Innlent

Sjálf­stæðis­flokkurinn stærstur og fylgi Sam­fylkingar minnkar

Atli Ísleifsson skrifar
Frá störfum Alþingis í síðasta mánuði.
Frá störfum Alþingis í síðasta mánuði. MMR

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur í nýrri könnun MMR og er fylgi hans nú 25,6 prósent, rúmlega 1,5 prósentustigi hærra en við síðustu könnun.

Í frétt á vef MMR segir að fylgi Pírata hafi aukist um tæpt prósentustig milli kannana og mælist nú 15,0 prósent. Fylgi Samfylkingarinnar minnkar hins vegar um tvö prósentustig milli kannanna og mældist nú 12,8 prósent. Þá jókst fylgi Miðflokksins um tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu og mældist nú 10,8 prósent.

„Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 51,0% og jókst um tæpt prósentustig frá síðustu könnun, þar sem stuðningur mældist 50,1%.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 25,6% og mældist 24,0% í síðustu könnun.

Fylgi Pírata mældist nú 15,0% og mældist 14,3% í síðustu könnun.

Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 12,8% og mældist 14,9% í síðustu könnun.

Fylgi Miðflokksins mældist nú 10,8% og mældist 8,0% í síðustu könnun.

Fylgi Viðreisnar mældist nú 9,4% og mældist 10,0% í síðustu könnun.

Fylgi Vinstri grænna mældist nú 8,5% og mældist 9,6% í síðustu könnun.

Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 8,3% og mældist 8,9% í síðustu könnun.

Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 4,3% og mældist 3,4% í síðustu könnun.

Fylgi Flokks fólksins mældist nú 3,6% og mældist 4,8% í síðustu könnun.

Stuðningur við aðra mældist 1,7% samanlagt.“

Könnunin var framkvæmd dagana 10. til 23. september og var heildarfjöldi svarenda 2.043 einstaklingar, 18 ára og eldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×