Mikill munur á borgarafundi Biden og Trump Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2020 07:57 Joe Biden á sviði í gær. AP/Carolyn Kaster Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, gagnrýndi Donald Trump, forseta, harðlega á borgarafundi á vegum CNN í gær. Hann sagði meðal annars að viðbrögð Trump við faraldri nýju kórónuveirunnar væru óábyrg og það að Trump hafi vísvitandi gert lítið úr alvarleika faraldursins vera „glæpsamlegt“. „Þú verður að segja bandaríska fólkinu sannleikann. Það hefur aldrei gerst að þau hafi ekki tekist á við áskorunum. Forsetinn ætti að stíga til hliðar,“ sagði Biden við fögnuð þeirra sem fundinn sátu og einkenndi það andrúmsloft fundinn. Borgarafundurinn, sem var haldinn nærri heimabæ Biden, var óhefðbundinn þar sem margir gestir sátu í bílum sínum fyrir framan sviðið. Hann var einnig tiltölulega rólegur og fékk Biden mun betri móttökur en Trump fékk á sínum borgarafundi fyrr í vikunni. Politico segir Biden hafi verið tekinn vettlingatökum á fundinum. Trump mætti kjósendum sem sögðust óákveðnir fyrr í vikunni. Á kosningafundi í gær kvartaði hann þó yfir því að gestir þeirra fundar hefðu verið mun strangari við hann en gestur fundar Biden. Biden sagðist líta á kosningabaráttuna sem baráttu á milli Scranton, heimabæjar hans, og Park Avenue í New York, þar sem Trump býr í New York. „Það eina sem Trump sér frá Park Avenue er Wall Street. Hann heldur að allt snúist um hlutabréfamarkaðinn,“ sagði Biden. Hann skaut á forsetann fyrir að hugsa eingöngu um hina auðugu íbúa Bandaríkjanna og gagnrýndi meðhöndlun hans á hagkerfi Bandaríkjanna. Kannanir hafa þó sýnt að Trump stendur betur að vígi en Biden í huga kjósenda, þegar kemur að efnahagi landsins. Biden virtist mikið í mun að lýsa ekki yfir stuðningi við „Græna samkomulagið“ svokallaða sem er tillaga frá framsæknum þingmönnum Demókrataflokksins og snýr að því að draga verulega úr mengun í Bandaríkjunum og hætta losun gróðurhúsalofttegunda árið fyrir árið 2030. „Ég er með mitt eigið samkomulag,“ sagði Biden. Hans tillaga er ekki jafn framsækin en snýst þó um að hætta losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2050. Þegar einn borgari lagði til að það væru sambærilegar tillögur sagði hann svo ekki vera. Seinna meir sagði Biden þó að honum þætti Græna samkomulagið ekki ganga of langt. Biden hefur verið mikið í mun um að koma fram sem miðjumaður og að sameina Bandaríkjamenn á nýjan leik. Hann hét því til að mynda að verða ekki forseti Demókrata heldur forseti Bandaríkjamanna. Biden varði einnig tíma í að gagnrýna William Barr, dómsmálaráðherra Trump, harðlega. Sérstaklega fyrir ummæli hans um að takmarkanir vegna faraldursins væru versta brot sem framið hefði verið á réttindum Bandaríkjamanna, að þrælahaldi undantöldu. Washington Post segir að borgarafundurinn hafi virst vera æfing Biden fyrir fyrstu kappræðurnar, sem munu fara fram þann 29. september. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14 Segist hafa gert lítið úr faraldrinum til að forðast „skelfingu“ Donald Trump Bandaríkjaforseti gekkst við því í gær að hann hefði vísvitandi gert lítið úr kórónuveirufaraldrinum þegar hann byrjaði að dreifa úr sér um Bandaríkin í vetur en að það hafi hann gert til að forðast að valda „skelfingu“ 10. september 2020 11:52 Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53 Biden mælist enn með töluvert forskot Útlit er fyrir að landsfundir Demókrata og Repúblikana hafi haft lítil áhrif á viðhorf kjósenda fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, er enn með talsvert forskot gegn Donald Trump, forseta. 3. september 2020 11:22 Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, gagnrýndi Donald Trump, forseta, harðlega á borgarafundi á vegum CNN í gær. Hann sagði meðal annars að viðbrögð Trump við faraldri nýju kórónuveirunnar væru óábyrg og það að Trump hafi vísvitandi gert lítið úr alvarleika faraldursins vera „glæpsamlegt“. „Þú verður að segja bandaríska fólkinu sannleikann. Það hefur aldrei gerst að þau hafi ekki tekist á við áskorunum. Forsetinn ætti að stíga til hliðar,“ sagði Biden við fögnuð þeirra sem fundinn sátu og einkenndi það andrúmsloft fundinn. Borgarafundurinn, sem var haldinn nærri heimabæ Biden, var óhefðbundinn þar sem margir gestir sátu í bílum sínum fyrir framan sviðið. Hann var einnig tiltölulega rólegur og fékk Biden mun betri móttökur en Trump fékk á sínum borgarafundi fyrr í vikunni. Politico segir Biden hafi verið tekinn vettlingatökum á fundinum. Trump mætti kjósendum sem sögðust óákveðnir fyrr í vikunni. Á kosningafundi í gær kvartaði hann þó yfir því að gestir þeirra fundar hefðu verið mun strangari við hann en gestur fundar Biden. Biden sagðist líta á kosningabaráttuna sem baráttu á milli Scranton, heimabæjar hans, og Park Avenue í New York, þar sem Trump býr í New York. „Það eina sem Trump sér frá Park Avenue er Wall Street. Hann heldur að allt snúist um hlutabréfamarkaðinn,“ sagði Biden. Hann skaut á forsetann fyrir að hugsa eingöngu um hina auðugu íbúa Bandaríkjanna og gagnrýndi meðhöndlun hans á hagkerfi Bandaríkjanna. Kannanir hafa þó sýnt að Trump stendur betur að vígi en Biden í huga kjósenda, þegar kemur að efnahagi landsins. Biden virtist mikið í mun að lýsa ekki yfir stuðningi við „Græna samkomulagið“ svokallaða sem er tillaga frá framsæknum þingmönnum Demókrataflokksins og snýr að því að draga verulega úr mengun í Bandaríkjunum og hætta losun gróðurhúsalofttegunda árið fyrir árið 2030. „Ég er með mitt eigið samkomulag,“ sagði Biden. Hans tillaga er ekki jafn framsækin en snýst þó um að hætta losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2050. Þegar einn borgari lagði til að það væru sambærilegar tillögur sagði hann svo ekki vera. Seinna meir sagði Biden þó að honum þætti Græna samkomulagið ekki ganga of langt. Biden hefur verið mikið í mun um að koma fram sem miðjumaður og að sameina Bandaríkjamenn á nýjan leik. Hann hét því til að mynda að verða ekki forseti Demókrata heldur forseti Bandaríkjamanna. Biden varði einnig tíma í að gagnrýna William Barr, dómsmálaráðherra Trump, harðlega. Sérstaklega fyrir ummæli hans um að takmarkanir vegna faraldursins væru versta brot sem framið hefði verið á réttindum Bandaríkjamanna, að þrælahaldi undantöldu. Washington Post segir að borgarafundurinn hafi virst vera æfing Biden fyrir fyrstu kappræðurnar, sem munu fara fram þann 29. september.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14 Segist hafa gert lítið úr faraldrinum til að forðast „skelfingu“ Donald Trump Bandaríkjaforseti gekkst við því í gær að hann hefði vísvitandi gert lítið úr kórónuveirufaraldrinum þegar hann byrjaði að dreifa úr sér um Bandaríkin í vetur en að það hafi hann gert til að forðast að valda „skelfingu“ 10. september 2020 11:52 Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53 Biden mælist enn með töluvert forskot Útlit er fyrir að landsfundir Demókrata og Repúblikana hafi haft lítil áhrif á viðhorf kjósenda fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, er enn með talsvert forskot gegn Donald Trump, forseta. 3. september 2020 11:22 Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. 16. september 2020 07:14
Segist hafa gert lítið úr faraldrinum til að forðast „skelfingu“ Donald Trump Bandaríkjaforseti gekkst við því í gær að hann hefði vísvitandi gert lítið úr kórónuveirufaraldrinum þegar hann byrjaði að dreifa úr sér um Bandaríkin í vetur en að það hafi hann gert til að forðast að valda „skelfingu“ 10. september 2020 11:52
Trump á í vök að verjast vegna meintra ummæla um fallna hermenn Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, er á meðal þeirra sem hafa deilt hart á Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna ummæla sem forsetinn á að hafa látið falla um að fallnir hermenn væru „minnipokamenn“ og „flón“. 4. september 2020 23:53
Biden mælist enn með töluvert forskot Útlit er fyrir að landsfundir Demókrata og Repúblikana hafi haft lítil áhrif á viðhorf kjósenda fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, er enn með talsvert forskot gegn Donald Trump, forseta. 3. september 2020 11:22
Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05