Lífið

„Bond-skúrkurinn“ úr Moon­ra­ker er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Michael Lonsdale í hlutverki Drax.
Michael Lonsdale í hlutverki Drax.

Bresk-franski leikarinn Michael Lonsdale, sem fór með hlutverk skúrksins Drax í James Bond-myndinni Moonraker árið 1979, er látinn. Hann varð 89 ára gamall.

Lonsdale fór með hlutverk auðjöfursins Hugo Drax, sem hugðist eitra fyrir öllu mannkyni og skipuleggja líf á jörðinni frá geimstöð sinni.

Í frétt BBC segir að ferill Lonsdale spanni einhverja sex áratugi þar sem hann fór með hlutverk í rúmlega tvö hundruð sjónvarpsþáttum og kvikmyndum.

Umboðsmaður Lonsdale staðfesti andlátið fyrr í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×