Gengið til kjörklefa Helgi Týr Tumason skrifar 17. september 2020 12:00 Nú styttist óðfluga í kosningar í okkar umtalaða nýja sveitarfélagi. Laugardagurinn næstkomandi, 19. september, markar tímamót í okkar samfélagi og er gríðarstórt skref í átt að vonandi bættum tímum okkar íbúanna í sveitarfélaginu. Bæklingar og einblöðungar hafa streymt inn bréfalúgur kjósenda síðustu daga, sem nú þurfa að gera upp hug sinn um hverjum þeir treysta best til að sigla skútunni til nánustu framtíðar í okkar heimabyggðum, hafi þeir nú ekki þegar gert svo. Stiklað á stóru Ég sjálfur ákvað eftir smá umhugsun seinasta vor að það væri kominn tími fyrir mig til reyna að láta gott af mér leiða og ákvað að láta slag standa og vera með á framboðslista Miðflokksins. Þegar ég var beðinn um að vera í 3. Sæti á lista X-M að þá fór ég á fund með mörgum af þeim sem eru á listanum í komandi kosningum, og ég heillaðist mjög af þeirra hugsjónum og stefnum. Ég sá það strax að þarna var komið saman fólk sem að vildi öllu samfélaginu vel, og vildi kappkosta við að gera okkar sveitarfélag að eftirsóknarverðum byggðarkjörnum til að setjast að í, eignast þar fjölskyldur, og að starfa við þau störf sem við höfum áhuga á að vinna við, í sátt og samlyndi við umhverfi og náttúru. Horft til framtíðar Á okkar lista að þá erum við með ungt og framsækið fólk í efstu sætunum. Þar er gríðarmikil reynsla úr menningu og starfi að baki, en kannski ekki ýkja mikil reynsla á bakinu af sveitarstjórnarstörfum í heild sinni. Við höfum heyrt því fleytt fram að það sé ekki æskilegt að bjóða fram svo reynslulaust fólk á þessum sviðum, en þá vil ég spyrja á móti, af hverju ekki? Er ekki þvert á móti gagnlegt og gott að hafa ung og víðsýn augu sem hafa góða tilfinningu fyrir vilja og framtíðarsýn ungs fólks í fjórðungnum? Við þurfum ferskan blæ inn í nýtt sveitarfélag, og við þurfum að reyna að gera okkar allra besta í að markaðssetja Austurland og nýtt sveitarfélag sem áfangastað fyrir ungt fólk eftir nám. Við viljum að fólk geti sagt „hér er gott að búa“. Við þurfum að hugsa stórt í þessum efnum og til þess þurfum við bæði ungt og kraftmikið fólk sem hefur áhuga á því að bæta okkar góða samfélag, í bland við reynslu þeirra sem þegar hafa lagt hönd á plóginn í baráttu til bættra kjara í „gömlu sveitarfélögunum“. Við þurfum að horfa fram á veginn og hugsa „störf án staðsetninga“ í stað „staðsetningar án starfa“. Framtíðin er í okkar höndum. X-? Ég tel að við öll getum gert margt til að bæta okkar samfélag, og þá sérstaklega nú þegar við erum orðin að stærsta sveitarfélagi landsins að flatarmáli, og náum að verða í kringum 5.000 íbúar í nýskipaðri byggð. Ég tel að í krafti fjöldans að þá getum við náð fram betrumbættu atvinnulífi, samgöngum, menntunarmöguleikum og öllu því sem að auðugt og blómlegt samfélag ætti að hafa upp á að bjóða. Til þess þurfum við öll að vinna saman og ég hef fulla trú á okkur í fjórðungnum í þetta verkefni. Ég ætla ekki að sitja hér og segja ykkur að þið ættuð að frekar að stimpla við þennan ákveðna bókstaf, heldur en annan þegar þið gangið til kjörklefa á Laugardaginn kemur, það er gríðarmikið af góðu og glæsilegu fólki á öllum framboðslistum og á því leikur enginn vafi. Það sem ég GET hins vegar sagt ykkur er það, að við hjá X-M munum gera allt sem í valdi okkar stendur til að vera fyrst og fremst málefnalegur og góður forsvari ykkar íbúanna og af minni upplifun að þá get ég sagt ykkur með fullri vissu að allt það góða fólk sem stendur fyrir lista Miðflokksins á Austurlandi mun gera það af sanngirni, einlægni, og fórnfýsi, og gera sitt allra besta, fáum við til þess umboð frá ykkur, kæru kjósendur. Höfundur skipar 3. sæti Miðflokksins í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seyðisfjörður Fljótsdalshérað Borgarfjörður eystri Djúpivogur Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Nú styttist óðfluga í kosningar í okkar umtalaða nýja sveitarfélagi. Laugardagurinn næstkomandi, 19. september, markar tímamót í okkar samfélagi og er gríðarstórt skref í átt að vonandi bættum tímum okkar íbúanna í sveitarfélaginu. Bæklingar og einblöðungar hafa streymt inn bréfalúgur kjósenda síðustu daga, sem nú þurfa að gera upp hug sinn um hverjum þeir treysta best til að sigla skútunni til nánustu framtíðar í okkar heimabyggðum, hafi þeir nú ekki þegar gert svo. Stiklað á stóru Ég sjálfur ákvað eftir smá umhugsun seinasta vor að það væri kominn tími fyrir mig til reyna að láta gott af mér leiða og ákvað að láta slag standa og vera með á framboðslista Miðflokksins. Þegar ég var beðinn um að vera í 3. Sæti á lista X-M að þá fór ég á fund með mörgum af þeim sem eru á listanum í komandi kosningum, og ég heillaðist mjög af þeirra hugsjónum og stefnum. Ég sá það strax að þarna var komið saman fólk sem að vildi öllu samfélaginu vel, og vildi kappkosta við að gera okkar sveitarfélag að eftirsóknarverðum byggðarkjörnum til að setjast að í, eignast þar fjölskyldur, og að starfa við þau störf sem við höfum áhuga á að vinna við, í sátt og samlyndi við umhverfi og náttúru. Horft til framtíðar Á okkar lista að þá erum við með ungt og framsækið fólk í efstu sætunum. Þar er gríðarmikil reynsla úr menningu og starfi að baki, en kannski ekki ýkja mikil reynsla á bakinu af sveitarstjórnarstörfum í heild sinni. Við höfum heyrt því fleytt fram að það sé ekki æskilegt að bjóða fram svo reynslulaust fólk á þessum sviðum, en þá vil ég spyrja á móti, af hverju ekki? Er ekki þvert á móti gagnlegt og gott að hafa ung og víðsýn augu sem hafa góða tilfinningu fyrir vilja og framtíðarsýn ungs fólks í fjórðungnum? Við þurfum ferskan blæ inn í nýtt sveitarfélag, og við þurfum að reyna að gera okkar allra besta í að markaðssetja Austurland og nýtt sveitarfélag sem áfangastað fyrir ungt fólk eftir nám. Við viljum að fólk geti sagt „hér er gott að búa“. Við þurfum að hugsa stórt í þessum efnum og til þess þurfum við bæði ungt og kraftmikið fólk sem hefur áhuga á því að bæta okkar góða samfélag, í bland við reynslu þeirra sem þegar hafa lagt hönd á plóginn í baráttu til bættra kjara í „gömlu sveitarfélögunum“. Við þurfum að horfa fram á veginn og hugsa „störf án staðsetninga“ í stað „staðsetningar án starfa“. Framtíðin er í okkar höndum. X-? Ég tel að við öll getum gert margt til að bæta okkar samfélag, og þá sérstaklega nú þegar við erum orðin að stærsta sveitarfélagi landsins að flatarmáli, og náum að verða í kringum 5.000 íbúar í nýskipaðri byggð. Ég tel að í krafti fjöldans að þá getum við náð fram betrumbættu atvinnulífi, samgöngum, menntunarmöguleikum og öllu því sem að auðugt og blómlegt samfélag ætti að hafa upp á að bjóða. Til þess þurfum við öll að vinna saman og ég hef fulla trú á okkur í fjórðungnum í þetta verkefni. Ég ætla ekki að sitja hér og segja ykkur að þið ættuð að frekar að stimpla við þennan ákveðna bókstaf, heldur en annan þegar þið gangið til kjörklefa á Laugardaginn kemur, það er gríðarmikið af góðu og glæsilegu fólki á öllum framboðslistum og á því leikur enginn vafi. Það sem ég GET hins vegar sagt ykkur er það, að við hjá X-M munum gera allt sem í valdi okkar stendur til að vera fyrst og fremst málefnalegur og góður forsvari ykkar íbúanna og af minni upplifun að þá get ég sagt ykkur með fullri vissu að allt það góða fólk sem stendur fyrir lista Miðflokksins á Austurlandi mun gera það af sanngirni, einlægni, og fórnfýsi, og gera sitt allra besta, fáum við til þess umboð frá ykkur, kæru kjósendur. Höfundur skipar 3. sæti Miðflokksins í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun