Aðgerðir til stuðnings sveitarfélaga kynntar á næstu dögum Heimir Már Pétursson skrifar 23. september 2020 19:21 Sveitarstjórnarráðherra segir að aðgerðir til að létta undir með sveitarfélögunum vegna kórónufaraldursins verði kynntar á næstu dögum. Aðgerðirnar muni styðja við lögbundin verkefni þeirra en þau þurfi einnig að geta sinnt öðrum verkefnum. Staða margra sveitarfélaga hefur versnað mikið í kórónufaraldrinum eins og á Akureyri þar sem stefnir í allt að 3,5 milljarða halla á samstæðu bæjarins á þessu ári. Framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga munu til að mynda lækka um hundruð milljón til bæjarins en framlög í sjóðinn eru hluti af lækkandi útsvarstekjum sveitarfélaganna og ásamt hlutfallslegu mótframlagi frá ríkinu. Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra reiknar með að kynna aðgerðir til aðstoðar sveitarfélögunum innan fárra daga.Stöð 2/Sigurjón Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra segir stöðu sveitarfélaganna þó mismunandi og sum þeirra hafi til dæmis ekki fullnýtt útsvarsprósentu sína. Nú sé heilstæðri skoðun á þeim lokið. „Sum eru þannig stödd að þau hafa litlar bjargir. Aðrir geta eins og ríkissjóður komist í gegnum þetta tímabundna ástand. En við þekkjum að það eru sérstaklega ákveðnir málaflokkar viðkvæmra hópa. Sem við munum verða tilbúin að bakka sveitarfélögin upp til að þau geti staðið undir grunnþjónustu,“ segir Sigurður Ingi. En bæjarstjórn Akureyrar segir stöðuna til að mynda það þrönga að bærinn geti nánast ekki sinnt neinu öðru en lögbundnum verkefnum. Ein aðgerðanna yrði að bæta í jöfnunarsjóðinn að sögn ráðherra til að sveitarfélögin geti staðið undir lögbundinni þjónustu við fatlaða. Það getur ekki verið góð staða fyrir sveitarfélög að geta ekki sinnt neinu nema lögbundnum verkefnum. Þarf ekki að styðja þau til að þau geti sinnt einhverju öðru en bara þeim? „Jú, við erum öll held ég sammála um að við erum í erfiðri stöðu. Allir þeir fjármunir sem ríkisvaldið hefur yfir að ráða tökum við að láni.“ Þannig að skilaboðin eru kannski að hluta til þau að sveitarfélög sem geti tekið lán, eru það vel stödd, auki lántöku sína? „Já alveg klárlega. Einmitt í því skyni að reyna að halda uppi þjónustu og lágmarksframkvæmdum og helst geta bætt í ef þau tækifæri eru uppi. Því þannig ætlum við hjá ríkinu að fara í gegnum þetta og það er auðvitað mikilvægt að sveitarfélögin geti það líka,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Sveitarstjórnarmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mikið tekjufall hjá Akureyrarbæ á þessu ári Það stefnir í allt að 3,5 milljarða halla á samstæðu Akureyrarbæjar og allt að 2,5 milljarða á A-hluta bæjarsjóðs á þessu ári. Bærinn getur illa sinnt öðrum en lögbundnum verkefnum. 23. september 2020 12:39 Skoska leiðin tekur flugið Í vikunni var Loftbrúin kynnt á sama tíma og hún tók gildi en fram til þessa hefur hún gjarnan verið kennd við skosku leiðina Loftbrúin veitir afsláttarkjör á flugi til þeirra sem eiga lögheimili á landsbyggðinni. 11. september 2020 11:30 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
Sveitarstjórnarráðherra segir að aðgerðir til að létta undir með sveitarfélögunum vegna kórónufaraldursins verði kynntar á næstu dögum. Aðgerðirnar muni styðja við lögbundin verkefni þeirra en þau þurfi einnig að geta sinnt öðrum verkefnum. Staða margra sveitarfélaga hefur versnað mikið í kórónufaraldrinum eins og á Akureyri þar sem stefnir í allt að 3,5 milljarða halla á samstæðu bæjarins á þessu ári. Framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga munu til að mynda lækka um hundruð milljón til bæjarins en framlög í sjóðinn eru hluti af lækkandi útsvarstekjum sveitarfélaganna og ásamt hlutfallslegu mótframlagi frá ríkinu. Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra reiknar með að kynna aðgerðir til aðstoðar sveitarfélögunum innan fárra daga.Stöð 2/Sigurjón Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra segir stöðu sveitarfélaganna þó mismunandi og sum þeirra hafi til dæmis ekki fullnýtt útsvarsprósentu sína. Nú sé heilstæðri skoðun á þeim lokið. „Sum eru þannig stödd að þau hafa litlar bjargir. Aðrir geta eins og ríkissjóður komist í gegnum þetta tímabundna ástand. En við þekkjum að það eru sérstaklega ákveðnir málaflokkar viðkvæmra hópa. Sem við munum verða tilbúin að bakka sveitarfélögin upp til að þau geti staðið undir grunnþjónustu,“ segir Sigurður Ingi. En bæjarstjórn Akureyrar segir stöðuna til að mynda það þrönga að bærinn geti nánast ekki sinnt neinu öðru en lögbundnum verkefnum. Ein aðgerðanna yrði að bæta í jöfnunarsjóðinn að sögn ráðherra til að sveitarfélögin geti staðið undir lögbundinni þjónustu við fatlaða. Það getur ekki verið góð staða fyrir sveitarfélög að geta ekki sinnt neinu nema lögbundnum verkefnum. Þarf ekki að styðja þau til að þau geti sinnt einhverju öðru en bara þeim? „Jú, við erum öll held ég sammála um að við erum í erfiðri stöðu. Allir þeir fjármunir sem ríkisvaldið hefur yfir að ráða tökum við að láni.“ Þannig að skilaboðin eru kannski að hluta til þau að sveitarfélög sem geti tekið lán, eru það vel stödd, auki lántöku sína? „Já alveg klárlega. Einmitt í því skyni að reyna að halda uppi þjónustu og lágmarksframkvæmdum og helst geta bætt í ef þau tækifæri eru uppi. Því þannig ætlum við hjá ríkinu að fara í gegnum þetta og það er auðvitað mikilvægt að sveitarfélögin geti það líka,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sveitarstjórnarmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mikið tekjufall hjá Akureyrarbæ á þessu ári Það stefnir í allt að 3,5 milljarða halla á samstæðu Akureyrarbæjar og allt að 2,5 milljarða á A-hluta bæjarsjóðs á þessu ári. Bærinn getur illa sinnt öðrum en lögbundnum verkefnum. 23. september 2020 12:39 Skoska leiðin tekur flugið Í vikunni var Loftbrúin kynnt á sama tíma og hún tók gildi en fram til þessa hefur hún gjarnan verið kennd við skosku leiðina Loftbrúin veitir afsláttarkjör á flugi til þeirra sem eiga lögheimili á landsbyggðinni. 11. september 2020 11:30 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
Mikið tekjufall hjá Akureyrarbæ á þessu ári Það stefnir í allt að 3,5 milljarða halla á samstæðu Akureyrarbæjar og allt að 2,5 milljarða á A-hluta bæjarsjóðs á þessu ári. Bærinn getur illa sinnt öðrum en lögbundnum verkefnum. 23. september 2020 12:39
Skoska leiðin tekur flugið Í vikunni var Loftbrúin kynnt á sama tíma og hún tók gildi en fram til þessa hefur hún gjarnan verið kennd við skosku leiðina Loftbrúin veitir afsláttarkjör á flugi til þeirra sem eiga lögheimili á landsbyggðinni. 11. september 2020 11:30
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði