Fær mikið lof fyrir að stoppa fyrir framan marklínuna og fórna verðlaunasæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2020 15:01 Diego Méntrida er öflugur þríþrautarmaður og hann sýndi mikinn þroska þrátt fyrir ungan aldur. Mynd/Instagram Spænski þríþrautarkappinn Diego Méntrida hefur fengið mikið hrós fyrir það sem hann gerði í Santander þríþrautarkeppninni á dögunum. Honum þótti það sjálfsagt en það er langt frá því að allir aðrir myndu gera slíkt hið sama. Diego Méntrida sýndi mikinn íþróttaanda eftir kollegi hann hafði gert klaufaleg en jafnframt mjög afdrifarík mistök á endasprettinum. Í síðustu beygjunni og aðeins nokkrum metrum frá marklínunni þá ruglaðist Bretinn James Teagle eitthvað í ríminu. Teagle tók vitlausa beygju og fyrir vikið þá komst umræddur Diego Méntrida fram úr honum. True sportsmanship Diego Mentrida sacrificed a top tier win in the 2020 Santander Triathlon to give it to British athlete James Teagle, who'd taken a wrong turn.Read more: https://t.co/AX0tcPgPSY pic.twitter.com/edNaB3EItu— BBC Sport (@BBCSport) September 21, 2020 Í stað þess að hlaupa í markið og tryggja sér þriðja sætið þá stoppaði Diego Méntrida og leyfði James Teagle að ná sér og þar með að ná bronsinu. James Teagle var að sjálfsögðu mjög þakklátur og hefur síðan vakið athygli á íþróttaanda Spánverjans á samfélagsmiðlum. Diego Méntrida er bara 21 árs gamall og var síðan að sýna mikinn þroska þrátt fyrir ungan aldur. James Teagle var ekki sá eini sem tók eftir því sem Diego Méntrida gerði. Hann fékk mikið lof í spænskum fjölmiðlum. Diego Méntrida hefur seinna sagt frá sinni hlið og hann vildi ekki gera of mikið úr þessu. „Hann átti þetta skilið,“ sagði Diego Méntrida um atvikið. „Þetta er eitthvað sem foreldrarnir mínir og félagið mitt kenndu mér þegar ég var barn. Frá mínum bæjardyrum er þetta bara það eðlilegasta að gera í stöðunni. Þegar ég sá að hann hafði misst af beygjunni þá stoppaði ég bara. James átti skilið að fá þennan verðlaunapening,“ sagði Méntrida. Það má sjá atvikið hér fyrir neðan. El triatleta madrileño Diego Méntrida dejó pasar a su rival cuando éste se equivocó de camino antes de la meta. Peleaban por el tercer puesto en el Triatlón de Santander, que ganó Gómez Noya https://t.co/ZCgxlZQIeL pic.twitter.com/b83zwDTAVX— EL MUNDO Deportes (@ElMundoDeportes) September 17, 2020 Þríþraut Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Fleiri fréttir „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Sjá meira
Spænski þríþrautarkappinn Diego Méntrida hefur fengið mikið hrós fyrir það sem hann gerði í Santander þríþrautarkeppninni á dögunum. Honum þótti það sjálfsagt en það er langt frá því að allir aðrir myndu gera slíkt hið sama. Diego Méntrida sýndi mikinn íþróttaanda eftir kollegi hann hafði gert klaufaleg en jafnframt mjög afdrifarík mistök á endasprettinum. Í síðustu beygjunni og aðeins nokkrum metrum frá marklínunni þá ruglaðist Bretinn James Teagle eitthvað í ríminu. Teagle tók vitlausa beygju og fyrir vikið þá komst umræddur Diego Méntrida fram úr honum. True sportsmanship Diego Mentrida sacrificed a top tier win in the 2020 Santander Triathlon to give it to British athlete James Teagle, who'd taken a wrong turn.Read more: https://t.co/AX0tcPgPSY pic.twitter.com/edNaB3EItu— BBC Sport (@BBCSport) September 21, 2020 Í stað þess að hlaupa í markið og tryggja sér þriðja sætið þá stoppaði Diego Méntrida og leyfði James Teagle að ná sér og þar með að ná bronsinu. James Teagle var að sjálfsögðu mjög þakklátur og hefur síðan vakið athygli á íþróttaanda Spánverjans á samfélagsmiðlum. Diego Méntrida er bara 21 árs gamall og var síðan að sýna mikinn þroska þrátt fyrir ungan aldur. James Teagle var ekki sá eini sem tók eftir því sem Diego Méntrida gerði. Hann fékk mikið lof í spænskum fjölmiðlum. Diego Méntrida hefur seinna sagt frá sinni hlið og hann vildi ekki gera of mikið úr þessu. „Hann átti þetta skilið,“ sagði Diego Méntrida um atvikið. „Þetta er eitthvað sem foreldrarnir mínir og félagið mitt kenndu mér þegar ég var barn. Frá mínum bæjardyrum er þetta bara það eðlilegasta að gera í stöðunni. Þegar ég sá að hann hafði misst af beygjunni þá stoppaði ég bara. James átti skilið að fá þennan verðlaunapening,“ sagði Méntrida. Það má sjá atvikið hér fyrir neðan. El triatleta madrileño Diego Méntrida dejó pasar a su rival cuando éste se equivocó de camino antes de la meta. Peleaban por el tercer puesto en el Triatlón de Santander, que ganó Gómez Noya https://t.co/ZCgxlZQIeL pic.twitter.com/b83zwDTAVX— EL MUNDO Deportes (@ElMundoDeportes) September 17, 2020
Þríþraut Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Fleiri fréttir „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Sjá meira