Stærð smitrakningarteymisins nálgast það sem var í fyrstu bylgju Sylvía Hall skrifar 20. september 2020 21:43 Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarna. Vísir/Vilhelm Vel gengur að rekja þau smit sem hafa greinst undanfarna daga og hefur smitrakningateymið náð að setja í sig í samband við nær alla sem þurfa í sóttkví. Ákveðið var að fá fleiri inn í smitrakningateymið þegar útlit var fyrir að smitum færi fjölgandi. „Fjöldi þeirra sem þurfti að rekja var orðinn slíkur að hali myndaðist í smitrakningunni og þurfti að kalla fólk hratt inn,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarna, í samtali við Vísi. Nokkrir tugir vinna nú að smitrakningu, þar á meðal lögreglumenn frá embættum í öllum landshlutum og hjúkrunarfræðingar frá landlæknisembættinu og Landspítalanum. Stærð smitrakningateymisins nálgast það sem var á hápunkti faraldursins í fyrstu bylgjunni en ekki var þörf á því þegar færri smit voru að greinast. „Á tímabili þegar var sem rólegast, þá voru mjög fáir að vinna í smitrakningu. Það eru nokkrir tugir að vinna að smitrakningu núna.“ Tæknilausnirnar hafa komið sterkar inn, sama hvort það sé í smitrakningu eða þegar einn af þríeykinu fer í sóttkví.Lögreglan Tæknilausnir hafa auðveldað smitrakninguna Að sögn Jóhanns skiptir það sköpum að lögregluembættin geti séð af mannskap í smitrakningu. „Það er ótrúlega þakklátt að embættin geti séð af mannskap í þessu verkefni þegar þau verða jafn brýn og raun bar vitni þegar þriðja bylgjan fór af stað.“ Hann segir mun auðveldara að rekja smit nú en í upphafi, enda hafi mikill lærdómur verið dreginn af fyrstu bylgju faraldursins. Þá séu tæknimálin mun betri þá en nú sem geri ferlið skilvirkara. „Tölvukerfi og hugbúnaðarlausnir hafa gert smitrakninguna mun auðveldari. Fyrst þegar farið var af stað um mánaðamótin febrúar og mars voru menn með excel-skjöl og svo færa inn í gagnagrunn. Nú er þetta orðið meira sjálfkrafa, símtalið sem smitrakningateymið tekur er stutt og svo fer sjálfvirk keðja af stað,“ segir Jóhann. Því fær fólk tölvupóstskeyti og upplýsingar í Heilsuveru ef þörf er á. Þá segir hann áherslu lagða á að fólk fari í skimun. „Við erum að hvetja til þess að fólk sem telur sig vera útsett fyrir smiti eða finnur fyrir einkennum að skrá sig í skimun á Heilsuveru.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Reynsla og rakning minnkar þörf á hörðum aðgerðum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að vegna meiri reynslu og umfangsmikillar smitrakningar sé ekki þörf á umfangsmiklum sóttvarnaraðgerðum, enn sem komið er. Nú sé til mun meiri reynsla en þegar gripið var til harðra aðgerða í vetur. 20. september 2020 14:52 Víðir í sóttkví eftir viðtal á Rás 2 Starfsmaður Rásar 2 greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi og hafa sex starfsmenn og nokkrir viðmælendur verið sendir í sóttkví. 20. september 2020 14:00 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Sjá meira
Vel gengur að rekja þau smit sem hafa greinst undanfarna daga og hefur smitrakningateymið náð að setja í sig í samband við nær alla sem þurfa í sóttkví. Ákveðið var að fá fleiri inn í smitrakningateymið þegar útlit var fyrir að smitum færi fjölgandi. „Fjöldi þeirra sem þurfti að rekja var orðinn slíkur að hali myndaðist í smitrakningunni og þurfti að kalla fólk hratt inn,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarna, í samtali við Vísi. Nokkrir tugir vinna nú að smitrakningu, þar á meðal lögreglumenn frá embættum í öllum landshlutum og hjúkrunarfræðingar frá landlæknisembættinu og Landspítalanum. Stærð smitrakningateymisins nálgast það sem var á hápunkti faraldursins í fyrstu bylgjunni en ekki var þörf á því þegar færri smit voru að greinast. „Á tímabili þegar var sem rólegast, þá voru mjög fáir að vinna í smitrakningu. Það eru nokkrir tugir að vinna að smitrakningu núna.“ Tæknilausnirnar hafa komið sterkar inn, sama hvort það sé í smitrakningu eða þegar einn af þríeykinu fer í sóttkví.Lögreglan Tæknilausnir hafa auðveldað smitrakninguna Að sögn Jóhanns skiptir það sköpum að lögregluembættin geti séð af mannskap í smitrakningu. „Það er ótrúlega þakklátt að embættin geti séð af mannskap í þessu verkefni þegar þau verða jafn brýn og raun bar vitni þegar þriðja bylgjan fór af stað.“ Hann segir mun auðveldara að rekja smit nú en í upphafi, enda hafi mikill lærdómur verið dreginn af fyrstu bylgju faraldursins. Þá séu tæknimálin mun betri þá en nú sem geri ferlið skilvirkara. „Tölvukerfi og hugbúnaðarlausnir hafa gert smitrakninguna mun auðveldari. Fyrst þegar farið var af stað um mánaðamótin febrúar og mars voru menn með excel-skjöl og svo færa inn í gagnagrunn. Nú er þetta orðið meira sjálfkrafa, símtalið sem smitrakningateymið tekur er stutt og svo fer sjálfvirk keðja af stað,“ segir Jóhann. Því fær fólk tölvupóstskeyti og upplýsingar í Heilsuveru ef þörf er á. Þá segir hann áherslu lagða á að fólk fari í skimun. „Við erum að hvetja til þess að fólk sem telur sig vera útsett fyrir smiti eða finnur fyrir einkennum að skrá sig í skimun á Heilsuveru.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Reynsla og rakning minnkar þörf á hörðum aðgerðum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að vegna meiri reynslu og umfangsmikillar smitrakningar sé ekki þörf á umfangsmiklum sóttvarnaraðgerðum, enn sem komið er. Nú sé til mun meiri reynsla en þegar gripið var til harðra aðgerða í vetur. 20. september 2020 14:52 Víðir í sóttkví eftir viðtal á Rás 2 Starfsmaður Rásar 2 greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi og hafa sex starfsmenn og nokkrir viðmælendur verið sendir í sóttkví. 20. september 2020 14:00 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Sjá meira
Reynsla og rakning minnkar þörf á hörðum aðgerðum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að vegna meiri reynslu og umfangsmikillar smitrakningar sé ekki þörf á umfangsmiklum sóttvarnaraðgerðum, enn sem komið er. Nú sé til mun meiri reynsla en þegar gripið var til harðra aðgerða í vetur. 20. september 2020 14:52
Víðir í sóttkví eftir viðtal á Rás 2 Starfsmaður Rásar 2 greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi og hafa sex starfsmenn og nokkrir viðmælendur verið sendir í sóttkví. 20. september 2020 14:00