Trump neitar að lofa friðsömum valdaskiptum Kjartan Kjartansson skrifar 24. september 2020 11:37 Trump fór ekki nánar út í hvað gerðist ef hann neitaði að láta af völdum eftir ósigur í kosningum í nóvember í gær. Hann rauk út og sagðist þurfa að taka „neyðarsímtal“. AP/Evan Vucci Áhyggjur af því að hörð átök verði um úrslit forsetakosninga í Bandaríkjunum í vetur jukust í gær þegar Donald Trump forseti vildi ekki skuldbinda sig til þess að valdaskipti verði friðsöm sama hver úrslitin verða. Forsetinn hefur nú um mánaðaskeið undirbúið jarðveginn til að vefengja úrslit kosninganna. Trump var spurður að því hvort að hann myndi lofa því að valdaskipti verði friðsöm sama hvort hann tapar eða sigrar á viðburði í Hvíta húsinu í gær. „Við verðum að sjá hvað gerist. Þið vitið það. Ég hef kvartað ákaflega undan kjörseðlum og kjörseðlarnir eru hörmung,“ sagði Trump. Þar vísaði forsetinn til mánaðalangrar herferðar sinnar gegn póstatkvæðum sem mörg ríki bjóða nú upp á í ríkari mæli til að forðast smithættu vegna kórónuveirufaraldursins. Hann hefur ítrekað haldið því fram án sannana að póstatkvæðum fylgi stórfelld kosningasvik og demókratar ætli sér að „stela“ kosningunum með þeim. Trump hefur sjálfur kosið með póstatkvæði í undanförnum kosningum. „Eina leiðin sem þeir hafa til að hafa þessar kosningar af okkur er ef þetta verða hagræddar kosningar,“ sagði Trump á landsfundi Repúblikanaflokksins í síðasta mánuði. Í Hvíta húsinu í gær ýjaði Trump að því að valdaskipti eftir kosningar yrðu aðeins friðsöm ef ríki hættu við að senda kjósendum kjörseðla í pósti. Hann stæði þá uppi sem sigurvegari. „Þá verður mjög friðsöm…það verða ekki valdaskipti sannast sagt. Það verður áframhald. Kjörseðlarnir eru stjórnlausir, þið vitið það, og veistu, hver veit það betur en nokkur annar? Demókratarnir vita það betur en nokkur annar,“ sagði forsetinn. Biden brást við ummælum Trump með því að spyrja í kaldhæðni í hvaða landi hann væri eiginlega staddur.AP/Carolyn Kaster Kemur Biden ekki á óvart AP-fréttastofan segir í hæsta máta óvanalegt að bandarískur forseti lýsi ekki fullu trausti á kosningar í landinu. Trump neitaði þó einnig að skuldbinda sig til að una niðurstöðunum í forsetakosningunum 2016. Hann hefur einnig haldið því rakalaust fram að milljónir ólöglegra atkvæða hafi verið greidd í kosningunum þá sem hafi verið ástæða þess að hann fékk nærri því þremur milljónum færri atkvæði en Hillary Clinton á landsvísu. „Sjáið til, hann segir afar órökrétta hluti. Ég veit ekki hvað á að segja um það en þetta kemur mér ekki á óvart,“ sagði Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, þegar hann var spurður um ummæli forsetans í gær. Framboð Biden sagði í yfirlýsingu að það yrði bandaríska þjóðin sem réði úrslitum kosninganna. „Ríkisstjórn Bandaríkjanna er fullfær um að fylgja óviðkomandi úr Hvíta húsinu. Borgararéttindasamtök Bandaríkjanna (ACLU) lýsti yfir áhyggjum af ummælum Trump um valdskipti eftir kosningar. Friðsöm valdaskipti væru lykillinn að því að lýðræðið virkaði sem skyldi. „Þessi yfirlýsing forseta Bandaríkjanna ætti að valda öllum Bandaríkjamönnum áhyggjum,“ sagði David Cole, yfirlögfræðingur ACLU. Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Utah, gagnrýndi Trump fyrir ummælin í tísti í gær. „Friðsöm valdaskipti eru grundvallaratriði í lýðræðinu, án þess er Hvíta-Rússland. Sú hugmynd að forsetinn virði kannski ekki þessa stjórnarskrárlegu tryggingu er óhugsandi og óásættanleg,“ tísti fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins. Trump forseti hefur gert póstatkvæði að stórpólitísku máli fyrir kosningarnar í nóvember. Afstaða kjósenda til þeirra fer nú að hluta til eftir flokkslínum. Á myndinni er póstatkvæði úr forvali demókrata í Pennsylvaníu í maí.AP/Gene J. Puskar Sagður undirbúa jarðveginn til að hafna úrslitunum Ásakanir hafa verið uppi um að fyrir Trump, sem er eftirbátur Biden í öllum áreiðanlegum skoðanakönnunum á landsvísu, vaki ekki endilega að koma í veg fyrir að atkvæði verði greidd í gegnum póstinn heldur að tortryggja framkvæmd kosninganna til þess að geta hafnað úrslitunum eftir á. Andstaða forsetans við póstatkvæði hefur þegar gert kjósendur repúblikana ólíklegri en demókrata til þess að greiða póstatkvæði á sama tíma og fyrirsjáanlegt er að milljónir fleiri póstatkvæða verði greidd í þessum kosningum en áður. Takist Trump og repúblikönum á einhvern hátt að koma í veg fyrir að póstatkvæði verði talin gild hefði það hlutfallslega meiri áhrif á atkvæðafjölda demókrata en repúblikana. Lögmenn Trump og Repúblikanaflokksins hafa höfðað fjölda dómsmála í nokkrum ríkjum til að þess að stöðva áform um að gera póstatkvæði aðgengileg fleiri kjósendum. Þeir unnu sigur í Pennsylvaníu á dögunum þegar hæstiréttur ríkisins úrskurðaði að atkvæði sem eru ekki lögð í sérstakt umslag verði ekki talin gild. Óttast er að allt að 100.000 atkvæði gætu því verið úrskurðuð ógild í ríkinu en slíkt gæti haft veruleg áhrif á úrslit kosninganna þar. Flokkadrættirnir í því hverjir eru líklegri til að greiða póstatkvæði gætu einnig þýtt að fyrstu tölur á kosninganótt gefi ekki endilega rétta mynd af endanlegum úrslitum. Trump gæti verið með forskot eftir fyrstu tölur þar sem stuðningsmenn hans eru líklegri til þess að greiða atkvæði á kjörstað. Lengri tíma tekur að telja póstatkvæði og þar sem demókratar eru líklegri til að notast við og því gæti orðið mikil sveifla til til þeirra þegar á líður kosninganótt og jafnvel dagana á eftir. Sérfræðingar hafa þannig varað við „rauðri hillingu“ á kosninganótt: að repúblikanar virðist með pálmann í höndunum í upphafi kvölds en síðan hverfi forskot þeirra eins og dögg fyrir sólu þegar póstatkvæði týnast inn. Trump gæti haldið því fram að slík atburðarás væri sönnun fyrir fullyrðingum hans um að svik væru í tafli. Trump virðist búast fastlega við því að farið verði í hart um úrslit kosninganna fyrir dómstólum. Spáði hann því í gær að úrslitin kæmu til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna. Því væri afar mikilvægt að hann næði að skipa nýjan dómara við réttinn í stað Ruth Bader Ginsburg, sem lést á föstudag, fyrir kjördag. Sagði ofbeldi gegn blaðamönnum „fagra sjón“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump hefur fullyrt, ýjað að eða grínast með að hann ætli sér ekki að virða lýðræðislegar venjur eða stjórnarskrána. Hann hefur ítrekað hafnað því að skuldbinda sig til að virða kosningaúrslit og þá hefur hann oftar en einu sinni talað um að gegna embætti forseti lengur en í þau tvö kjörtímabil sem stjórnarskráin leyfir. Forsetinn hefur sagt að það væri grín. Þegar Kommúnistaflokkur Kína felldi úr gildi takmarkanir á hversu lengi forseti gæti setið árið 2018 lýsti Trump því fyrir stuðningsmönnum sínum að Xi Jinping gæti verið forseti til lífstíðar. „Mér finnst það frábært. Kannski ættum við að reyna það einhvern daginn,“ sagði Trump við mikinn fögnuð stuðningsmanna sinna, að sögn New York Times. Í sumar gaf Trump í skyn að kosningunum í haust gæti verið frestað, nokkuð sem hann hefur ekkert vald til þess að gera. Hann dró í land eftir að nokkrir repúblikanar mótmæltu. Aðdáun Trump á harðstjórum og einræðisherrum í öðrum löndum er vel þekkt. Orðræða hans sjálfs hefur á köflum þótt í anda slíkra gerræðisstjórna. Þannig dásamaði Trump að lögreglumenn hefðu beitt fréttamenn hörku þegar hann ræddi við stuðningsmenn sína um mótmæli gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju á þriðjudag. „Stundum grípa þeir einn náunga: „Ég er blaðamaður! Ég er blaðamaður!“ Komdu þér héðan. Þeir köstuðu honum í burtu eins og hann væri lítill poppkornspoki,“ sagði forsetinn og kallaði fréttamann CNN sem fékk táragashylki í hnéð „fávita“. „Hreinskilnislega, þegar maður sér skítinn sem við höfum þurft að taka við þá er þetta í raun og veru fögur sjón,“ sagði Trump um ofbeldi gegn fréttamönnum. "They grabbed a guy - I'm a reporter! I'm a reporter!' - Get out of here!' They threw him aside like a bag of popcorn. But honestly, when you watch the crap we've all had to take...it's actually a beautiful sight"-Trump glorifies violence against journos pic.twitter.com/UAENo59vrR— Aaron Rupar (@atrupar) September 23, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin: Hvers vegna skiptir Hæstiréttur svona miklu máli? Í nýjum þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, ræðum við af hverju bandarískir íhaldsmenn leggja svo mikla áherslu á Hæstarétt. 24. september 2020 08:30 Telur að úrslit kosninganna fari fyrir Hæstarétt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann teldi að Hæstiréttur Bandaríkjanna þyrfti að skera út um úrslit forsetakosninganna í nóvember. Þessa vegna segir hann mikilvægt að skipa nýjan dómara í sæti Ruth Bader Ginsburg eins hratt og auðið sé. 23. september 2020 22:00 Koma Trump til bjargar og dæla peningum í auglýsingar Stærstu bakhjarlar Repbúlikanaflokksins eru nú að dæla peningum í auglýsingar fyrir framboð Donald Trump. Fjáröflun framboðs Trump hefur gengið erfiðlega á undanförnum misserum og hafa starfsmenn þess neyðst til að draga úr sjónvarpsauglýsingum víða um Bandaríkin. 18. september 2020 12:23 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Áhyggjur af því að hörð átök verði um úrslit forsetakosninga í Bandaríkjunum í vetur jukust í gær þegar Donald Trump forseti vildi ekki skuldbinda sig til þess að valdaskipti verði friðsöm sama hver úrslitin verða. Forsetinn hefur nú um mánaðaskeið undirbúið jarðveginn til að vefengja úrslit kosninganna. Trump var spurður að því hvort að hann myndi lofa því að valdaskipti verði friðsöm sama hvort hann tapar eða sigrar á viðburði í Hvíta húsinu í gær. „Við verðum að sjá hvað gerist. Þið vitið það. Ég hef kvartað ákaflega undan kjörseðlum og kjörseðlarnir eru hörmung,“ sagði Trump. Þar vísaði forsetinn til mánaðalangrar herferðar sinnar gegn póstatkvæðum sem mörg ríki bjóða nú upp á í ríkari mæli til að forðast smithættu vegna kórónuveirufaraldursins. Hann hefur ítrekað haldið því fram án sannana að póstatkvæðum fylgi stórfelld kosningasvik og demókratar ætli sér að „stela“ kosningunum með þeim. Trump hefur sjálfur kosið með póstatkvæði í undanförnum kosningum. „Eina leiðin sem þeir hafa til að hafa þessar kosningar af okkur er ef þetta verða hagræddar kosningar,“ sagði Trump á landsfundi Repúblikanaflokksins í síðasta mánuði. Í Hvíta húsinu í gær ýjaði Trump að því að valdaskipti eftir kosningar yrðu aðeins friðsöm ef ríki hættu við að senda kjósendum kjörseðla í pósti. Hann stæði þá uppi sem sigurvegari. „Þá verður mjög friðsöm…það verða ekki valdaskipti sannast sagt. Það verður áframhald. Kjörseðlarnir eru stjórnlausir, þið vitið það, og veistu, hver veit það betur en nokkur annar? Demókratarnir vita það betur en nokkur annar,“ sagði forsetinn. Biden brást við ummælum Trump með því að spyrja í kaldhæðni í hvaða landi hann væri eiginlega staddur.AP/Carolyn Kaster Kemur Biden ekki á óvart AP-fréttastofan segir í hæsta máta óvanalegt að bandarískur forseti lýsi ekki fullu trausti á kosningar í landinu. Trump neitaði þó einnig að skuldbinda sig til að una niðurstöðunum í forsetakosningunum 2016. Hann hefur einnig haldið því rakalaust fram að milljónir ólöglegra atkvæða hafi verið greidd í kosningunum þá sem hafi verið ástæða þess að hann fékk nærri því þremur milljónum færri atkvæði en Hillary Clinton á landsvísu. „Sjáið til, hann segir afar órökrétta hluti. Ég veit ekki hvað á að segja um það en þetta kemur mér ekki á óvart,“ sagði Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, þegar hann var spurður um ummæli forsetans í gær. Framboð Biden sagði í yfirlýsingu að það yrði bandaríska þjóðin sem réði úrslitum kosninganna. „Ríkisstjórn Bandaríkjanna er fullfær um að fylgja óviðkomandi úr Hvíta húsinu. Borgararéttindasamtök Bandaríkjanna (ACLU) lýsti yfir áhyggjum af ummælum Trump um valdskipti eftir kosningar. Friðsöm valdaskipti væru lykillinn að því að lýðræðið virkaði sem skyldi. „Þessi yfirlýsing forseta Bandaríkjanna ætti að valda öllum Bandaríkjamönnum áhyggjum,“ sagði David Cole, yfirlögfræðingur ACLU. Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Utah, gagnrýndi Trump fyrir ummælin í tísti í gær. „Friðsöm valdaskipti eru grundvallaratriði í lýðræðinu, án þess er Hvíta-Rússland. Sú hugmynd að forsetinn virði kannski ekki þessa stjórnarskrárlegu tryggingu er óhugsandi og óásættanleg,“ tísti fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins. Trump forseti hefur gert póstatkvæði að stórpólitísku máli fyrir kosningarnar í nóvember. Afstaða kjósenda til þeirra fer nú að hluta til eftir flokkslínum. Á myndinni er póstatkvæði úr forvali demókrata í Pennsylvaníu í maí.AP/Gene J. Puskar Sagður undirbúa jarðveginn til að hafna úrslitunum Ásakanir hafa verið uppi um að fyrir Trump, sem er eftirbátur Biden í öllum áreiðanlegum skoðanakönnunum á landsvísu, vaki ekki endilega að koma í veg fyrir að atkvæði verði greidd í gegnum póstinn heldur að tortryggja framkvæmd kosninganna til þess að geta hafnað úrslitunum eftir á. Andstaða forsetans við póstatkvæði hefur þegar gert kjósendur repúblikana ólíklegri en demókrata til þess að greiða póstatkvæði á sama tíma og fyrirsjáanlegt er að milljónir fleiri póstatkvæða verði greidd í þessum kosningum en áður. Takist Trump og repúblikönum á einhvern hátt að koma í veg fyrir að póstatkvæði verði talin gild hefði það hlutfallslega meiri áhrif á atkvæðafjölda demókrata en repúblikana. Lögmenn Trump og Repúblikanaflokksins hafa höfðað fjölda dómsmála í nokkrum ríkjum til að þess að stöðva áform um að gera póstatkvæði aðgengileg fleiri kjósendum. Þeir unnu sigur í Pennsylvaníu á dögunum þegar hæstiréttur ríkisins úrskurðaði að atkvæði sem eru ekki lögð í sérstakt umslag verði ekki talin gild. Óttast er að allt að 100.000 atkvæði gætu því verið úrskurðuð ógild í ríkinu en slíkt gæti haft veruleg áhrif á úrslit kosninganna þar. Flokkadrættirnir í því hverjir eru líklegri til að greiða póstatkvæði gætu einnig þýtt að fyrstu tölur á kosninganótt gefi ekki endilega rétta mynd af endanlegum úrslitum. Trump gæti verið með forskot eftir fyrstu tölur þar sem stuðningsmenn hans eru líklegri til þess að greiða atkvæði á kjörstað. Lengri tíma tekur að telja póstatkvæði og þar sem demókratar eru líklegri til að notast við og því gæti orðið mikil sveifla til til þeirra þegar á líður kosninganótt og jafnvel dagana á eftir. Sérfræðingar hafa þannig varað við „rauðri hillingu“ á kosninganótt: að repúblikanar virðist með pálmann í höndunum í upphafi kvölds en síðan hverfi forskot þeirra eins og dögg fyrir sólu þegar póstatkvæði týnast inn. Trump gæti haldið því fram að slík atburðarás væri sönnun fyrir fullyrðingum hans um að svik væru í tafli. Trump virðist búast fastlega við því að farið verði í hart um úrslit kosninganna fyrir dómstólum. Spáði hann því í gær að úrslitin kæmu til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna. Því væri afar mikilvægt að hann næði að skipa nýjan dómara við réttinn í stað Ruth Bader Ginsburg, sem lést á föstudag, fyrir kjördag. Sagði ofbeldi gegn blaðamönnum „fagra sjón“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump hefur fullyrt, ýjað að eða grínast með að hann ætli sér ekki að virða lýðræðislegar venjur eða stjórnarskrána. Hann hefur ítrekað hafnað því að skuldbinda sig til að virða kosningaúrslit og þá hefur hann oftar en einu sinni talað um að gegna embætti forseti lengur en í þau tvö kjörtímabil sem stjórnarskráin leyfir. Forsetinn hefur sagt að það væri grín. Þegar Kommúnistaflokkur Kína felldi úr gildi takmarkanir á hversu lengi forseti gæti setið árið 2018 lýsti Trump því fyrir stuðningsmönnum sínum að Xi Jinping gæti verið forseti til lífstíðar. „Mér finnst það frábært. Kannski ættum við að reyna það einhvern daginn,“ sagði Trump við mikinn fögnuð stuðningsmanna sinna, að sögn New York Times. Í sumar gaf Trump í skyn að kosningunum í haust gæti verið frestað, nokkuð sem hann hefur ekkert vald til þess að gera. Hann dró í land eftir að nokkrir repúblikanar mótmæltu. Aðdáun Trump á harðstjórum og einræðisherrum í öðrum löndum er vel þekkt. Orðræða hans sjálfs hefur á köflum þótt í anda slíkra gerræðisstjórna. Þannig dásamaði Trump að lögreglumenn hefðu beitt fréttamenn hörku þegar hann ræddi við stuðningsmenn sína um mótmæli gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju á þriðjudag. „Stundum grípa þeir einn náunga: „Ég er blaðamaður! Ég er blaðamaður!“ Komdu þér héðan. Þeir köstuðu honum í burtu eins og hann væri lítill poppkornspoki,“ sagði forsetinn og kallaði fréttamann CNN sem fékk táragashylki í hnéð „fávita“. „Hreinskilnislega, þegar maður sér skítinn sem við höfum þurft að taka við þá er þetta í raun og veru fögur sjón,“ sagði Trump um ofbeldi gegn fréttamönnum. "They grabbed a guy - I'm a reporter! I'm a reporter!' - Get out of here!' They threw him aside like a bag of popcorn. But honestly, when you watch the crap we've all had to take...it's actually a beautiful sight"-Trump glorifies violence against journos pic.twitter.com/UAENo59vrR— Aaron Rupar (@atrupar) September 23, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin: Hvers vegna skiptir Hæstiréttur svona miklu máli? Í nýjum þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, ræðum við af hverju bandarískir íhaldsmenn leggja svo mikla áherslu á Hæstarétt. 24. september 2020 08:30 Telur að úrslit kosninganna fari fyrir Hæstarétt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann teldi að Hæstiréttur Bandaríkjanna þyrfti að skera út um úrslit forsetakosninganna í nóvember. Þessa vegna segir hann mikilvægt að skipa nýjan dómara í sæti Ruth Bader Ginsburg eins hratt og auðið sé. 23. september 2020 22:00 Koma Trump til bjargar og dæla peningum í auglýsingar Stærstu bakhjarlar Repbúlikanaflokksins eru nú að dæla peningum í auglýsingar fyrir framboð Donald Trump. Fjáröflun framboðs Trump hefur gengið erfiðlega á undanförnum misserum og hafa starfsmenn þess neyðst til að draga úr sjónvarpsauglýsingum víða um Bandaríkin. 18. september 2020 12:23 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Bandaríkin: Hvers vegna skiptir Hæstiréttur svona miklu máli? Í nýjum þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, ræðum við af hverju bandarískir íhaldsmenn leggja svo mikla áherslu á Hæstarétt. 24. september 2020 08:30
Telur að úrslit kosninganna fari fyrir Hæstarétt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann teldi að Hæstiréttur Bandaríkjanna þyrfti að skera út um úrslit forsetakosninganna í nóvember. Þessa vegna segir hann mikilvægt að skipa nýjan dómara í sæti Ruth Bader Ginsburg eins hratt og auðið sé. 23. september 2020 22:00
Koma Trump til bjargar og dæla peningum í auglýsingar Stærstu bakhjarlar Repbúlikanaflokksins eru nú að dæla peningum í auglýsingar fyrir framboð Donald Trump. Fjáröflun framboðs Trump hefur gengið erfiðlega á undanförnum misserum og hafa starfsmenn þess neyðst til að draga úr sjónvarpsauglýsingum víða um Bandaríkin. 18. september 2020 12:23