500 þúsund króna sekt fyrir að óhlýðnast lögreglu um rýmingu vegna snjóflóðahættu Birgir Olgeirsson skrifar 19. september 2020 10:21 Snjóflóðavarnagarðurinn á Flateyri. Þeir sem óhlýðnast lögreglu um rýmingu húseigna vegna hættu af snjóflóðum eða skriðuföllum munu eiga yfir höfði sér allt að fimm hundruð þúsund króna sekt verði nýtt frumvarp umhverfis- og auðlindaaráðherra að lögum. Frumvarpið varðar breytingar á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Verði frumvarpið að veruleika þá verður eigendum húsaeigna sem keyptar hafa verið upp eða teknar eignarnámi óheimilt að dvelja í eða heimila öðrum dvöl í húseigninni þegar dvölin er í ósamræmi við hættumat eða utan heimils nýtingartíma samkvæmt þinglýstri kvöð. Þá skal hlýða fyrirmælum lögreglu um rýmingu húseigna án tafar. Brotin munu varða refsingu hvort sem þau eru framin af ásetningi eða gáleysi. Tilraun til brota eða hlutdeild í brotum er refsiverð samkvæmt þriðja kafla almennra hegningarlaga. Frumvarpið er tilkomið eftir ábendingar frá Veðurstofu Íslands, ofanflóðanefnd, sveitarfélögum, lögregluembættum og umboðsmanni Alþingis. Í greinargerð frumvarpsins er tekið fram að aukin áhersla hafi verið lögð á varnir gegn ofanflóðum eftir fárviðri sem gekk yfir landið í árslok 2019 og snjóflóð á Vestfjörðum í ársbyrjun 2020. Við snjóflóðið sem varð á Flateyri í upphafi ársins 2020 stóðu varnir en hluti flóðsins fór þó yfir varnarvirki og varð mannbjörg í húsi sem varð fyrir flóði. Í Súgandafirði féll flóð gegnt Suðureyri og hratt af stað öflugri flóðbylgju sem skall á Suðureyri. Mikið eignatjón varð á Flateyri. „Atburðir minna okkur því reglulega á þessa vá og sýna fram á að mikilvægt er að lög og reglugerðir um varnir gegn ofanflóðum, stefnumótun og áhættumat á hverjum stað þurfa að vera í reglulegri endurskoðun þannig að draga megi úr líkum á tjóni þegar ofanflóð eiga sér stað,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Almannavarnir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Þeir sem óhlýðnast lögreglu um rýmingu húseigna vegna hættu af snjóflóðum eða skriðuföllum munu eiga yfir höfði sér allt að fimm hundruð þúsund króna sekt verði nýtt frumvarp umhverfis- og auðlindaaráðherra að lögum. Frumvarpið varðar breytingar á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Verði frumvarpið að veruleika þá verður eigendum húsaeigna sem keyptar hafa verið upp eða teknar eignarnámi óheimilt að dvelja í eða heimila öðrum dvöl í húseigninni þegar dvölin er í ósamræmi við hættumat eða utan heimils nýtingartíma samkvæmt þinglýstri kvöð. Þá skal hlýða fyrirmælum lögreglu um rýmingu húseigna án tafar. Brotin munu varða refsingu hvort sem þau eru framin af ásetningi eða gáleysi. Tilraun til brota eða hlutdeild í brotum er refsiverð samkvæmt þriðja kafla almennra hegningarlaga. Frumvarpið er tilkomið eftir ábendingar frá Veðurstofu Íslands, ofanflóðanefnd, sveitarfélögum, lögregluembættum og umboðsmanni Alþingis. Í greinargerð frumvarpsins er tekið fram að aukin áhersla hafi verið lögð á varnir gegn ofanflóðum eftir fárviðri sem gekk yfir landið í árslok 2019 og snjóflóð á Vestfjörðum í ársbyrjun 2020. Við snjóflóðið sem varð á Flateyri í upphafi ársins 2020 stóðu varnir en hluti flóðsins fór þó yfir varnarvirki og varð mannbjörg í húsi sem varð fyrir flóði. Í Súgandafirði féll flóð gegnt Suðureyri og hratt af stað öflugri flóðbylgju sem skall á Suðureyri. Mikið eignatjón varð á Flateyri. „Atburðir minna okkur því reglulega á þessa vá og sýna fram á að mikilvægt er að lög og reglugerðir um varnir gegn ofanflóðum, stefnumótun og áhættumat á hverjum stað þurfa að vera í reglulegri endurskoðun þannig að draga megi úr líkum á tjóni þegar ofanflóð eiga sér stað,“ segir í greinargerð frumvarpsins.
Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Almannavarnir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira