Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 28-24 | Valur lagði Fram í fyrsta stórleik tímabilsins Benedikt Grétarsson skrifar 18. september 2020 22:45 Valur - Fram, Olísdeild kvenna. Veturinn 2019-2020. Handbolti. Foto: Bára Dröfn Kristinsdóttir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Íslandsmeistarar síðustu fjögurra ára áttust við í Origo-höllinni að Hlíðarenda í fyrsta stórleik tímabilsins. Valur vann leikinn á endanum með fimm marka mun, lokatölur 28-24. Gríðarlegur hraði var í byrjun leiks og mörkin komu á færibandi. Eftir átta mínútna leik voru mörkin orðin níu talsins og markverðir liðanna nánast í hlutverki áhorfanda. Valur náði tveggja marka forystu í stöðunni 6-4 og hélt í sókn. Þá fór hins vegar varnarleikur Fram að virka betur og Katrín Ósk Magnúsdóttir fór að verja eftir slakan upphafskafla. Hægt og bítandi fóru Framarar að ná undirtökunum og eftir 7-3 kafla vora það gestirnir sem leiddu með tveimur mörkum. Fram reyndi mikið að keyra upp hraðann við öll tækifæri og fengu nokkur ódýr mörk með því herbragði. Fram hélt í sókn þegar um 30 sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik í stöðunni 10-11 en óskynsamleg ákvörðun varð til þess að Lovísa Thompson komst í lokaskot hálfleiksins þegar um ein sekúnda var eftir og auðvitað jafnaði landsliðskonan metin í 11-11. Heimakonur virtust hafa fengið betri orkudrykk í hálfleiknum, því að Valur var ekki lengi að ná fínum tökum á gestunum og leiknum. Leikmenn virkuðu í slæmum takti og ákvarðanir þeirra sóknarlega voru alls ekki góðar. Þessir þættir skiluðu Val þægilegu fimm marka forskoti þegar um níu mínútur voru til leiksloka og þá var björninn unninn. Frömurum til hrós, þá gafst liðið ekki upp og skoraði næstu þrjú mörk og hleypti örlítilli spennu í leikinn. Þá steig Saga Sif Gísladóttir upp í marki Vals, varði hraðuphlaup frá Steinunni Björnsdóttur og kláraði í raun dæmið fyrir Valskonur. Lokatölur, 28-24 og sanngjarn sigur Vals í höfn. Af hverju vann Valur leikinn? Vörn og markvarsla skilar sigrum í handbolta og það sannaðist í kvöld. Saga Sif stóð vaktina virkilega vel bak við sterka vörn Vals og gestirnir áttu engin svör þegar þær þurftu að spila gegn uppstilltri vörn heimakvenna. Hverjar stóðu upp úr? Saga Sif Gísladóttir var mjög sterk í marki Vals með 15 skot varin í tæplega 40% markvörslu. Hulda Dís Þrastardóttir stóð góða vörn en reyndar léku nánast allar Valskonur vel varnarlega. Lovísa gerði sín mistök sóknarlega en skilaði engu að síður góðri vinnu þar. Þórey Anna gerði slíkt hið sama og Ásdís Þóra Ágústsdóttir skoraði mikilvæg mörk. Katrí Ósk varði ágætlega í fyrri hálfleik en var ósýnileg í senni hálfleik fyrir Fram. Karólína Bæhrenz nýtti færin sín vel en annars var liðið í heild, ekki alveg í takti við eitt né neitt í seinni hálfleiknum. Hvað gekk illa? Skyttur Fram vilja gleyma þessum leik sem fyrst. Það er ekki nógu gott að tvær landsliðskonur skili skotnýtingunni 9/27 en þar er verið að tala um Hildi Þorgeirsdóttur (3/10) og Ragnheiði Júlíusdóttur (6/17). Hvað gerist næst? Fram fær Hauka í Safamýrina en Valskonur skella sér í bátsferð til Vestmannaeyja til að mæta ÍBV. Saga Sif lék með Haukum á síðustu leiktíð.Vísir/Vilhelm Saga Sif: Ég ver ekki mikið með enga vörn Þetta var klárlega sanngjarn sigur í dag, sannkallaður liðssigur,“ sagði sigurreif Saga Sif Gísladóttir eftir góðan 28-24 sigur Vals gegn Fram í annarri umferð Olísdeildar kvenna í handbolta. Saga lék virkilega vel í marki Vals en var hógvær eftir leikinn. „Vörnin var frábær í dag en ég ver auðvitað ekkert voðalega mikið ef það er engin vörn fyrir framan mig“, sagði Saga brosandi og bætti við „Varnarleikurinn hjá stelpunum var gjörsamlega geggjaður og þetta er bara samvinna milli mín og þeirra. Markvörðurinn öflugi varði gríðarlega mikilvægt hraðupphlaup undir lok leiksins þegar Fram hefði getað skorað fjórða markið í röð og minnkað muninn í eitt mark. Var komið stress í Sögu þegar forystan var að hverfa hægt og bítandi? „Ég var eiginlega aldrei hrædd um að við værum að fara að missa þetta. Það var bara mikill karakter í liðinu allan tímann og við vinnum þennan leik, eins og ég sagði áðan, á góðri og sterkri liðsheild.“ Saga Sif skipti yfir í Val frá Haukum fyrir tímabilið og sér ekki eftir þeim vistaskiptum. „Við erum þó nokkrar sem erum nýjar í Val en þetta er bara frábært umhverfi og frábær umgjörð til að spila handbolta við. Það var tekið ótrúlega vel á móti mér og við höfum, þrátt fyrir Covid, æft mjög vel og ég vona að það sjáist á vellinum,“ sagði Saga Sif að lokum. Steinunn Björnsdóttirvísir/valli Steinunn: Eigum ansi mikið inni Steinunn Björnsdóttir var ekki að ná, frekar en aðrir leikmenn Fram að koma böndum á Valskonur í vörninni í kvöld. „Það er alltof mikið bil á milli okkar varnarlega og sóknarlega erum við að taka margar slæmar ákvarðanir og flýta okkur of mikið. Þetta var samt örugglega skemmtilegur leikur að horfa á úr stúkunni, mikið af tækni- og skotfeilum,“ sagði varnarjaxlinn og bætti við. „Fyrri hálfleikur var frábær af okkar hálfu og bara svekkjandi að vera ekki tveimur mörkum yfir að honum loknum. Svo fór þetta bara að molna hjá okkur í seinni hálfleik og við missum svolítið dampinn.“ Steinunn komst í hraðaupphlaup þegar skammt var eftir en Saga Sif Gísladóttir varði frábærlega frá henna og nánast lokaði leiknum fyrir Val. „Ég hefði náttúrulega getað minnkað þetta niður í eitt mark undir lokin en Saga var bara frábær í markinu hjá þeim og fór oft illa með okkur. Við erum ekkert að hengja haus yfir þessu, það er bara September og við eigum mikið inni.“ Ágúst Þór Jóhannsson.Vísir/stefán Ágúst: Það er bara sjóleiðis Ágúst Þór Jóhannsson var himinlifandi með sigurinn gegn Fram og sammála blaðamanni að sigurinn hefði verið sanngjarn. „Mér fannst við hafa frumkvæðið mest allan leikinn. Við byrjuðum leikinn mjög sterkt og lékum þéttan og góðan varnarleik. Við erum að gera reyndar 2-3 tæknimistök varnarlega í fyrri hálfleik sem ég var ekki nægilega ánægður með en við þéttum raðirnar í seinni hálfleik. Mér fannst þetta þetta á köflum bara frábær handboltaleikur.“ Hver var lykillinn að sigrinum? „Vörnin var frábær og að ná að halda Ragnheiði Júlísdóttur niðri skipti miklu máli fyrir okkur en hún er frábær skytta. Á móti liði eins og Fram þarftu að eiga toppleik og við hittum eiginlega á þannig leik í dag. Það var mikið framlag hjá öllum leikmönnum og ég er gríðarlega ánægður með liðsheildina og vinnusemina í stelpunum.“ Það hlýtur að gleðja skipstjórann að fleiri taka þátt í að sigla skipinu í höfn? „Það er gríðarlega mikilvægt og við erum alltaf að reyna að auka breiddina í okkar liði. Yngri stelpur fá mínútur hér og þar í leikjunum og það á eftir að reynast mikilvægt þegar líður á tímabilið.“ Það vakti athygli blaðamanns að þegar Hulda Dís Þrastardóttir skoraði 27.mark Vals og gulltryggði sigurinn, grýtti Ágúst þjálfara-töflunni í gólfið með tilþrifum. Hvað gekk eiginlega á? „Ég var bara sáttur, það var bara sjóleiðis,“ sagði Gústi léttur að lokum. Stefán Arnarson, þjálfari Fram.VÍSIR/HAG Stefán: Valur betri á flestum sviðum „Mér fannst við spila vel í fyrri hálfleik en það var algjör óþarfi að láta þær jafna leikinn undir lok fyrri hálfleiks. Svo klúðrum við tveimur vítum í fyrri hálfleik og það er bara dýrt í svona leik. Við vorum ekki að finna okkur varnarlega í seinni hálfleik og fáum á okkur 17 mörk sem er eiginlega ekki boðlegt fyrir gott lið eins og Fram á að vera,“ sagði Stefán Arnarson eftir leik. Stefán sá margt sem ekki var að ganga hjá hans liði. „Um leið og við lentum undir, þá fórum við að stytta sóknirnar niður í 10-15 sekúndur og Valur bara refsaði okkur fyrir það. Valskonur voru bara betri á flestum sviðum handboltans í dag.“ „Okkur vantaði aga og við verðum að lengja sóknirnar okkar. Skotin okkar voru sömuleiðis ekki að koma á góðum tímum. Katrín stóð sig vel í markinu í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik voru bæði vörn og markvarsla undir pari og þá verður þetta erfitt á móti jafn góðu og skipulögðu liði og Valur er.“ Mótið er skammt á veg komið og Fram á líklega eftir að fá marga sterka leikmenn inn í hópinn á komandi mánuðum. „Ég sagði fyrir leikinn að Valur lítur mun betur út en við akkúrat í dag en ég vona að við verðum sprækari þegar vorið kemur,“ sagði Stefán Arnarson. Olís-deild kvenna Valur Fram Handbolti Íslenski handboltinn
Íslandsmeistarar síðustu fjögurra ára áttust við í Origo-höllinni að Hlíðarenda í fyrsta stórleik tímabilsins. Valur vann leikinn á endanum með fimm marka mun, lokatölur 28-24. Gríðarlegur hraði var í byrjun leiks og mörkin komu á færibandi. Eftir átta mínútna leik voru mörkin orðin níu talsins og markverðir liðanna nánast í hlutverki áhorfanda. Valur náði tveggja marka forystu í stöðunni 6-4 og hélt í sókn. Þá fór hins vegar varnarleikur Fram að virka betur og Katrín Ósk Magnúsdóttir fór að verja eftir slakan upphafskafla. Hægt og bítandi fóru Framarar að ná undirtökunum og eftir 7-3 kafla vora það gestirnir sem leiddu með tveimur mörkum. Fram reyndi mikið að keyra upp hraðann við öll tækifæri og fengu nokkur ódýr mörk með því herbragði. Fram hélt í sókn þegar um 30 sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik í stöðunni 10-11 en óskynsamleg ákvörðun varð til þess að Lovísa Thompson komst í lokaskot hálfleiksins þegar um ein sekúnda var eftir og auðvitað jafnaði landsliðskonan metin í 11-11. Heimakonur virtust hafa fengið betri orkudrykk í hálfleiknum, því að Valur var ekki lengi að ná fínum tökum á gestunum og leiknum. Leikmenn virkuðu í slæmum takti og ákvarðanir þeirra sóknarlega voru alls ekki góðar. Þessir þættir skiluðu Val þægilegu fimm marka forskoti þegar um níu mínútur voru til leiksloka og þá var björninn unninn. Frömurum til hrós, þá gafst liðið ekki upp og skoraði næstu þrjú mörk og hleypti örlítilli spennu í leikinn. Þá steig Saga Sif Gísladóttir upp í marki Vals, varði hraðuphlaup frá Steinunni Björnsdóttur og kláraði í raun dæmið fyrir Valskonur. Lokatölur, 28-24 og sanngjarn sigur Vals í höfn. Af hverju vann Valur leikinn? Vörn og markvarsla skilar sigrum í handbolta og það sannaðist í kvöld. Saga Sif stóð vaktina virkilega vel bak við sterka vörn Vals og gestirnir áttu engin svör þegar þær þurftu að spila gegn uppstilltri vörn heimakvenna. Hverjar stóðu upp úr? Saga Sif Gísladóttir var mjög sterk í marki Vals með 15 skot varin í tæplega 40% markvörslu. Hulda Dís Þrastardóttir stóð góða vörn en reyndar léku nánast allar Valskonur vel varnarlega. Lovísa gerði sín mistök sóknarlega en skilaði engu að síður góðri vinnu þar. Þórey Anna gerði slíkt hið sama og Ásdís Þóra Ágústsdóttir skoraði mikilvæg mörk. Katrí Ósk varði ágætlega í fyrri hálfleik en var ósýnileg í senni hálfleik fyrir Fram. Karólína Bæhrenz nýtti færin sín vel en annars var liðið í heild, ekki alveg í takti við eitt né neitt í seinni hálfleiknum. Hvað gekk illa? Skyttur Fram vilja gleyma þessum leik sem fyrst. Það er ekki nógu gott að tvær landsliðskonur skili skotnýtingunni 9/27 en þar er verið að tala um Hildi Þorgeirsdóttur (3/10) og Ragnheiði Júlíusdóttur (6/17). Hvað gerist næst? Fram fær Hauka í Safamýrina en Valskonur skella sér í bátsferð til Vestmannaeyja til að mæta ÍBV. Saga Sif lék með Haukum á síðustu leiktíð.Vísir/Vilhelm Saga Sif: Ég ver ekki mikið með enga vörn Þetta var klárlega sanngjarn sigur í dag, sannkallaður liðssigur,“ sagði sigurreif Saga Sif Gísladóttir eftir góðan 28-24 sigur Vals gegn Fram í annarri umferð Olísdeildar kvenna í handbolta. Saga lék virkilega vel í marki Vals en var hógvær eftir leikinn. „Vörnin var frábær í dag en ég ver auðvitað ekkert voðalega mikið ef það er engin vörn fyrir framan mig“, sagði Saga brosandi og bætti við „Varnarleikurinn hjá stelpunum var gjörsamlega geggjaður og þetta er bara samvinna milli mín og þeirra. Markvörðurinn öflugi varði gríðarlega mikilvægt hraðupphlaup undir lok leiksins þegar Fram hefði getað skorað fjórða markið í röð og minnkað muninn í eitt mark. Var komið stress í Sögu þegar forystan var að hverfa hægt og bítandi? „Ég var eiginlega aldrei hrædd um að við værum að fara að missa þetta. Það var bara mikill karakter í liðinu allan tímann og við vinnum þennan leik, eins og ég sagði áðan, á góðri og sterkri liðsheild.“ Saga Sif skipti yfir í Val frá Haukum fyrir tímabilið og sér ekki eftir þeim vistaskiptum. „Við erum þó nokkrar sem erum nýjar í Val en þetta er bara frábært umhverfi og frábær umgjörð til að spila handbolta við. Það var tekið ótrúlega vel á móti mér og við höfum, þrátt fyrir Covid, æft mjög vel og ég vona að það sjáist á vellinum,“ sagði Saga Sif að lokum. Steinunn Björnsdóttirvísir/valli Steinunn: Eigum ansi mikið inni Steinunn Björnsdóttir var ekki að ná, frekar en aðrir leikmenn Fram að koma böndum á Valskonur í vörninni í kvöld. „Það er alltof mikið bil á milli okkar varnarlega og sóknarlega erum við að taka margar slæmar ákvarðanir og flýta okkur of mikið. Þetta var samt örugglega skemmtilegur leikur að horfa á úr stúkunni, mikið af tækni- og skotfeilum,“ sagði varnarjaxlinn og bætti við. „Fyrri hálfleikur var frábær af okkar hálfu og bara svekkjandi að vera ekki tveimur mörkum yfir að honum loknum. Svo fór þetta bara að molna hjá okkur í seinni hálfleik og við missum svolítið dampinn.“ Steinunn komst í hraðaupphlaup þegar skammt var eftir en Saga Sif Gísladóttir varði frábærlega frá henna og nánast lokaði leiknum fyrir Val. „Ég hefði náttúrulega getað minnkað þetta niður í eitt mark undir lokin en Saga var bara frábær í markinu hjá þeim og fór oft illa með okkur. Við erum ekkert að hengja haus yfir þessu, það er bara September og við eigum mikið inni.“ Ágúst Þór Jóhannsson.Vísir/stefán Ágúst: Það er bara sjóleiðis Ágúst Þór Jóhannsson var himinlifandi með sigurinn gegn Fram og sammála blaðamanni að sigurinn hefði verið sanngjarn. „Mér fannst við hafa frumkvæðið mest allan leikinn. Við byrjuðum leikinn mjög sterkt og lékum þéttan og góðan varnarleik. Við erum að gera reyndar 2-3 tæknimistök varnarlega í fyrri hálfleik sem ég var ekki nægilega ánægður með en við þéttum raðirnar í seinni hálfleik. Mér fannst þetta þetta á köflum bara frábær handboltaleikur.“ Hver var lykillinn að sigrinum? „Vörnin var frábær og að ná að halda Ragnheiði Júlísdóttur niðri skipti miklu máli fyrir okkur en hún er frábær skytta. Á móti liði eins og Fram þarftu að eiga toppleik og við hittum eiginlega á þannig leik í dag. Það var mikið framlag hjá öllum leikmönnum og ég er gríðarlega ánægður með liðsheildina og vinnusemina í stelpunum.“ Það hlýtur að gleðja skipstjórann að fleiri taka þátt í að sigla skipinu í höfn? „Það er gríðarlega mikilvægt og við erum alltaf að reyna að auka breiddina í okkar liði. Yngri stelpur fá mínútur hér og þar í leikjunum og það á eftir að reynast mikilvægt þegar líður á tímabilið.“ Það vakti athygli blaðamanns að þegar Hulda Dís Þrastardóttir skoraði 27.mark Vals og gulltryggði sigurinn, grýtti Ágúst þjálfara-töflunni í gólfið með tilþrifum. Hvað gekk eiginlega á? „Ég var bara sáttur, það var bara sjóleiðis,“ sagði Gústi léttur að lokum. Stefán Arnarson, þjálfari Fram.VÍSIR/HAG Stefán: Valur betri á flestum sviðum „Mér fannst við spila vel í fyrri hálfleik en það var algjör óþarfi að láta þær jafna leikinn undir lok fyrri hálfleiks. Svo klúðrum við tveimur vítum í fyrri hálfleik og það er bara dýrt í svona leik. Við vorum ekki að finna okkur varnarlega í seinni hálfleik og fáum á okkur 17 mörk sem er eiginlega ekki boðlegt fyrir gott lið eins og Fram á að vera,“ sagði Stefán Arnarson eftir leik. Stefán sá margt sem ekki var að ganga hjá hans liði. „Um leið og við lentum undir, þá fórum við að stytta sóknirnar niður í 10-15 sekúndur og Valur bara refsaði okkur fyrir það. Valskonur voru bara betri á flestum sviðum handboltans í dag.“ „Okkur vantaði aga og við verðum að lengja sóknirnar okkar. Skotin okkar voru sömuleiðis ekki að koma á góðum tímum. Katrín stóð sig vel í markinu í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik voru bæði vörn og markvarsla undir pari og þá verður þetta erfitt á móti jafn góðu og skipulögðu liði og Valur er.“ Mótið er skammt á veg komið og Fram á líklega eftir að fá marga sterka leikmenn inn í hópinn á komandi mánuðum. „Ég sagði fyrir leikinn að Valur lítur mun betur út en við akkúrat í dag en ég vona að við verðum sprækari þegar vorið kemur,“ sagði Stefán Arnarson.