Íslenski boltinn

Vand­ræði Eyja­manna halda á­­fram og Kefla­­vík skellti Þrótt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Keflvíkingar eru á fleygiferð.
Keflvíkingar eru á fleygiferð. vísir/vilhelm

Tveimur leikjum er lokið í Lengjudeild karla í dag. Vandræði ÍBV að vinna fótboltaleiki heldur áfram og Keflavík skellti Þrótt í Reykjanesbæ.

ÍBV komust yfir á sjöttu mínútu með sjálfsmarki Nikola Kristins Stojanovic en átta mínútum síðar jafnaði Fannar Daði Malmquist Gíslason metin.

Eyjamenn komust aftur yfir fyrir hlé en Jose Sito kom þeim þá yfir á nýjan leik. Þórsarar fengu vítaspyrnu á 61. mínútu og úr henni skoraði Alvaro Montejo.

Þórsarar voru einum manni fleiri frá 84. mínútu er markvörðurinn Halldór Páll Geirsson fékk að líta rauða spjaldið. Lokatölur 2-2.

Þetta er sjötti deildarleikurinn í röð sem ÍBV mistekst að vinna en liðið vann síðast deildarleik er liðið mætti Fram 25. ágúst.

Liðin eru jöfn í fjórða og fimmta sæti deildarinnar með 28 stig. Pepsi Max deildardraumar Eyjamanna að renna út í sandinn.

Keflvíkingar komust aftur á topp Lengjudeildarinnar með 4-2 sigri á Þrótti í Keflavík í kvöld.

Staðan var orðin 3-0 eftir 35 mínútu en Joey Gibbs, Adam Árni Róbertsson og Nacho Heras skoruðu fyrstu þrjú mörk Keflvíkinga.

Joey Gibbs heldur áfram að raða inn mörkum fyrir Keflavík en hann skoraði annað mark sitt og fjórða mark Keflvíkinga á 59. mínútu.

Ágúst Leó Björnsson minnkaði muninn fyrir Þrótt á 79. mínútu og Esau Rojo Martinez skoraði úr vítaspyrnu á 92. mínútu. Lokatölur 4-2.

Keflavík er á toppi deildarinnar, með einu stigi meira en Leiknir, en Keflvíkingar eiga leik til góða.

Þróttur er í 10. sætinu með tólf stig, jafn mörg stig og Leiknir sem er í fallsæti, en lakari markahlutfall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×