Stærð smitrakningarteymisins nálgast það sem var í fyrstu bylgju Sylvía Hall skrifar 20. september 2020 21:43 Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarna. Vísir/Vilhelm Vel gengur að rekja þau smit sem hafa greinst undanfarna daga og hefur smitrakningateymið náð að setja í sig í samband við nær alla sem þurfa í sóttkví. Ákveðið var að fá fleiri inn í smitrakningateymið þegar útlit var fyrir að smitum færi fjölgandi. „Fjöldi þeirra sem þurfti að rekja var orðinn slíkur að hali myndaðist í smitrakningunni og þurfti að kalla fólk hratt inn,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarna, í samtali við Vísi. Nokkrir tugir vinna nú að smitrakningu, þar á meðal lögreglumenn frá embættum í öllum landshlutum og hjúkrunarfræðingar frá landlæknisembættinu og Landspítalanum. Stærð smitrakningateymisins nálgast það sem var á hápunkti faraldursins í fyrstu bylgjunni en ekki var þörf á því þegar færri smit voru að greinast. „Á tímabili þegar var sem rólegast, þá voru mjög fáir að vinna í smitrakningu. Það eru nokkrir tugir að vinna að smitrakningu núna.“ Tæknilausnirnar hafa komið sterkar inn, sama hvort það sé í smitrakningu eða þegar einn af þríeykinu fer í sóttkví.Lögreglan Tæknilausnir hafa auðveldað smitrakninguna Að sögn Jóhanns skiptir það sköpum að lögregluembættin geti séð af mannskap í smitrakningu. „Það er ótrúlega þakklátt að embættin geti séð af mannskap í þessu verkefni þegar þau verða jafn brýn og raun bar vitni þegar þriðja bylgjan fór af stað.“ Hann segir mun auðveldara að rekja smit nú en í upphafi, enda hafi mikill lærdómur verið dreginn af fyrstu bylgju faraldursins. Þá séu tæknimálin mun betri þá en nú sem geri ferlið skilvirkara. „Tölvukerfi og hugbúnaðarlausnir hafa gert smitrakninguna mun auðveldari. Fyrst þegar farið var af stað um mánaðamótin febrúar og mars voru menn með excel-skjöl og svo færa inn í gagnagrunn. Nú er þetta orðið meira sjálfkrafa, símtalið sem smitrakningateymið tekur er stutt og svo fer sjálfvirk keðja af stað,“ segir Jóhann. Því fær fólk tölvupóstskeyti og upplýsingar í Heilsuveru ef þörf er á. Þá segir hann áherslu lagða á að fólk fari í skimun. „Við erum að hvetja til þess að fólk sem telur sig vera útsett fyrir smiti eða finnur fyrir einkennum að skrá sig í skimun á Heilsuveru.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Reynsla og rakning minnkar þörf á hörðum aðgerðum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að vegna meiri reynslu og umfangsmikillar smitrakningar sé ekki þörf á umfangsmiklum sóttvarnaraðgerðum, enn sem komið er. Nú sé til mun meiri reynsla en þegar gripið var til harðra aðgerða í vetur. 20. september 2020 14:52 Víðir í sóttkví eftir viðtal á Rás 2 Starfsmaður Rásar 2 greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi og hafa sex starfsmenn og nokkrir viðmælendur verið sendir í sóttkví. 20. september 2020 14:00 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Vel gengur að rekja þau smit sem hafa greinst undanfarna daga og hefur smitrakningateymið náð að setja í sig í samband við nær alla sem þurfa í sóttkví. Ákveðið var að fá fleiri inn í smitrakningateymið þegar útlit var fyrir að smitum færi fjölgandi. „Fjöldi þeirra sem þurfti að rekja var orðinn slíkur að hali myndaðist í smitrakningunni og þurfti að kalla fólk hratt inn,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarna, í samtali við Vísi. Nokkrir tugir vinna nú að smitrakningu, þar á meðal lögreglumenn frá embættum í öllum landshlutum og hjúkrunarfræðingar frá landlæknisembættinu og Landspítalanum. Stærð smitrakningateymisins nálgast það sem var á hápunkti faraldursins í fyrstu bylgjunni en ekki var þörf á því þegar færri smit voru að greinast. „Á tímabili þegar var sem rólegast, þá voru mjög fáir að vinna í smitrakningu. Það eru nokkrir tugir að vinna að smitrakningu núna.“ Tæknilausnirnar hafa komið sterkar inn, sama hvort það sé í smitrakningu eða þegar einn af þríeykinu fer í sóttkví.Lögreglan Tæknilausnir hafa auðveldað smitrakninguna Að sögn Jóhanns skiptir það sköpum að lögregluembættin geti séð af mannskap í smitrakningu. „Það er ótrúlega þakklátt að embættin geti séð af mannskap í þessu verkefni þegar þau verða jafn brýn og raun bar vitni þegar þriðja bylgjan fór af stað.“ Hann segir mun auðveldara að rekja smit nú en í upphafi, enda hafi mikill lærdómur verið dreginn af fyrstu bylgju faraldursins. Þá séu tæknimálin mun betri þá en nú sem geri ferlið skilvirkara. „Tölvukerfi og hugbúnaðarlausnir hafa gert smitrakninguna mun auðveldari. Fyrst þegar farið var af stað um mánaðamótin febrúar og mars voru menn með excel-skjöl og svo færa inn í gagnagrunn. Nú er þetta orðið meira sjálfkrafa, símtalið sem smitrakningateymið tekur er stutt og svo fer sjálfvirk keðja af stað,“ segir Jóhann. Því fær fólk tölvupóstskeyti og upplýsingar í Heilsuveru ef þörf er á. Þá segir hann áherslu lagða á að fólk fari í skimun. „Við erum að hvetja til þess að fólk sem telur sig vera útsett fyrir smiti eða finnur fyrir einkennum að skrá sig í skimun á Heilsuveru.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Reynsla og rakning minnkar þörf á hörðum aðgerðum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að vegna meiri reynslu og umfangsmikillar smitrakningar sé ekki þörf á umfangsmiklum sóttvarnaraðgerðum, enn sem komið er. Nú sé til mun meiri reynsla en þegar gripið var til harðra aðgerða í vetur. 20. september 2020 14:52 Víðir í sóttkví eftir viðtal á Rás 2 Starfsmaður Rásar 2 greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi og hafa sex starfsmenn og nokkrir viðmælendur verið sendir í sóttkví. 20. september 2020 14:00 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Reynsla og rakning minnkar þörf á hörðum aðgerðum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að vegna meiri reynslu og umfangsmikillar smitrakningar sé ekki þörf á umfangsmiklum sóttvarnaraðgerðum, enn sem komið er. Nú sé til mun meiri reynsla en þegar gripið var til harðra aðgerða í vetur. 20. september 2020 14:52
Víðir í sóttkví eftir viðtal á Rás 2 Starfsmaður Rásar 2 greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi og hafa sex starfsmenn og nokkrir viðmælendur verið sendir í sóttkví. 20. september 2020 14:00