullyrða að lýsingar Dorris standist enga skoðun. Hefði Trump ráðist á hana fyrir utan snyrtinguna hefði fjöldi fólks orðið vitni að því. Setja þeir einnig spurningamerki við að Dorris hafi haldið áfram að umgangast Trump næstu dagana á eftir. Þá benda lögmennirnir á að ásakanir Dorris komi fram innan við tveimur mánuðum fyrir forsetakosningar og halda því fram að þær gætu því átt sér pólitískar rætur. The Guardian segir að Dorris hafi fyrst sagt blaðinu frá atburðunum fyrir fimmtán mánuðum en hún hafi verið hikandi við að koma fram opinberlega. Segir Dorris að henni gremjist að Trump hafi komist upp með að beita konur kynferðislegu ofbeldi og saka þær um lygar. „Ég er þreytt á því að þegja. Þetta er svolítið hreinsandi. Ég vil bara koma þessu út og ég vil að fólk viti að þetta er maðurinn, þetta er forsetinn okkar. Þetta er það sem hann gerir og það er óásættanlegt,“ segir Dorris.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Bandaríkin Tennis MeToo Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneyti vill taka við vörn Trump gegn meiðyrðakæru Bandaríska dómsmálaráðuneytið tók það óvenjulega skref að taka við málsvörn Donalds Trump forseta í meiðyrðamáli konu gegn honum sem sakar hann um að hafa nauðgað sér á 10. áratugnum. 9. september 2020 14:25 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti vill taka við vörn Trump gegn meiðyrðakæru Bandaríska dómsmálaráðuneytið tók það óvenjulega skref að taka við málsvörn Donalds Trump forseta í meiðyrðamáli konu gegn honum sem sakar hann um að hafa nauðgað sér á 10. áratugnum. 9. september 2020 14:25