Meirihluti kennara með veiruna og allur skólinn í sóttkví Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. september 2020 15:56 Tjarnarskóli er lítill grunnskóli fyrir unglingadeild sem stendur við Tjörnina í Reykjavík. Reykjavíkurborg Fjórir kennarar og ritari í Tjarnarskóla eru smitaðir af kórónuveirunni. Þá hafa tveir nemendur einnig greinst með veiruna. Allir starfsmenn og nemendur skólans eru í sóttkví út vikuna hið minnsta vegna smitanna. Þetta staðfestir Margrét Theódórsdóttir skólastjóri Tjarnarskóla í samtali við Vísi en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu í morgun. Margrét, sem sjálf sinnir kennslu við skólann og telst þannig í kennarahópnum, er ein kennaranna sem greindist með veiruna um helgina. Af sjö kennurum við skólann eru þannig fjórir með veiruna. Margrét segir í samtali við Vísi að fyrsta smitið tengt skólanum hafi greinst á laugardagskvöld. Tveir starfsmenn hafi greinst daginn eftir og aftur tveir á mánudag. „Þegar þetta kom upp um helgina voru allir settir í sóttkví til föstudags. Nemendur fara svo í skimun í lok sóttkvíar,“ segir Margrét. Sextán starfsmenn eru við skólann en í misháu starfshlutfalli. Nemendur eru sextíu, allir í 8., 9. eða 10. bekk. Margrét gerir ráð fyrir að skólinn verði mestmegnis starfandi í gegnum fjarkennslu á næstunni miðað við stöðuna á starfsfólkinu. Þá hafi blessunarlega enginn veikst alvarlega af veirunni. „Það hefur enginn enn sem komið er orðið mjög veikur. Það er auðvitað dagamunur á fólki en enginn hefur orðið mjög þungt haldinn,“ segir Margrét. Talsvert hefur borið á því undanfarna daga að starfsfólk og nemendur í skólum á höfuðborgarsvæðinu greinist með kórónuveiruna. Þannig hafa starfsmenn greinst með veiruna á leikskólum í Garðabæ, þrír starfsmenn Hvassaleitisskóla eru smitaðir, auk þess sem veiran hefur greinst í Melaskóla. 320 nemendur og 43 starfsmenn í alls fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu voru í sóttkví í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Grípa til aðgerða vegna fjölda smita í Stykkishólmi Sjö eru nú í einangrun með kórónuveiruna í Stykkishólmi en á Vesturlandi öllu eru ellefu með veiruna. Alls voru 18 í sóttkví í Stykkishólmi í gær en búist er við töluverðri fjölgun fólks í sóttkví eftir því sem störfum smitrakningarteymis vindur fram í dag. Umfangsmeiri skimun er í nú í undirbúningi í Stykkishólmi. 23. september 2020 12:23 Alls 320 grunnskólanemar í sóttkví á höfuðborgarsvæðinu Skóla- og frístundasvið hefur ekki farið varhluta af kórónuveirufaraldrinum sem geisar en í skriflegu svari frá Helga Grímssyni, formanni skóla- og frístundasviðs kemur fram að 320 nemendur og 43 starfsmenn í alls fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í sóttkví í gær vegna kórónuveirusmits sem kom upp í skólunum. 23. september 2020 11:01 Allir nemendur Valhúsaskóla sendir heim Nemendur í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi hafa verið send heim eftir að upp kom smit hjá einum nemanda í skólanum í gær. 22. september 2020 10:41 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Sjá meira
Fjórir kennarar og ritari í Tjarnarskóla eru smitaðir af kórónuveirunni. Þá hafa tveir nemendur einnig greinst með veiruna. Allir starfsmenn og nemendur skólans eru í sóttkví út vikuna hið minnsta vegna smitanna. Þetta staðfestir Margrét Theódórsdóttir skólastjóri Tjarnarskóla í samtali við Vísi en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá málinu í morgun. Margrét, sem sjálf sinnir kennslu við skólann og telst þannig í kennarahópnum, er ein kennaranna sem greindist með veiruna um helgina. Af sjö kennurum við skólann eru þannig fjórir með veiruna. Margrét segir í samtali við Vísi að fyrsta smitið tengt skólanum hafi greinst á laugardagskvöld. Tveir starfsmenn hafi greinst daginn eftir og aftur tveir á mánudag. „Þegar þetta kom upp um helgina voru allir settir í sóttkví til föstudags. Nemendur fara svo í skimun í lok sóttkvíar,“ segir Margrét. Sextán starfsmenn eru við skólann en í misháu starfshlutfalli. Nemendur eru sextíu, allir í 8., 9. eða 10. bekk. Margrét gerir ráð fyrir að skólinn verði mestmegnis starfandi í gegnum fjarkennslu á næstunni miðað við stöðuna á starfsfólkinu. Þá hafi blessunarlega enginn veikst alvarlega af veirunni. „Það hefur enginn enn sem komið er orðið mjög veikur. Það er auðvitað dagamunur á fólki en enginn hefur orðið mjög þungt haldinn,“ segir Margrét. Talsvert hefur borið á því undanfarna daga að starfsfólk og nemendur í skólum á höfuðborgarsvæðinu greinist með kórónuveiruna. Þannig hafa starfsmenn greinst með veiruna á leikskólum í Garðabæ, þrír starfsmenn Hvassaleitisskóla eru smitaðir, auk þess sem veiran hefur greinst í Melaskóla. 320 nemendur og 43 starfsmenn í alls fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu voru í sóttkví í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Grípa til aðgerða vegna fjölda smita í Stykkishólmi Sjö eru nú í einangrun með kórónuveiruna í Stykkishólmi en á Vesturlandi öllu eru ellefu með veiruna. Alls voru 18 í sóttkví í Stykkishólmi í gær en búist er við töluverðri fjölgun fólks í sóttkví eftir því sem störfum smitrakningarteymis vindur fram í dag. Umfangsmeiri skimun er í nú í undirbúningi í Stykkishólmi. 23. september 2020 12:23 Alls 320 grunnskólanemar í sóttkví á höfuðborgarsvæðinu Skóla- og frístundasvið hefur ekki farið varhluta af kórónuveirufaraldrinum sem geisar en í skriflegu svari frá Helga Grímssyni, formanni skóla- og frístundasviðs kemur fram að 320 nemendur og 43 starfsmenn í alls fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í sóttkví í gær vegna kórónuveirusmits sem kom upp í skólunum. 23. september 2020 11:01 Allir nemendur Valhúsaskóla sendir heim Nemendur í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi hafa verið send heim eftir að upp kom smit hjá einum nemanda í skólanum í gær. 22. september 2020 10:41 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Sjá meira
Grípa til aðgerða vegna fjölda smita í Stykkishólmi Sjö eru nú í einangrun með kórónuveiruna í Stykkishólmi en á Vesturlandi öllu eru ellefu með veiruna. Alls voru 18 í sóttkví í Stykkishólmi í gær en búist er við töluverðri fjölgun fólks í sóttkví eftir því sem störfum smitrakningarteymis vindur fram í dag. Umfangsmeiri skimun er í nú í undirbúningi í Stykkishólmi. 23. september 2020 12:23
Alls 320 grunnskólanemar í sóttkví á höfuðborgarsvæðinu Skóla- og frístundasvið hefur ekki farið varhluta af kórónuveirufaraldrinum sem geisar en í skriflegu svari frá Helga Grímssyni, formanni skóla- og frístundasviðs kemur fram að 320 nemendur og 43 starfsmenn í alls fimm grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í sóttkví í gær vegna kórónuveirusmits sem kom upp í skólunum. 23. september 2020 11:01
Allir nemendur Valhúsaskóla sendir heim Nemendur í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi hafa verið send heim eftir að upp kom smit hjá einum nemanda í skólanum í gær. 22. september 2020 10:41