Valur með talsvert meira fjármagn en við Andri Már Eggertsson skrifar 18. september 2020 19:45 Kristinn Björgólfsson, þjálfari ÍR, telur fjármagn Vals spila inn í. Vísir/ÍR Valur pakkaði ÍR saman í 2. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Ljóst var að róðurinn yrði þungur fyrir Breiðhyltinga en 19 marka sigur Vals var ekki eitthvað sem sérfræðingarnir sáu fyrir. Lokatölur 43-24 og ljóst að ÍR á langan vetur framundan. „Valur voru frábæir á öllum sviðum í dag. Það sem ég lagði upp með fyrir leikinn var að við myndum koma boltanum á markið og skila okkur til baka en við komum boltanum bara á markið,” sagði Kristinn og bætti við að þeir klukkuðu aldrei Valsmenn heldur. Það sást strax á upphafs mínútum leiksins að mikill getu munur er á liðunum sem skilaði 43 mörkum frá Val í 19 marka sigri. „Það er valinn maður í hverri stöðu í Vals liðinu og reikna ég með að fjárhagurinn hjá Val sé 15 falt stærri en hjá okkur í ÍR sem hlýtur að vera munurinn á liðunum.” ÍR voru sjálfum sér verstir þar sem þeir gáfur Val alltof oft auðveld mörk úr hraðahlaupum þar sem þeir töpuðu margsinnis boltanum auðveldlega. „Þetta voru alltof margir tæknifeilar og ef þú gerir þetta á móti Val þá fer þetta svona. Valsmenn voru frábærir þeir skora líklega um 20 mörk úr hraðahlaupum sem bara frábær lið gera þótt við hefðum oft misst boltann,” sagði Kristinn sem hrósaði Val fyrir að taka verkefninu alvarlega. Þó það séu bara tvær umferðir búnar hjá ÍR þá er ekki mikil ástæða fyrir bjartsýni um að liðið haldi sér uppi og er mikil hætta á að róðurinn verði ansi þungur þegar líða fer á mótið. „Ég hef ekki áhyggjur af því að róðurinn sé orðinn þungur fyrir okkur við erum búnir með tvo leiki á móti tveimur af efstu fjórum liðunum landsins, þó við höfum tapað með sjö og nítján mörkum þá skiptir það litlu máli því það er nýr dagur á morgunn og leikur í næstu viku,” sagði Kristinn og talaði um að liðið getur tekið stig á móti mörgum liðum en þó ekki með svona leik því frammistaðan var enginn. Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla ÍR Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - ÍR 43-24 | Valur kjöldró ÍR að Hlíðarenda Breiðhyltingar vilja eflaust gleyma ferð sinni á Hlíðarenda í kvöld. Þeir ætluðu að sýna Völsurum hvar Davíð keypti ölið en það gekk einfaldlega ekki upp. Valur vann 19 marka sigur og ljóst að ÍR-ingar verða í miklum vandræðum í vetur. 18. september 2020 18:55 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira
Valur pakkaði ÍR saman í 2. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Ljóst var að róðurinn yrði þungur fyrir Breiðhyltinga en 19 marka sigur Vals var ekki eitthvað sem sérfræðingarnir sáu fyrir. Lokatölur 43-24 og ljóst að ÍR á langan vetur framundan. „Valur voru frábæir á öllum sviðum í dag. Það sem ég lagði upp með fyrir leikinn var að við myndum koma boltanum á markið og skila okkur til baka en við komum boltanum bara á markið,” sagði Kristinn og bætti við að þeir klukkuðu aldrei Valsmenn heldur. Það sást strax á upphafs mínútum leiksins að mikill getu munur er á liðunum sem skilaði 43 mörkum frá Val í 19 marka sigri. „Það er valinn maður í hverri stöðu í Vals liðinu og reikna ég með að fjárhagurinn hjá Val sé 15 falt stærri en hjá okkur í ÍR sem hlýtur að vera munurinn á liðunum.” ÍR voru sjálfum sér verstir þar sem þeir gáfur Val alltof oft auðveld mörk úr hraðahlaupum þar sem þeir töpuðu margsinnis boltanum auðveldlega. „Þetta voru alltof margir tæknifeilar og ef þú gerir þetta á móti Val þá fer þetta svona. Valsmenn voru frábærir þeir skora líklega um 20 mörk úr hraðahlaupum sem bara frábær lið gera þótt við hefðum oft misst boltann,” sagði Kristinn sem hrósaði Val fyrir að taka verkefninu alvarlega. Þó það séu bara tvær umferðir búnar hjá ÍR þá er ekki mikil ástæða fyrir bjartsýni um að liðið haldi sér uppi og er mikil hætta á að róðurinn verði ansi þungur þegar líða fer á mótið. „Ég hef ekki áhyggjur af því að róðurinn sé orðinn þungur fyrir okkur við erum búnir með tvo leiki á móti tveimur af efstu fjórum liðunum landsins, þó við höfum tapað með sjö og nítján mörkum þá skiptir það litlu máli því það er nýr dagur á morgunn og leikur í næstu viku,” sagði Kristinn og talaði um að liðið getur tekið stig á móti mörgum liðum en þó ekki með svona leik því frammistaðan var enginn.
Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla ÍR Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - ÍR 43-24 | Valur kjöldró ÍR að Hlíðarenda Breiðhyltingar vilja eflaust gleyma ferð sinni á Hlíðarenda í kvöld. Þeir ætluðu að sýna Völsurum hvar Davíð keypti ölið en það gekk einfaldlega ekki upp. Valur vann 19 marka sigur og ljóst að ÍR-ingar verða í miklum vandræðum í vetur. 18. september 2020 18:55 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira
Leik lokið: Valur - ÍR 43-24 | Valur kjöldró ÍR að Hlíðarenda Breiðhyltingar vilja eflaust gleyma ferð sinni á Hlíðarenda í kvöld. Þeir ætluðu að sýna Völsurum hvar Davíð keypti ölið en það gekk einfaldlega ekki upp. Valur vann 19 marka sigur og ljóst að ÍR-ingar verða í miklum vandræðum í vetur. 18. september 2020 18:55