Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn í vörn CSKA Moskva sem hélt hreinu og vann 1-0 útisigur á FC Ufa. Arnór Ingi Sigurðsson kom inná af varamannabekknum á 78. mínútu.
Eina mark leiksins skoraði Kristijan Bistrovic fyrir CSKA á 65. mínútu. CSKA er eftir sigurinn í öðru sæti deildarinnar með 16 stig úr átta leikjum, einu stigi á eftir Zenit sem er á toppnum.