Forsætisráðherra sagður flytja falsfréttir til að fegra frammistöðu VG í málefnum flóttafólks Jakob Bjarnar skrifar 21. september 2020 10:54 Sótt er að Katrínu úr öllum áttum og hún sökuð um að viðhafa blekkingar til að fegra stöðu Vinstri grænna í málefnum flóttafólks. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur mátt sæta mikilli gagnrýni vegna línurits sem hún birti á Facebooksíðu sinni. Línuritið birtir hún til að sýna það og sanna að það skipti flóttafólk verulegu máli að Vinstri græn séu í ríkisstjórn. Í athugasemdum við færsluna hefur þetta verið gagnrýnt harkalega, og sagt að þetta fái hreinlega ekki staðist. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata er þeirra á meðal og ber brigður á þennan málflutning. „Þú veist jafn vel og ég Katrín að fjöldi kjósenda kaus þig og þinn flokk vegna þess að þau trúðu að þú hefðir samkennd með fólki og myndir ekki skýla þér á bak við tölfræði þegar á reyndi fyrir börn af holdi og blóði. Þessi póstur þinn sannar því miður enn og aftur hið gagnstæða.“ Ýmsar ástæður en ekki vera Vg í ríkisstjórn Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og félagi í Sósíalistaflokki Íslands, ritaði grein á Vísi þar sem hann fer í saumana á tölfræðinni sem forsætisráðherra birtir. Hann segir fyrirliggjandi að Katrín teygi sig langt þegar hún vill eigna VG heiður af jákvæðari afgreiðslu Útlendingastofnunar. „Meginástæða breytinganna er að fólk frá Albaníu, Makedóníu og Georgíu kemur síður til landsins og að fólk frá Venesúela virðist fá sjálfkrafa vernd. Meginástæða þess að fleira flóttafólk fær vernd er síðan annars vegar afgreiðsla á umsóknum frá Venesúela og hins vegar að fleiri sækja nú um,“ skrifar Gunnar Smári og bendir á aukinn þrýsting almennings á stjórnvöld um aukna mannúð. „Það er ekki hægt að merkja nein áhrif af veru VG í ríkisstjórn á stefnu stjórnvalda í málefnum flóttafólks og hælisleitenda. Þannig er það.“ Friðþæging fyrir stuðingsfólk Nú í morgun birti Vísir svo grein eftir Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson félaga í Samfylkingunni. Hann sakar forsætisráðherra um blekkingarleik. Pistill forsætisráðherra er settur „fram til að menga umræðuna og friðþægja stuðningsfólk Vinstri grænna í skugga umdeildrar brottvísunar fjögurra barna fjölskyldu til Egyptalands,“ skrifar Óskar Steinn og segir athugasemdir við færsluna sýna að blekkingin hefur tilætluð áhrif. „Svavar Gestsson, fyrrum ráðherra og stuðningsmaður VG, skrifar: „Fróðlegar upplýsingar. Þetta er aðalatriðið. Þátttaka VG í ríkisstjórn ræður úrslitum. Væri ekki ráð að horfa a staðreyndir?“ Álfheiður Ingadóttir, fyrrum ráðherra VG, tekur í sama streng: „Ósköp á fólk erfitt með að kyngja staðreyndum. Ég velti því fyrir mér í alvöru af hverju þessar mikilvægu upplýsingar og tölulegu staðreyndir eru hundsaðar hér á þræðinum. [...] Staðreynd er að við stjórnarskiptin urðu gríðarleg umskipti í málefnum flóttafólks - og það sést hér grænt á rauðu!“ Katrín sökuð um blekkingar Óskar Steinn segir, líkt og Gunnar Smári, að ytri aðstæður skýri hækkun sem teikna megi inn á línurit. Hann segir jafnframt að þó framsetning forsætisráðherra falli í kramið hjá stuðningsfólki flokksins „sem finnst erfitt að horfa upp á stálhnefastefnu Sjálfstæðisflokksins ráða för við ríkisstjórnarborðið“ þá sé um blekkingu að ræða. Í kjölfar faraldurs settu flest Evrópuríki á ferðatakmarkanir og sum lokuðu tímabundið fyrir endursendingar umsækjenda um alþjóðlega vernd. Því hlaut Útlendingastofnun að taka til meðferðar umsóknir fólks sem hafði áður sótt um eða hlotið vernd í öðrum ríkjum. „Þessi stórkostlega hækkun á hlutfalli samþykktra umsókna er ekki afleiðing af stefnu Vinstri grænna, eins og forsætisráðherra heldur fram í færslu sinni, heldur skýrist hún af breyttri samsetningu á uppruna umsækjenda annars vegar og áhrifum COVID-faraldursins hins vegar.“ Óskar Steinn lýkur grein sinni á því að segja umhugsunarefni á tímum falsfrétta og upplýsingaóreiðu „að forsætisráðherra skuli bera á borð svo villandi framsetningu gagna í þeim augljósa tilgangi að friðþægja baklandið og blekkja almenning.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur mátt sæta mikilli gagnrýni vegna línurits sem hún birti á Facebooksíðu sinni. Línuritið birtir hún til að sýna það og sanna að það skipti flóttafólk verulegu máli að Vinstri græn séu í ríkisstjórn. Í athugasemdum við færsluna hefur þetta verið gagnrýnt harkalega, og sagt að þetta fái hreinlega ekki staðist. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata er þeirra á meðal og ber brigður á þennan málflutning. „Þú veist jafn vel og ég Katrín að fjöldi kjósenda kaus þig og þinn flokk vegna þess að þau trúðu að þú hefðir samkennd með fólki og myndir ekki skýla þér á bak við tölfræði þegar á reyndi fyrir börn af holdi og blóði. Þessi póstur þinn sannar því miður enn og aftur hið gagnstæða.“ Ýmsar ástæður en ekki vera Vg í ríkisstjórn Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og félagi í Sósíalistaflokki Íslands, ritaði grein á Vísi þar sem hann fer í saumana á tölfræðinni sem forsætisráðherra birtir. Hann segir fyrirliggjandi að Katrín teygi sig langt þegar hún vill eigna VG heiður af jákvæðari afgreiðslu Útlendingastofnunar. „Meginástæða breytinganna er að fólk frá Albaníu, Makedóníu og Georgíu kemur síður til landsins og að fólk frá Venesúela virðist fá sjálfkrafa vernd. Meginástæða þess að fleira flóttafólk fær vernd er síðan annars vegar afgreiðsla á umsóknum frá Venesúela og hins vegar að fleiri sækja nú um,“ skrifar Gunnar Smári og bendir á aukinn þrýsting almennings á stjórnvöld um aukna mannúð. „Það er ekki hægt að merkja nein áhrif af veru VG í ríkisstjórn á stefnu stjórnvalda í málefnum flóttafólks og hælisleitenda. Þannig er það.“ Friðþæging fyrir stuðingsfólk Nú í morgun birti Vísir svo grein eftir Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson félaga í Samfylkingunni. Hann sakar forsætisráðherra um blekkingarleik. Pistill forsætisráðherra er settur „fram til að menga umræðuna og friðþægja stuðningsfólk Vinstri grænna í skugga umdeildrar brottvísunar fjögurra barna fjölskyldu til Egyptalands,“ skrifar Óskar Steinn og segir athugasemdir við færsluna sýna að blekkingin hefur tilætluð áhrif. „Svavar Gestsson, fyrrum ráðherra og stuðningsmaður VG, skrifar: „Fróðlegar upplýsingar. Þetta er aðalatriðið. Þátttaka VG í ríkisstjórn ræður úrslitum. Væri ekki ráð að horfa a staðreyndir?“ Álfheiður Ingadóttir, fyrrum ráðherra VG, tekur í sama streng: „Ósköp á fólk erfitt með að kyngja staðreyndum. Ég velti því fyrir mér í alvöru af hverju þessar mikilvægu upplýsingar og tölulegu staðreyndir eru hundsaðar hér á þræðinum. [...] Staðreynd er að við stjórnarskiptin urðu gríðarleg umskipti í málefnum flóttafólks - og það sést hér grænt á rauðu!“ Katrín sökuð um blekkingar Óskar Steinn segir, líkt og Gunnar Smári, að ytri aðstæður skýri hækkun sem teikna megi inn á línurit. Hann segir jafnframt að þó framsetning forsætisráðherra falli í kramið hjá stuðningsfólki flokksins „sem finnst erfitt að horfa upp á stálhnefastefnu Sjálfstæðisflokksins ráða för við ríkisstjórnarborðið“ þá sé um blekkingu að ræða. Í kjölfar faraldurs settu flest Evrópuríki á ferðatakmarkanir og sum lokuðu tímabundið fyrir endursendingar umsækjenda um alþjóðlega vernd. Því hlaut Útlendingastofnun að taka til meðferðar umsóknir fólks sem hafði áður sótt um eða hlotið vernd í öðrum ríkjum. „Þessi stórkostlega hækkun á hlutfalli samþykktra umsókna er ekki afleiðing af stefnu Vinstri grænna, eins og forsætisráðherra heldur fram í færslu sinni, heldur skýrist hún af breyttri samsetningu á uppruna umsækjenda annars vegar og áhrifum COVID-faraldursins hins vegar.“ Óskar Steinn lýkur grein sinni á því að segja umhugsunarefni á tímum falsfrétta og upplýsingaóreiðu „að forsætisráðherra skuli bera á borð svo villandi framsetningu gagna í þeim augljósa tilgangi að friðþægja baklandið og blekkja almenning.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira