Þegar haustlaufin þyrlast upp inni og úti Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 18. september 2020 11:30 Það er auðvelt að leyfa haustlaufunum að þyrla upp kvíðastormi í huganum, sérsaklega þegar erfiðar fréttir af heimsfaraldri berast okkur nær daglega. Hugsanirnar æða um hugann á ógnarhraða, sífellt áhyggjur bætast í safnið stundum virðist eins og hugurinn ferðist svo hratt að maður vart nær andanum. Þetta er ekki eðlilegt ástand og býður heilanum ekki upp á að afkasta miklu öðru á sama tíma en bara því að hringsnúast með kvíðanum. Til þess að róa kvíðastorminn og bjóða laufunum og hugsunum að falla í mjúkan faðm haustsins er dásamlegt að hugleiða. Það getur hins vegar verið erfitt að byrja og margir þurfa aðstoð í byrjun. Sumir segja nefnilega að þeir verði aldrei eins kvíðnir eins og þegar þeir loka augunum og ætla að fara að róa hugann. Það er skiljanlegt og þess vegna eru óteljandi tæknilegar lausnir sem bjóða upp á aðsotð við þessi fyrstu skref. Með því að hugleiða í sýndarveruleika er huganum hjálpa með því að nota bæði sjón og heyrn til þess að finna huganum ró. Í sýndarveruleikahugbúnaði Flow er þér boðið í þitt eigið hugleiðslustúdíó í íslenskri náttúru og þú færð leidda hugleðislu, yndislega tónlist og hljóðin úr náttúrunni til þess að tengja þig við þann stað sem sumir vilja kalla núið. Þegar maður stendur hins vegar andstuttur með haustlaufin upp að öxlum innra sem ytra er erfitt að hugsa sér þennan stað, sérsaklega þegar ofur senaður jógi segir þér að vera bara aðeins meira í núinu. Stundum er það svona álíka fjarlægur runveruleiki eins og að ætla það að orðasambandið “róaðu þig aðeins” sé líklegt til þess að skila tilskildum árangri í brjáluðu rifrildi. Stundum þarf því að gera allskonar annað áður en maður getur byrjað hugleiða, eins og skrifa niður “to do” lista eða færa ábyrgð á einhvern sem maður treystir en það er bara mikilvægt að maður gleymi því ekki að byrja þegar það er komið. Það er nefnilega auðvelt að gleyma því þegar loksins er búin að ganga frá öllum verkefnum á sinn stað því þá eru maður svo örmagna að þú fresti því að byrja á hugleiðsunni. Það er samt einmitt það sem ekki má gera því þá er maður alveg jafn líklegur til þess að drukkna í laufunum sem fylgja næstu kvíðalægð eins og áður. Fyrsta skrefið er að byrja að hugleiða í stutta stund daglega, það þarf ekki að taka lengri tíma en fjórar mínútur. Það mun fyrr en varir veita þér þá færni að fylgjast með haustlaufunum þjóta hjá án þess að hafa nokkur áhrif á huga þinn. Höfundur er framkvæmdastjóri Flow. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Það er auðvelt að leyfa haustlaufunum að þyrla upp kvíðastormi í huganum, sérsaklega þegar erfiðar fréttir af heimsfaraldri berast okkur nær daglega. Hugsanirnar æða um hugann á ógnarhraða, sífellt áhyggjur bætast í safnið stundum virðist eins og hugurinn ferðist svo hratt að maður vart nær andanum. Þetta er ekki eðlilegt ástand og býður heilanum ekki upp á að afkasta miklu öðru á sama tíma en bara því að hringsnúast með kvíðanum. Til þess að róa kvíðastorminn og bjóða laufunum og hugsunum að falla í mjúkan faðm haustsins er dásamlegt að hugleiða. Það getur hins vegar verið erfitt að byrja og margir þurfa aðstoð í byrjun. Sumir segja nefnilega að þeir verði aldrei eins kvíðnir eins og þegar þeir loka augunum og ætla að fara að róa hugann. Það er skiljanlegt og þess vegna eru óteljandi tæknilegar lausnir sem bjóða upp á aðsotð við þessi fyrstu skref. Með því að hugleiða í sýndarveruleika er huganum hjálpa með því að nota bæði sjón og heyrn til þess að finna huganum ró. Í sýndarveruleikahugbúnaði Flow er þér boðið í þitt eigið hugleiðslustúdíó í íslenskri náttúru og þú færð leidda hugleðislu, yndislega tónlist og hljóðin úr náttúrunni til þess að tengja þig við þann stað sem sumir vilja kalla núið. Þegar maður stendur hins vegar andstuttur með haustlaufin upp að öxlum innra sem ytra er erfitt að hugsa sér þennan stað, sérsaklega þegar ofur senaður jógi segir þér að vera bara aðeins meira í núinu. Stundum er það svona álíka fjarlægur runveruleiki eins og að ætla það að orðasambandið “róaðu þig aðeins” sé líklegt til þess að skila tilskildum árangri í brjáluðu rifrildi. Stundum þarf því að gera allskonar annað áður en maður getur byrjað hugleiða, eins og skrifa niður “to do” lista eða færa ábyrgð á einhvern sem maður treystir en það er bara mikilvægt að maður gleymi því ekki að byrja þegar það er komið. Það er nefnilega auðvelt að gleyma því þegar loksins er búin að ganga frá öllum verkefnum á sinn stað því þá eru maður svo örmagna að þú fresti því að byrja á hugleiðsunni. Það er samt einmitt það sem ekki má gera því þá er maður alveg jafn líklegur til þess að drukkna í laufunum sem fylgja næstu kvíðalægð eins og áður. Fyrsta skrefið er að byrja að hugleiða í stutta stund daglega, það þarf ekki að taka lengri tíma en fjórar mínútur. Það mun fyrr en varir veita þér þá færni að fylgjast með haustlaufunum þjóta hjá án þess að hafa nokkur áhrif á huga þinn. Höfundur er framkvæmdastjóri Flow.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar