Burt með tóbak og veip - og verjum lungun gegn árás Covid-19 Tómas Guðbjartsson skrifar 15. mars 2020 17:20 Enn er margt á huldu um hvaða einstaklingar það eru sem þróa með sér alvarlega lungnasýkingu af völdum Covid-19 veirunnar. Við vitum þó að þeir sem veikjast lífshættulega af þessari veiru fá bráðan lungnaskaða sem kallast ARDS (acute respiratory distress syndrome) og þurfa meðferð í öndunarvél á gjörgæslu. Bæði veip og reykingar valda auknu áreiti á slímhúðir í öndunarvegi og lungu og veikja varnir þeirra þannig að næmi fyrir sýkingum eykst. Þar að auki er vel staðfest að veip, sérstaklega þegar það er notað með kannabisolíu, getur skaðað lungun lífshættulega og valdið einmitt ARDS. Einnig sýna rannsóknir ótvírætt að þeir sem fá hefðbundna influensu og reykja fá frekar alvarlegar lungnasýkingar. Þótt enn skorti ítarlegri rannsóknir þá eru að greinast víða um heim ARDS-tilfelli í ungu fólki af völdum Covid-19 þar sem grunur liggur á að veip komi við sögu, því aðrir áhættuþættir virðast ekki vera til staðar. Þetta er mikilvægt í ljósi þess að allt að þriðjungur íslenskra grunnskóla- og framhaldsskólanema veipa að staðaldri. Þeir sem veipa eða reykja ættu því klárlega að nota tækifærið nú og hætta strax. Í staðinn má nota nikótíntyggjó, púst eða plástra við nikótínfráhvarfi. Einnig eru til lyf gegn lyfseðli sem eingöngu er ætlað til að hætta reykingum og eru ekki geðlyf. Með lungnaverndandi aðgerðum sem þessum er áreiti á lungun minnkað og þau fá aukið svigrúm til að takast á við veiru sem kýs að hreiðra um sig í lungum. Lungun eru nefnilega gerð til að taka við hreinu lofti og eiga nóg með Covid-19 vírusinn svo ekki sé verið að íþyngja þeim með óþarfa mengun af völdum veips og tóbaks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Rafrettur Áfengi og tóbak Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Enn er margt á huldu um hvaða einstaklingar það eru sem þróa með sér alvarlega lungnasýkingu af völdum Covid-19 veirunnar. Við vitum þó að þeir sem veikjast lífshættulega af þessari veiru fá bráðan lungnaskaða sem kallast ARDS (acute respiratory distress syndrome) og þurfa meðferð í öndunarvél á gjörgæslu. Bæði veip og reykingar valda auknu áreiti á slímhúðir í öndunarvegi og lungu og veikja varnir þeirra þannig að næmi fyrir sýkingum eykst. Þar að auki er vel staðfest að veip, sérstaklega þegar það er notað með kannabisolíu, getur skaðað lungun lífshættulega og valdið einmitt ARDS. Einnig sýna rannsóknir ótvírætt að þeir sem fá hefðbundna influensu og reykja fá frekar alvarlegar lungnasýkingar. Þótt enn skorti ítarlegri rannsóknir þá eru að greinast víða um heim ARDS-tilfelli í ungu fólki af völdum Covid-19 þar sem grunur liggur á að veip komi við sögu, því aðrir áhættuþættir virðast ekki vera til staðar. Þetta er mikilvægt í ljósi þess að allt að þriðjungur íslenskra grunnskóla- og framhaldsskólanema veipa að staðaldri. Þeir sem veipa eða reykja ættu því klárlega að nota tækifærið nú og hætta strax. Í staðinn má nota nikótíntyggjó, púst eða plástra við nikótínfráhvarfi. Einnig eru til lyf gegn lyfseðli sem eingöngu er ætlað til að hætta reykingum og eru ekki geðlyf. Með lungnaverndandi aðgerðum sem þessum er áreiti á lungun minnkað og þau fá aukið svigrúm til að takast á við veiru sem kýs að hreiðra um sig í lungum. Lungun eru nefnilega gerð til að taka við hreinu lofti og eiga nóg með Covid-19 vírusinn svo ekki sé verið að íþyngja þeim með óþarfa mengun af völdum veips og tóbaks.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar