Starfsmaður BrewDog smitaðist hugsanlega af viðskiptavini Sylvía Hall skrifar 19. september 2020 17:43 BrewDog er á horni Frakkastígs og Hverfisgötu. Vísir/Birgir Starfsmaður á veitingastaðnum BrewDog í miðbæ Reykjavíkur hefur greinst með kórónuveiruna. Á fimmtudag höfðu forsvarsmenn veitingastaðarins fengið upplýsingar frá smitrakningateyminu að að hugsanlega hefði smitaður einstaklingur komið á staðinn fyrir rúmri viku síðan. Greint er frá þessu á Facebook-síðu BrewDog. Eftir símtal frá smitrakningateymi hafi allt starfsfólk verið sent í skimun í gær og var aðeins einn starfsmaður smitaður líkt og áður sagði. Starfsmaðurinn sem smitaðist var á vakt bæði föstudag og laugardag síðustu helgi. Hann hefur ekki komið aftur inn á staðinn síðan en grunur leikur á um að hann hafi smitast af gesti þegar hann var við störf. Þeir sem heimsóttu staðinn dagana 11. og 12. september eru hvattir til þess að fara í skimun. „Í kjölfar þeirrar vitneskju var unnið þétt með smitrakningateyminu og höfum við fengið hrós frá þeim fyrir góða samvinnu. Allir starfsmenn voru sendir í skimun ásamt þeim viðskiptavinum sem smitrakningateymið hafði samband við,“ segir í tilkynningu BrewDog. Stór hluti smita tengjast skemmtistöðum Um þriðjungur þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Öllum skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lokað tímabundið í fjóra daga, frá því í gær fram til mánudagsins 21. september. Fyrr í vikunni var greint frá því að nokkur fjöldi smita hafði komið upp hjá viðskiptavinum Irishman Pub í miðbæ Reykjavíkur. Almannavarnir sendu frá sér tilkynningu þar sem gestir staðarins síðasta föstudag voru beðnir um að fara í skimun vegna veirunnar. Snertifletir virtust bera með sér smit, þó svo að gætt væri að sóttvörnum með reglubundnum hætti. „Þetta eru ekki staðir þar sem fólk er í troðningi heldur situr það á sínum bás og drekkur sinn bjór í rólegheitum, en er síðan smitað. Þess vegna eru það þessir sameiginlegu snertifletir sem er verið að horfa til,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi í dag. „Og þó að sóttvarna sé gætt, borð og hurðahúna þrifnir reglulega, virðist það ekki duga til að koma í veg fyrir smit í gegnum sameiginlega snertifleti.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Virðist ekki vera mjög mikil dreifing á veirunni úti í samfélaginu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að fjöldi kórónuveirusmita sem greindist hér á landi í gær komi honum ekki á óvart. Alls greindist 21 með veiruna innanlands en Þórólfur bendir á að mjög mörg sýni hafi verið tekin. 18. september 2020 15:59 „Við erum í ástandi sem þarf að taka mjög alvarlega“ 21 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að þessi fjöldi smita komi ekki á óvart. 18. september 2020 11:36 Skemmtistöðum skellt í lás yfir helgina Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu tímabundið í fjóra daga frá því í dag fram til mánudagsins 21. september. 18. september 2020 09:55 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Starfsmaður á veitingastaðnum BrewDog í miðbæ Reykjavíkur hefur greinst með kórónuveiruna. Á fimmtudag höfðu forsvarsmenn veitingastaðarins fengið upplýsingar frá smitrakningateyminu að að hugsanlega hefði smitaður einstaklingur komið á staðinn fyrir rúmri viku síðan. Greint er frá þessu á Facebook-síðu BrewDog. Eftir símtal frá smitrakningateymi hafi allt starfsfólk verið sent í skimun í gær og var aðeins einn starfsmaður smitaður líkt og áður sagði. Starfsmaðurinn sem smitaðist var á vakt bæði föstudag og laugardag síðustu helgi. Hann hefur ekki komið aftur inn á staðinn síðan en grunur leikur á um að hann hafi smitast af gesti þegar hann var við störf. Þeir sem heimsóttu staðinn dagana 11. og 12. september eru hvattir til þess að fara í skimun. „Í kjölfar þeirrar vitneskju var unnið þétt með smitrakningateyminu og höfum við fengið hrós frá þeim fyrir góða samvinnu. Allir starfsmenn voru sendir í skimun ásamt þeim viðskiptavinum sem smitrakningateymið hafði samband við,“ segir í tilkynningu BrewDog. Stór hluti smita tengjast skemmtistöðum Um þriðjungur þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Öllum skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lokað tímabundið í fjóra daga, frá því í gær fram til mánudagsins 21. september. Fyrr í vikunni var greint frá því að nokkur fjöldi smita hafði komið upp hjá viðskiptavinum Irishman Pub í miðbæ Reykjavíkur. Almannavarnir sendu frá sér tilkynningu þar sem gestir staðarins síðasta föstudag voru beðnir um að fara í skimun vegna veirunnar. Snertifletir virtust bera með sér smit, þó svo að gætt væri að sóttvörnum með reglubundnum hætti. „Þetta eru ekki staðir þar sem fólk er í troðningi heldur situr það á sínum bás og drekkur sinn bjór í rólegheitum, en er síðan smitað. Þess vegna eru það þessir sameiginlegu snertifletir sem er verið að horfa til,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi í dag. „Og þó að sóttvarna sé gætt, borð og hurðahúna þrifnir reglulega, virðist það ekki duga til að koma í veg fyrir smit í gegnum sameiginlega snertifleti.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Virðist ekki vera mjög mikil dreifing á veirunni úti í samfélaginu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að fjöldi kórónuveirusmita sem greindist hér á landi í gær komi honum ekki á óvart. Alls greindist 21 með veiruna innanlands en Þórólfur bendir á að mjög mörg sýni hafi verið tekin. 18. september 2020 15:59 „Við erum í ástandi sem þarf að taka mjög alvarlega“ 21 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að þessi fjöldi smita komi ekki á óvart. 18. september 2020 11:36 Skemmtistöðum skellt í lás yfir helgina Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu tímabundið í fjóra daga frá því í dag fram til mánudagsins 21. september. 18. september 2020 09:55 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Virðist ekki vera mjög mikil dreifing á veirunni úti í samfélaginu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að fjöldi kórónuveirusmita sem greindist hér á landi í gær komi honum ekki á óvart. Alls greindist 21 með veiruna innanlands en Þórólfur bendir á að mjög mörg sýni hafi verið tekin. 18. september 2020 15:59
„Við erum í ástandi sem þarf að taka mjög alvarlega“ 21 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að þessi fjöldi smita komi ekki á óvart. 18. september 2020 11:36
Skemmtistöðum skellt í lás yfir helgina Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu tímabundið í fjóra daga frá því í dag fram til mánudagsins 21. september. 18. september 2020 09:55