Æskilegra að að leysa mál með samkomulagi en fyrir dómi Drífa Snædal skrifar 18. september 2020 15:30 Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að það gustaði hressilega í þessari viku þegar sjónarmið tókust á um hvort undirrita ætti sameiginlega yfirlýsingu með Icelandair og Samtökum atvinnulífsins þar sem kom fram viðurkenning á að framganga þeirra gagnvart flugfreyjum í sumar hafi ekki verið samkvæmt reglum vinnumarkaðarins. Ég tel slíka viðurkenningu mikilvæga, ekki eingöngu fyrir Flugfreyjufélag Íslands, heldur fyrir allt launafólk á Íslandi í dag og til framtíðar. Ég gekk til samkomulagsins í umboði miðstjórnar ASÍ en að undangenginni ítarlegri umræðu. Í henni var mikill meirihluti hlynntur því að fá þessa viðurkenningu fram í gegnum samkomulag fremur en að láta reyna á mál fyrir dómstólum, enda stýrum við atburðarás í samningum frekar en fyrir dómi. Önnur mál féllu í skuggann af þessu máli en það ber líka að minna á að kjaratölfræðinefnd skilaði sinni fyrstu skýrslu um samningalotuna 2019-2020, árangur samningana, umgjörð þeirra og launaþróun. Það er mikið fagnaðarefni að loksins skuli vera tekin saman gögn sem nýtast vel til að meta árangur samninga og geta verið grundvöllur í kjarasamningsviðræðum. Upplýsingarnar eru líka gagnlegar fyrir fólk sem kemur nýtt að málum og er að fóta sig í frumskógi lögmála vinnumarkaðarins. Ég hvet áhugasama að kynna sér skýrsluna á ktn.is. Auk hefðbundins miðstjórnarfundar í vikunni var boðað til aukafundar vegna Icelandair málsins. Á miðvikudagskvöld naut ég þess svo að vera gestur á fundi Einingar-Iðju á Akureyri þar sem farið var yfir samningana og forsendur þeirra og spjallað um það sem brennur á félagsmönnum. Því miður þarf að færa fundi nú umvörpum í netheima sem er alltaf verra, sérstaklega þegar þarf að ræða stór mál. Förum vel með okkur á viðsjárverðum tímum og gætum að sóttvörnum! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að það gustaði hressilega í þessari viku þegar sjónarmið tókust á um hvort undirrita ætti sameiginlega yfirlýsingu með Icelandair og Samtökum atvinnulífsins þar sem kom fram viðurkenning á að framganga þeirra gagnvart flugfreyjum í sumar hafi ekki verið samkvæmt reglum vinnumarkaðarins. Ég tel slíka viðurkenningu mikilvæga, ekki eingöngu fyrir Flugfreyjufélag Íslands, heldur fyrir allt launafólk á Íslandi í dag og til framtíðar. Ég gekk til samkomulagsins í umboði miðstjórnar ASÍ en að undangenginni ítarlegri umræðu. Í henni var mikill meirihluti hlynntur því að fá þessa viðurkenningu fram í gegnum samkomulag fremur en að láta reyna á mál fyrir dómstólum, enda stýrum við atburðarás í samningum frekar en fyrir dómi. Önnur mál féllu í skuggann af þessu máli en það ber líka að minna á að kjaratölfræðinefnd skilaði sinni fyrstu skýrslu um samningalotuna 2019-2020, árangur samningana, umgjörð þeirra og launaþróun. Það er mikið fagnaðarefni að loksins skuli vera tekin saman gögn sem nýtast vel til að meta árangur samninga og geta verið grundvöllur í kjarasamningsviðræðum. Upplýsingarnar eru líka gagnlegar fyrir fólk sem kemur nýtt að málum og er að fóta sig í frumskógi lögmála vinnumarkaðarins. Ég hvet áhugasama að kynna sér skýrsluna á ktn.is. Auk hefðbundins miðstjórnarfundar í vikunni var boðað til aukafundar vegna Icelandair málsins. Á miðvikudagskvöld naut ég þess svo að vera gestur á fundi Einingar-Iðju á Akureyri þar sem farið var yfir samningana og forsendur þeirra og spjallað um það sem brennur á félagsmönnum. Því miður þarf að færa fundi nú umvörpum í netheima sem er alltaf verra, sérstaklega þegar þarf að ræða stór mál. Förum vel með okkur á viðsjárverðum tímum og gætum að sóttvörnum! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar