Þær sænsku munu ekki vanmeta okkur Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2020 21:32 Glódís Perla Viggósdóttir í rigningunni sem buldi á leikmönnum í seinni hálfleik í Laugardalnum í kvöld. VÍSIR/VILHELM „Við treystum þeim sem eru fyrir framan okkur fyrir þessu,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir sem átti afar náðugan dag í hjarta íslensku varnarinnar í 9-0 sigrinum gegn Lettlandi. Hún mun hafa í nógu að snúast gegn bronsliði Svía á þriðjudag. Ísland raðaði inn mörkum gegn botnliði Lettlands í undankeppni EM í kvöld, og fékk varla á sig skot í leiknum: „Ég er mjög ánægð með liðið. Við spiluðum flottan bolta – mörg markanna komu upp úr mjög flottu spili sem ég er bara ánægð með. Þetta er eitthvað sem hefur kannski vantað svolítið, og það var mjög gott að fá það í dag, sérstaklega eftir að hafa ekki verið búnar að hittast í níu mánuði,“ sagði Glódís, en var henni farið að leiðast fyrst svo óhemju lítið var að gera í vörninni í kvöld? Segi nú ekki að mér hafi leiðst „Ég segi nú ekki að mér hafi leiðst en boltinn var vissulega ekki mikið hjá okkur. En maður finnur sér annað að gera, eins og að skipuleggja þannig að þær fái ekki skyndisóknir og alls konar annað. En við treystum þeim sem eru fyrir framan okkur fyrir þessu.“ Glódís hefur spilað í toppbaráttunni í Svíþjóð síðustu ár og ætti að þekkja sænska landsliðið, sem Ísland mætir í toppslag á þriðjudaginn, afar vel: „Það er allt öðruvísi leikur. Við verðum líklega mikið minna með boltann í þeim leik, og það mun reyna meira á varnaruppstillinguna okkar þar. Það verður samt líka gaman að sjá hvort við náum upp svona spili í þeim líka. Þær munu ekki vanmeta okkur. Þær vita að þær eru að koma í hörkuleik og að þetta verður barátta. Þær eru með gott lið og hafa sannað það á öllum stórmótum að þær geta unnið bestu lið í heimi, en ég tel okkur samt eiga séns ef við spilum okkar leik og gefum þeim alvöru slag,“ sagði Glódís. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Draumaupphaf Sveindísar | „Ekkert súr ef hann leyfir mér ekki að byrja“ „Ég átti bara að spila minn leik,“ sagði hin 19 ára gamla Sveindís Jane Jónsdóttir eftir fyrsta A-landsleik sinn í kvöld. Hún skoraði tvö mörk í 9-0 sigri á Lettlandi. 17. september 2020 21:14 Einkunnir Íslands: Dagný með þrennu í fyrri hálfleik og ungu Blikarnir frábærir Íslensku stelpurnar fengu góðar einkunnir eftir sigurinn stóra á Lettlandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM í kvöld. 17. september 2020 21:05 Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Sjá meira
„Við treystum þeim sem eru fyrir framan okkur fyrir þessu,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir sem átti afar náðugan dag í hjarta íslensku varnarinnar í 9-0 sigrinum gegn Lettlandi. Hún mun hafa í nógu að snúast gegn bronsliði Svía á þriðjudag. Ísland raðaði inn mörkum gegn botnliði Lettlands í undankeppni EM í kvöld, og fékk varla á sig skot í leiknum: „Ég er mjög ánægð með liðið. Við spiluðum flottan bolta – mörg markanna komu upp úr mjög flottu spili sem ég er bara ánægð með. Þetta er eitthvað sem hefur kannski vantað svolítið, og það var mjög gott að fá það í dag, sérstaklega eftir að hafa ekki verið búnar að hittast í níu mánuði,“ sagði Glódís, en var henni farið að leiðast fyrst svo óhemju lítið var að gera í vörninni í kvöld? Segi nú ekki að mér hafi leiðst „Ég segi nú ekki að mér hafi leiðst en boltinn var vissulega ekki mikið hjá okkur. En maður finnur sér annað að gera, eins og að skipuleggja þannig að þær fái ekki skyndisóknir og alls konar annað. En við treystum þeim sem eru fyrir framan okkur fyrir þessu.“ Glódís hefur spilað í toppbaráttunni í Svíþjóð síðustu ár og ætti að þekkja sænska landsliðið, sem Ísland mætir í toppslag á þriðjudaginn, afar vel: „Það er allt öðruvísi leikur. Við verðum líklega mikið minna með boltann í þeim leik, og það mun reyna meira á varnaruppstillinguna okkar þar. Það verður samt líka gaman að sjá hvort við náum upp svona spili í þeim líka. Þær munu ekki vanmeta okkur. Þær vita að þær eru að koma í hörkuleik og að þetta verður barátta. Þær eru með gott lið og hafa sannað það á öllum stórmótum að þær geta unnið bestu lið í heimi, en ég tel okkur samt eiga séns ef við spilum okkar leik og gefum þeim alvöru slag,“ sagði Glódís.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Draumaupphaf Sveindísar | „Ekkert súr ef hann leyfir mér ekki að byrja“ „Ég átti bara að spila minn leik,“ sagði hin 19 ára gamla Sveindís Jane Jónsdóttir eftir fyrsta A-landsleik sinn í kvöld. Hún skoraði tvö mörk í 9-0 sigri á Lettlandi. 17. september 2020 21:14 Einkunnir Íslands: Dagný með þrennu í fyrri hálfleik og ungu Blikarnir frábærir Íslensku stelpurnar fengu góðar einkunnir eftir sigurinn stóra á Lettlandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM í kvöld. 17. september 2020 21:05 Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Sjá meira
Draumaupphaf Sveindísar | „Ekkert súr ef hann leyfir mér ekki að byrja“ „Ég átti bara að spila minn leik,“ sagði hin 19 ára gamla Sveindís Jane Jónsdóttir eftir fyrsta A-landsleik sinn í kvöld. Hún skoraði tvö mörk í 9-0 sigri á Lettlandi. 17. september 2020 21:14
Einkunnir Íslands: Dagný með þrennu í fyrri hálfleik og ungu Blikarnir frábærir Íslensku stelpurnar fengu góðar einkunnir eftir sigurinn stóra á Lettlandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM í kvöld. 17. september 2020 21:05
Umfjöllun: Ísland - Lettland 9-0 | Markaregn í Laugardalnum Ísland rúllaði yfir Lettland, 9-0, á Laugardalsvelli í kvöld og er enn með fullt hús stiga í F-riðli undankeppni EM 2022. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. 17. september 2020 20:48