Ágúst: Ég er með samning út næsta ár og ég virði það Atli Freyr Arason skrifar 21. september 2020 21:32 Ágúst á hliðarlínunni fyrr í sumar. vísir/vilhelm Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu gerði sér grein fyrir því fyrir leik að liðið væri í dauðafæri að reyna að spyrna sér af botninum með sigri á ÍA í dag. V var hann því gífurlega svekktur með 3-0 ósigur í viðtali við leikslok. „Þetta er svekkelsi. Þetta voru erfiðar aðstæður en mér fannst við vera lengi vel inn í leiknum. Þeir skora úr hornspyrnu í fyrri hálfleik þar sem hvorugt liðið skapaði sér mikið af færum. Við settum ágætlega á þá fyrstu 30-35 í seinni hálfleik án þess að skapa okkur mikið.“ „Svo fáum við á okkur klaufamark og víti í lokin sem skilar þessu í 3-0, mér fannst þetta ekki öruggur sigur, þrátt fyrir að tölurnar segja 3-0 þá voru engir yfirburðir á vellinum hjá hvorugu liði. Það voru bara erfiðar aðstæður og smá klaufaskapur hjá okkur sem gera það að verkum að við töpuðum þessum leik,“ sagði Ágúst. Grótta fékk dauðafæri til að jafna leikinn á 70. mínútu sem þeir nýta ekki og Skaginn rýkur af stað í hina áttina og skora mark sem klárar leikinn. „Þetta er kannski saga okkar í sumar. Við fáum kannski tvo til þrjú ágætis færi og þá eigum við til að gleyma okkur í varnarleiknum, förum í þetta sem kallast „ball watching“ og fáum mark í andlitið. Það er oft eitthvað sem nýliðar þurfa að glíma við og við erum í þessu því miður.“ „Það er ekkert sérstakt að vera næstum því á botninum. Skagamenn eru nú komnir á fínan stað í töflunni og skilja okkur svolítið eina eftir á botninum með Fjölni. Þetta lítur ekki sérstaklega vel út fyrir okkur en eins og ég hef oft sagt áður, á meðan það er möguleiki þá gerum við okkar besta að reyna að halda okkur í deildinni,“ sagði Ágúst um klaufaskap nýliðanna í sumar. Varnarleikur ÍA hefur eins og minnst var á hér að ofan fengið mikla gagnrýni og hefur ekkert lið fengið meira af mörkum á sig í deildinni en Skagamenn. Grótta er eina liðið sem ÍA hefur haldið hreinu gegn í sumar og það tvisvar. Aðspurður afhverju Grótta er eina liðið sem nær ekki að skora gegn Skaganum í ár sagði Ágúst: „Við fengum ekki mikið af færum, þau fáu færi sem við fáum gegn Skaganum nýtum við ekki á meðan þeir skora sjö mörk á okkur. Það er ekkert sérstakt.“ Ágúst Gylfason verður þjálfari Gróttu árið 2021 sama hvort liðið verði í Pepsi Max eða Lengjudeildinni. „Ég er með samning út næsta ár og ég virði það,“ sagði Ágúst að lokum. Pepsi Max-deild karla Grótta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Grótta 3-0 | Seltirningar í vandræðum Grótta er í verulegum vandræðum eftir 3-0 tap á Skaganum. Falldraugurinn blasir við. 21. september 2020 20:54 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu gerði sér grein fyrir því fyrir leik að liðið væri í dauðafæri að reyna að spyrna sér af botninum með sigri á ÍA í dag. V var hann því gífurlega svekktur með 3-0 ósigur í viðtali við leikslok. „Þetta er svekkelsi. Þetta voru erfiðar aðstæður en mér fannst við vera lengi vel inn í leiknum. Þeir skora úr hornspyrnu í fyrri hálfleik þar sem hvorugt liðið skapaði sér mikið af færum. Við settum ágætlega á þá fyrstu 30-35 í seinni hálfleik án þess að skapa okkur mikið.“ „Svo fáum við á okkur klaufamark og víti í lokin sem skilar þessu í 3-0, mér fannst þetta ekki öruggur sigur, þrátt fyrir að tölurnar segja 3-0 þá voru engir yfirburðir á vellinum hjá hvorugu liði. Það voru bara erfiðar aðstæður og smá klaufaskapur hjá okkur sem gera það að verkum að við töpuðum þessum leik,“ sagði Ágúst. Grótta fékk dauðafæri til að jafna leikinn á 70. mínútu sem þeir nýta ekki og Skaginn rýkur af stað í hina áttina og skora mark sem klárar leikinn. „Þetta er kannski saga okkar í sumar. Við fáum kannski tvo til þrjú ágætis færi og þá eigum við til að gleyma okkur í varnarleiknum, förum í þetta sem kallast „ball watching“ og fáum mark í andlitið. Það er oft eitthvað sem nýliðar þurfa að glíma við og við erum í þessu því miður.“ „Það er ekkert sérstakt að vera næstum því á botninum. Skagamenn eru nú komnir á fínan stað í töflunni og skilja okkur svolítið eina eftir á botninum með Fjölni. Þetta lítur ekki sérstaklega vel út fyrir okkur en eins og ég hef oft sagt áður, á meðan það er möguleiki þá gerum við okkar besta að reyna að halda okkur í deildinni,“ sagði Ágúst um klaufaskap nýliðanna í sumar. Varnarleikur ÍA hefur eins og minnst var á hér að ofan fengið mikla gagnrýni og hefur ekkert lið fengið meira af mörkum á sig í deildinni en Skagamenn. Grótta er eina liðið sem ÍA hefur haldið hreinu gegn í sumar og það tvisvar. Aðspurður afhverju Grótta er eina liðið sem nær ekki að skora gegn Skaganum í ár sagði Ágúst: „Við fengum ekki mikið af færum, þau fáu færi sem við fáum gegn Skaganum nýtum við ekki á meðan þeir skora sjö mörk á okkur. Það er ekkert sérstakt.“ Ágúst Gylfason verður þjálfari Gróttu árið 2021 sama hvort liðið verði í Pepsi Max eða Lengjudeildinni. „Ég er með samning út næsta ár og ég virði það,“ sagði Ágúst að lokum.
Pepsi Max-deild karla Grótta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Grótta 3-0 | Seltirningar í vandræðum Grótta er í verulegum vandræðum eftir 3-0 tap á Skaganum. Falldraugurinn blasir við. 21. september 2020 20:54 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Grótta 3-0 | Seltirningar í vandræðum Grótta er í verulegum vandræðum eftir 3-0 tap á Skaganum. Falldraugurinn blasir við. 21. september 2020 20:54