Múslímska bræðralagið og fóbían Sverrir Agnarsson skrifar 23. september 2020 10:27 Ég tók saman nokkrar af þeim bábyljum um Múslímska bræðralagið sem tröllriðið hafa samfélagsmiðlunum síðustu daga, rangfærslur sem eiga að heita rökstuðningur fyrir því að rétt sé að vísa egypsku fjölskyldunni, sem verið hefur til umfjöllunar að undanförnu, úr landi. Gegnumgangandi og algengar rangfærslur „Egypskir MB-meðlimir koma til með að streyma hingað ef fjölskyldunni verður leyft að vera!“ Það er engin hætta á að Egyptar streymi hingað – nokkur samtöl við vini og kunningja í Kairo leiða í ljós að það þarf alla vega tvær skráningar og 4-5 stimpla til að sleppa út og menn eru undir eftirliti allan tímann á flugvellinum og komast ekki í gegnum eftirlitið nema sýna sk öryggisvottun og hreina sakaskrá og meðlimur í MB á ekki sjens í að fá þessi vottorð.Egyptaland er með landamæri að Israel, Líbýju, Súdan og stutt yfir Aqaba sundið til Saudi Arabíu. Meðlimir í MB Geta ekki flúði til þessara landa. „MB eru hryðjuverkasamtök!“ Það eru bara Egyptaland, Saudi Arabía, Fustadæmin, Rússland og Asad-stjórnin í Sýrlandi sem skilgreina egypsku Mb sem hryðjuverkasamtök.Í fyrra var New York Times með umfjöllun um Bræðralagið. Blaðið spyr: "Is the Egyptian Muslim Brotherhood terrorist?“ og svarar sjálft: „No. Even experts critical of the Brotherhood agree that the organization does not meet the criteria for a terrorist group." Hér vitnar NYT í sérfræðinga en ekki egypsku herforingjastjórnina. „MB vill innleiða sharia í Egyptalandi!“ Þetta stöðuga hjal um að MB hafi viljað innleiða Sharía er bara fyndið. Öll lagasetning skuli byggð á Sharía hefur verið í stjórnaskrá Egyptalands frá upphafi sjálfstæðis. MB breytti stjórnaskránni eftir vinnu stjórnlagaráðs og skerpti t.d. á ákvæðum um lámarkslaun, að ekki mætti reka skuldugt fólk af heimilum sínum og aðstoð við veika. Herforingjaklíkan ógilti hana og skrifaði aðra og ákvæðið um tenginguna við Sharía var styrkt og eflt en þessi jákvæðu breytingar voru felldar niður. „MB ofsækir kristna og brennir kirkjur!“ Enginn sæmilega upplýstur múslími getur ráðist á kirkju því það er stranglega bannað - kirkjur njóta verndar samkvæmt Sharía og Miðausturlönd eru krökk af kirkjum sem hafa staðið í aldir. Eftir herforingjabyltinguna 2013 réðust stjórnlausir misstórir hópar á Koptísk fyrirtæki og á um 40 kirkjur. Árásirnar áttu sér stað eftir þessa atburði sem HRW kallar glæp gegn mannkyni. „Mb berst gegn banni á umskurði stúlkna!“ Andstaðan gegn því að banna umskurð í Egyptalandi kemur aðallega frá mæðrum ungra stúlkna úr öllum þjóðfélagshópum en umskurður er stundaður í Egyptalandi bæði af kristnum og múslímum. Ég geri ráð fyrir að mönnum sundli við að heyra að 85 prósent egypskra kvenna sé umskorin í Egyptalandi og siðurinn er hlutfallslega algengari meðal kristinna Egypta en múslímskra. Ég veit ekki með kristnu úgáfuna af umskurði en hann er örugglega 1. stigs umskurður en sá umskurður sem tíðkast meðal múslímskra þar er væg útgáfa 1. stigs umskurðar og í langflestum tilvikum ekki grófari en fegrunaraðgerðir á kynfærum sem algengt er að stúlkur láti framkvæma hér uppi á Íslandi. En í dag er allur allur umskurður stúlkna BANNAÐUR í Egyptalandi og best að ekki gera ekki neinn greinamun á 1., 2. eða 3. stigs umskurði til að flækja ekki baráttuna. En 1. stigs umskurður, egypska útgáfan, eyðilegur ekki kynlíf fyrir þeim stúlkum sem fyrir verða en 2. og 3. stig er óhuggulegur glæpur sambærilegur við morð. „Það er allt í lagi í Egyptalandi og enginn ofsóttur að ósekju!“ Niðurstöður rannsókna Right Watch, Amnensty og Sameinuðu þjóðanna leiða í ljós að á árunum 2013 til 2017 hafa 60.000 manns verið ákærðir, dæmdir og látnir hverfa mánuðum saman. Fórnarlömbin eru svo til eingöngu meðlimir Mb sem eru pyntaðir eins og á færibandi til að játa upplognar sakir á sig sjálfa, vini og kunningja. Ofsóknirnar leiða alltaf til játninga sem fengnar eru fram með pyntingum og eru ekki skoðaðar nánar af dómstólum. Sameinuðu þjóðirnar hafa tvisvar rannsakað pyntingar í Egyptalandi formlega og í bæði skiptin (síðast 2017) lýst því yfir að yfirvöld í Egyptalandi stundi kerfisbundnar pyntingar og Amnesty hefur staðfest að pyntingar eru ekki bara stundaðar í fangelsum leyniþjónustunnar heldur í öllum fangelsum og á lögreglustöðvum. Árásin á Rab’a al-‘Adawiyya torginu 2013 Samkvæmt Human Right Watch er árásin á friðsöm mótmæli til stuðnings Morsi á Rab’a al-‘Adawiyya torginu 2013 þar sem 1150 manns voru skotin á færi skæðasta morðárás sem gerð hefur verið á friðsama mótmælendur í áratugi. Stærri í sniðum en árásin á Torg hins himneska friðar og þeir hika ekki við að kalla hana „glæp gegn mannkyni“. Margir voru skotnir á færi samkvæmt aftökulistum og þar voru ekki framámenn í Bræðralaginu skotnir heldur unglingar þeim tengdir, vinir og ættingjar. Það var aldrei hvatt til þessara árása á kirkjurnar af MB heldur voru þetta atburðir í byltingu þar sem ýmislegt fer úrskeiðis. MB er ekki einu samtök múslíma í Egyptlandi – þeir fengu 37 prósent atkvæða í þingkosningunum 2012. Salafistar fengu um 17 prósent og aðrir hópar múslímahreyfinga rest af þeim 70 prósent atkvæða sem greidd voru íslömskum flokkum. Það sem æsti óstöðuga til þessara árása var ótvíræður stuðningur Kopta við herforinganna og þeirra hlutverk í að koma þeim til valda. Koptapáfinn Pope Tawadros II var mjög aktivur í sínum stuðningi við Sísi og var við hlið hans í sjónvarpsútsendingunni þegar hann lýsti yfir að herinn hefði tekið völdin – þannig urðu Koftar skotspónn í þessum óeirðum en þær kostuðu fjóra menn lífið. Það vekur athygli að bæði herinn og löggan komu sjaldan eða aldrei til að skakka leikinn þrátt fyrir að hafa í flestum tilfellum nægan tíma og oft með upplýsingar um yfirvofandi árásir fyrir fram. Herforingjarnir höfðu hag af þessum árásum og að geta spyrt þær við MB það gulltryggði stuðning BNA og ES og almenningsálitið þar. Coptakirkjan ávallt á bandi hersins Það þrætir enginn fyrir að einhverjir meðlimir MB hafi sést á vettvangi þessar óeirða en það var engin kerfisbundin þátttaka MB í þeim heldur töluðu forsvarsmenn MB gegn þeim. Það er af og frá að MB geti stutt kirkjubrennur það er andstætt þeirra stefnu, hugmyndum stofnandans Hasan Al Banna og stranglega bannað samkvæmt Sharía. Menn eru almennt með þetta alveg öfugt – það eru leiðtogar Koptakirkjunnar sem hafa ofsótt Múslímska bræðralagið í 70 ár. Sú óvild sem MB elur á í garð Copta byggist ekki á trúarbrögðum heldur því að í þeim gengdarlausu ofsóknum sem Bræðalagið hefur mátt sæta síðustu 70 ár var Coptakirkjan alltaf á bandi hersins og tóku þátt I ofsóknum Nassers, Mubaraks og nú herforingjastjórnar Sísís. Páfinn Tawadros II lék stórt hlutverk í að koma hernum til valda og var við hlið Sísís þegar hann tilkynnti að Morsi hefði verið steypt og studdi árásina á Rab’a al-‘Adawiyya torginu í ágúst 2013 með ráði og dáð. Faðirinn mun verða pyntaður Að lokum þetta: Þegar egypska fjölskyldan sem nú er í felum á Íslandi hittir lögregluna í Kairó, en það verða íslenskir lögreglumenn sem afhenda kollegum sínum hana, þá eru íslensk stjórnvöld í beinni samvinnu við yfirvald sem stundar reglulegar og umfangsmiklar pyntingar. Í skýrslu frá Amnesty frá því í fyrra stendur í raun skrifað að faðirinn (og mögulega móðirin) verði pyntaður og hversu langt verður gengið veltur á tímanum sem það tekur að brjóta hann niður. Þetta er afgerandi niðurstöður Amensty – og mistök að senda fólk í þetta umhverfi. Yfirvöld hér véfenga ekki hans frásögn. Hvernig er þá hægt að senda fjölskylduna til baka? Eru engin lög eða reglur sem gilda um framsal fólks til landa sem stunda pyntingar? Höfundur er ellilífeyrisþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Trúmál Egyptaland Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ég tók saman nokkrar af þeim bábyljum um Múslímska bræðralagið sem tröllriðið hafa samfélagsmiðlunum síðustu daga, rangfærslur sem eiga að heita rökstuðningur fyrir því að rétt sé að vísa egypsku fjölskyldunni, sem verið hefur til umfjöllunar að undanförnu, úr landi. Gegnumgangandi og algengar rangfærslur „Egypskir MB-meðlimir koma til með að streyma hingað ef fjölskyldunni verður leyft að vera!“ Það er engin hætta á að Egyptar streymi hingað – nokkur samtöl við vini og kunningja í Kairo leiða í ljós að það þarf alla vega tvær skráningar og 4-5 stimpla til að sleppa út og menn eru undir eftirliti allan tímann á flugvellinum og komast ekki í gegnum eftirlitið nema sýna sk öryggisvottun og hreina sakaskrá og meðlimur í MB á ekki sjens í að fá þessi vottorð.Egyptaland er með landamæri að Israel, Líbýju, Súdan og stutt yfir Aqaba sundið til Saudi Arabíu. Meðlimir í MB Geta ekki flúði til þessara landa. „MB eru hryðjuverkasamtök!“ Það eru bara Egyptaland, Saudi Arabía, Fustadæmin, Rússland og Asad-stjórnin í Sýrlandi sem skilgreina egypsku Mb sem hryðjuverkasamtök.Í fyrra var New York Times með umfjöllun um Bræðralagið. Blaðið spyr: "Is the Egyptian Muslim Brotherhood terrorist?“ og svarar sjálft: „No. Even experts critical of the Brotherhood agree that the organization does not meet the criteria for a terrorist group." Hér vitnar NYT í sérfræðinga en ekki egypsku herforingjastjórnina. „MB vill innleiða sharia í Egyptalandi!“ Þetta stöðuga hjal um að MB hafi viljað innleiða Sharía er bara fyndið. Öll lagasetning skuli byggð á Sharía hefur verið í stjórnaskrá Egyptalands frá upphafi sjálfstæðis. MB breytti stjórnaskránni eftir vinnu stjórnlagaráðs og skerpti t.d. á ákvæðum um lámarkslaun, að ekki mætti reka skuldugt fólk af heimilum sínum og aðstoð við veika. Herforingjaklíkan ógilti hana og skrifaði aðra og ákvæðið um tenginguna við Sharía var styrkt og eflt en þessi jákvæðu breytingar voru felldar niður. „MB ofsækir kristna og brennir kirkjur!“ Enginn sæmilega upplýstur múslími getur ráðist á kirkju því það er stranglega bannað - kirkjur njóta verndar samkvæmt Sharía og Miðausturlönd eru krökk af kirkjum sem hafa staðið í aldir. Eftir herforingjabyltinguna 2013 réðust stjórnlausir misstórir hópar á Koptísk fyrirtæki og á um 40 kirkjur. Árásirnar áttu sér stað eftir þessa atburði sem HRW kallar glæp gegn mannkyni. „Mb berst gegn banni á umskurði stúlkna!“ Andstaðan gegn því að banna umskurð í Egyptalandi kemur aðallega frá mæðrum ungra stúlkna úr öllum þjóðfélagshópum en umskurður er stundaður í Egyptalandi bæði af kristnum og múslímum. Ég geri ráð fyrir að mönnum sundli við að heyra að 85 prósent egypskra kvenna sé umskorin í Egyptalandi og siðurinn er hlutfallslega algengari meðal kristinna Egypta en múslímskra. Ég veit ekki með kristnu úgáfuna af umskurði en hann er örugglega 1. stigs umskurður en sá umskurður sem tíðkast meðal múslímskra þar er væg útgáfa 1. stigs umskurðar og í langflestum tilvikum ekki grófari en fegrunaraðgerðir á kynfærum sem algengt er að stúlkur láti framkvæma hér uppi á Íslandi. En í dag er allur allur umskurður stúlkna BANNAÐUR í Egyptalandi og best að ekki gera ekki neinn greinamun á 1., 2. eða 3. stigs umskurði til að flækja ekki baráttuna. En 1. stigs umskurður, egypska útgáfan, eyðilegur ekki kynlíf fyrir þeim stúlkum sem fyrir verða en 2. og 3. stig er óhuggulegur glæpur sambærilegur við morð. „Það er allt í lagi í Egyptalandi og enginn ofsóttur að ósekju!“ Niðurstöður rannsókna Right Watch, Amnensty og Sameinuðu þjóðanna leiða í ljós að á árunum 2013 til 2017 hafa 60.000 manns verið ákærðir, dæmdir og látnir hverfa mánuðum saman. Fórnarlömbin eru svo til eingöngu meðlimir Mb sem eru pyntaðir eins og á færibandi til að játa upplognar sakir á sig sjálfa, vini og kunningja. Ofsóknirnar leiða alltaf til játninga sem fengnar eru fram með pyntingum og eru ekki skoðaðar nánar af dómstólum. Sameinuðu þjóðirnar hafa tvisvar rannsakað pyntingar í Egyptalandi formlega og í bæði skiptin (síðast 2017) lýst því yfir að yfirvöld í Egyptalandi stundi kerfisbundnar pyntingar og Amnesty hefur staðfest að pyntingar eru ekki bara stundaðar í fangelsum leyniþjónustunnar heldur í öllum fangelsum og á lögreglustöðvum. Árásin á Rab’a al-‘Adawiyya torginu 2013 Samkvæmt Human Right Watch er árásin á friðsöm mótmæli til stuðnings Morsi á Rab’a al-‘Adawiyya torginu 2013 þar sem 1150 manns voru skotin á færi skæðasta morðárás sem gerð hefur verið á friðsama mótmælendur í áratugi. Stærri í sniðum en árásin á Torg hins himneska friðar og þeir hika ekki við að kalla hana „glæp gegn mannkyni“. Margir voru skotnir á færi samkvæmt aftökulistum og þar voru ekki framámenn í Bræðralaginu skotnir heldur unglingar þeim tengdir, vinir og ættingjar. Það var aldrei hvatt til þessara árása á kirkjurnar af MB heldur voru þetta atburðir í byltingu þar sem ýmislegt fer úrskeiðis. MB er ekki einu samtök múslíma í Egyptlandi – þeir fengu 37 prósent atkvæða í þingkosningunum 2012. Salafistar fengu um 17 prósent og aðrir hópar múslímahreyfinga rest af þeim 70 prósent atkvæða sem greidd voru íslömskum flokkum. Það sem æsti óstöðuga til þessara árása var ótvíræður stuðningur Kopta við herforinganna og þeirra hlutverk í að koma þeim til valda. Koptapáfinn Pope Tawadros II var mjög aktivur í sínum stuðningi við Sísi og var við hlið hans í sjónvarpsútsendingunni þegar hann lýsti yfir að herinn hefði tekið völdin – þannig urðu Koftar skotspónn í þessum óeirðum en þær kostuðu fjóra menn lífið. Það vekur athygli að bæði herinn og löggan komu sjaldan eða aldrei til að skakka leikinn þrátt fyrir að hafa í flestum tilfellum nægan tíma og oft með upplýsingar um yfirvofandi árásir fyrir fram. Herforingjarnir höfðu hag af þessum árásum og að geta spyrt þær við MB það gulltryggði stuðning BNA og ES og almenningsálitið þar. Coptakirkjan ávallt á bandi hersins Það þrætir enginn fyrir að einhverjir meðlimir MB hafi sést á vettvangi þessar óeirða en það var engin kerfisbundin þátttaka MB í þeim heldur töluðu forsvarsmenn MB gegn þeim. Það er af og frá að MB geti stutt kirkjubrennur það er andstætt þeirra stefnu, hugmyndum stofnandans Hasan Al Banna og stranglega bannað samkvæmt Sharía. Menn eru almennt með þetta alveg öfugt – það eru leiðtogar Koptakirkjunnar sem hafa ofsótt Múslímska bræðralagið í 70 ár. Sú óvild sem MB elur á í garð Copta byggist ekki á trúarbrögðum heldur því að í þeim gengdarlausu ofsóknum sem Bræðalagið hefur mátt sæta síðustu 70 ár var Coptakirkjan alltaf á bandi hersins og tóku þátt I ofsóknum Nassers, Mubaraks og nú herforingjastjórnar Sísís. Páfinn Tawadros II lék stórt hlutverk í að koma hernum til valda og var við hlið Sísís þegar hann tilkynnti að Morsi hefði verið steypt og studdi árásina á Rab’a al-‘Adawiyya torginu í ágúst 2013 með ráði og dáð. Faðirinn mun verða pyntaður Að lokum þetta: Þegar egypska fjölskyldan sem nú er í felum á Íslandi hittir lögregluna í Kairó, en það verða íslenskir lögreglumenn sem afhenda kollegum sínum hana, þá eru íslensk stjórnvöld í beinni samvinnu við yfirvald sem stundar reglulegar og umfangsmiklar pyntingar. Í skýrslu frá Amnesty frá því í fyrra stendur í raun skrifað að faðirinn (og mögulega móðirin) verði pyntaður og hversu langt verður gengið veltur á tímanum sem það tekur að brjóta hann niður. Þetta er afgerandi niðurstöður Amensty – og mistök að senda fólk í þetta umhverfi. Yfirvöld hér véfenga ekki hans frásögn. Hvernig er þá hægt að senda fjölskylduna til baka? Eru engin lög eða reglur sem gilda um framsal fólks til landa sem stunda pyntingar? Höfundur er ellilífeyrisþegi.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar