„Eins og hjarta höfuðborgarinnar sé uppfullt af fallegum skúrum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. september 2020 13:00 Greinarhöfundur virðist mjög hrifinn af bárujárnshúsunum í Reykjavík. Getty/Arcaid-Universal Images Group Bandaríski vefmiðillinn Bloomberg birti í gær ítarlega umfjöllun um bárujárnshús í Reykjavík. Í röð tísta um greinina nefnir greinarhöfundur fjórar staðreyndir um bárujárnshúsin sem hann telur vera sérstaklega merkilegar. Greinin er hluti af greinaröð Bloomberg þar sem ákveðnar borgir eru teknar fyrir og ítarlega fjallað um hvers konar byggingar það eru sem einkenni viðkomandi borgir. Nú þegar er búið að fjalla um borgir á borð við Hanoi, Brussel, Aþenu, London og Berlín en nú er röðin komin að Íslandi. „Fyrir þann sem heimsækir Reykjavík í fyrsta skipti, þá kemur hún á óvart. Það er ekki bara þessar miklu öfgar á milli birtustigs eftir árstíðum, hið ótrúlega umhleypingasama veðurfar, eða klettótt ásýnd Esjunnar sem gnæfir yfir öllu. Það eru líka byggingarnar“, skrifar Fergus O'Sullivan, höfundur greinarinnar, og þar á hann við bárujárnshúsin, sem einnig má finna um allt land. Segir hann að líklega séu flestir gestir borgarinnar vanir því að sjá bárujárnið notað á iðnaðarhúsum eða bóndabæjum. Það geti því virst fyrir þeim sem gengur um bárujárnshúsin við Bergþórugötuna, og víðar, að miðborg Reykjavíkur sé uppfull af fallegum skúrum. „Eins og hjarta höfuðborgarinnar sé uppfullt af fallegum skúrum,“ skrifar O' Sullivan. Í greininni fer O'Sullivan yfir sögu bárujárnshúsana, hvernig það hafi komið til að bárujárnið hafi borist til Íslands, í skiptum fyrir sauðfé. Þá nefnir hann einnig að Íslendingum hafi tekist, með tilkomu bárujárnshúsanna, að meðtaka nýjar leiðir til þess að byggja hýbýli, án þess að glata ákveðnum sérkennum og sjarma sem fyrir var. Í röð tísta um greinina segir O'Sullivan frá því að það sem honum hafi fundist merkilegast við að skrifa greinina sé fjórþætt. Í fyrsta lagi að efri stéttin hér á landi hafi flutt inn þessi hús hingað til lands í pökkum. Í öðru lagi að bárujárnið hafi meðal annars slegið í gegn sem vernd fyrir rigningu sem féll lárétt til jarðar, í þriðja lagi að svalirnar hafi yfirleitt snúið í norður frá sólu og þannig virkað sem eins konar ísskápur til þess að kæla matvöru og í síðasta lagi að Íslendingar séu greinilega mjög hrifnir af steinsteypum húsum. Greinina má lesa í heild sinni hér, og tíst greinarhöfundar hér að neðan. Interesting things I learned writing this piece:1/ Iceland's tiny 19th century upper class used to import their houses as pre-fab kits, then hammer them together on site.https://t.co/Nz4cAr5tJ0— Feargus O'Sullivan (@FeargusOSull) September 23, 2020 2/ Icelanders first got corrugated iron from trading live sheep with the UK. They used it to clad their houses to fight off rain that "falls horizontally"— Feargus O'Sullivan (@FeargusOSull) September 23, 2020 3/ Older houses used to have north-facing balconies - not for sunning yourself on, but as a sort of shaded outdoor fridge.— Feargus O'Sullivan (@FeargusOSull) September 23, 2020 4/ When concrete arrived as a mainstream building material, the Icelanders seem to have loved it. And to a large extent, they still do, referring to functionalist houses as "concrete classics".— Feargus O'Sullivan (@FeargusOSull) September 23, 2020 Reykjavík Skipulag Húsavernd Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Bjóða Grindvíkingum upp a ókeypis námskeið til að byggja upp seiglu Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Sjá meira
Bandaríski vefmiðillinn Bloomberg birti í gær ítarlega umfjöllun um bárujárnshús í Reykjavík. Í röð tísta um greinina nefnir greinarhöfundur fjórar staðreyndir um bárujárnshúsin sem hann telur vera sérstaklega merkilegar. Greinin er hluti af greinaröð Bloomberg þar sem ákveðnar borgir eru teknar fyrir og ítarlega fjallað um hvers konar byggingar það eru sem einkenni viðkomandi borgir. Nú þegar er búið að fjalla um borgir á borð við Hanoi, Brussel, Aþenu, London og Berlín en nú er röðin komin að Íslandi. „Fyrir þann sem heimsækir Reykjavík í fyrsta skipti, þá kemur hún á óvart. Það er ekki bara þessar miklu öfgar á milli birtustigs eftir árstíðum, hið ótrúlega umhleypingasama veðurfar, eða klettótt ásýnd Esjunnar sem gnæfir yfir öllu. Það eru líka byggingarnar“, skrifar Fergus O'Sullivan, höfundur greinarinnar, og þar á hann við bárujárnshúsin, sem einnig má finna um allt land. Segir hann að líklega séu flestir gestir borgarinnar vanir því að sjá bárujárnið notað á iðnaðarhúsum eða bóndabæjum. Það geti því virst fyrir þeim sem gengur um bárujárnshúsin við Bergþórugötuna, og víðar, að miðborg Reykjavíkur sé uppfull af fallegum skúrum. „Eins og hjarta höfuðborgarinnar sé uppfullt af fallegum skúrum,“ skrifar O' Sullivan. Í greininni fer O'Sullivan yfir sögu bárujárnshúsana, hvernig það hafi komið til að bárujárnið hafi borist til Íslands, í skiptum fyrir sauðfé. Þá nefnir hann einnig að Íslendingum hafi tekist, með tilkomu bárujárnshúsanna, að meðtaka nýjar leiðir til þess að byggja hýbýli, án þess að glata ákveðnum sérkennum og sjarma sem fyrir var. Í röð tísta um greinina segir O'Sullivan frá því að það sem honum hafi fundist merkilegast við að skrifa greinina sé fjórþætt. Í fyrsta lagi að efri stéttin hér á landi hafi flutt inn þessi hús hingað til lands í pökkum. Í öðru lagi að bárujárnið hafi meðal annars slegið í gegn sem vernd fyrir rigningu sem féll lárétt til jarðar, í þriðja lagi að svalirnar hafi yfirleitt snúið í norður frá sólu og þannig virkað sem eins konar ísskápur til þess að kæla matvöru og í síðasta lagi að Íslendingar séu greinilega mjög hrifnir af steinsteypum húsum. Greinina má lesa í heild sinni hér, og tíst greinarhöfundar hér að neðan. Interesting things I learned writing this piece:1/ Iceland's tiny 19th century upper class used to import their houses as pre-fab kits, then hammer them together on site.https://t.co/Nz4cAr5tJ0— Feargus O'Sullivan (@FeargusOSull) September 23, 2020 2/ Icelanders first got corrugated iron from trading live sheep with the UK. They used it to clad their houses to fight off rain that "falls horizontally"— Feargus O'Sullivan (@FeargusOSull) September 23, 2020 3/ Older houses used to have north-facing balconies - not for sunning yourself on, but as a sort of shaded outdoor fridge.— Feargus O'Sullivan (@FeargusOSull) September 23, 2020 4/ When concrete arrived as a mainstream building material, the Icelanders seem to have loved it. And to a large extent, they still do, referring to functionalist houses as "concrete classics".— Feargus O'Sullivan (@FeargusOSull) September 23, 2020
Reykjavík Skipulag Húsavernd Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Bjóða Grindvíkingum upp a ókeypis námskeið til að byggja upp seiglu Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Sjá meira