Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi Nadine Guðrún Yaghi og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 24. september 2020 18:54 Khedr-fjölskyldan hefur verið í felum að undanförnu en getur nú um frjálst höfuð strokið. visir/nadine guðrún Egypska Khedr fjölskyldan fékk í dag dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Kærunefnd útlendingamála féllst á sjónarmið fjölskyldunnar um endurupptöku fyrr í dag. Þetta segir Magnús D. Norðdal, lögmaður fjölskyldunnar. „Þetta er sigur fyrir íslenskt samfélag enda hefði fyrirhuguð brottvísun orðið ævarandi svartur blettur í sögu þjóðarinnar. Mælikvarði á gildi hvers samfélags er hvernig það kemur fram við sína viðkvæmustu hópa og þar eru börn fremst í flokki,“ segir Magnús. Hann segir að kærunefnd útlendingamála hafi fallist á endurupptöku málsins og lagt það fyrir Útlendingastofnun að veita fjölskyldunni dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Kærunefndin hafi vísað til þess að kynfæralimlestingar væru áhættuatriði yrði fjölskyldan send aftur til Egyptalands, atriðið væri nýtt á borði kærunefndar og því hafi málið verið tekið upp að nýju. „Þar af leiðandi endurupptaka þeir málið, málsmeðferðartíminn lengist og nær því lágmarksviðmiði sem þarf að ná til þess að geta fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða,“ segir Magnús í samtali við Vísi. „Almenningur allur og félagasamtök á borð við Solaris og No Borders tóku afstöðu með fjölskyldunni og sýndu það í verki. Fjölskyldan kann öllum þeim sem studdu hana miklar þakkir,“ segir Magnús. Hann segir að það sé óskandi að málið verði til þess að ryðja brautina fyrir önnur börn á flótta og að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu með tilliti til mats á hagsmunum barna. „Slíkt mat á ávallt að vera sjálfstætt og heildstætt og þannig úr garði gerð að hægt sé að taka ákvörðun í hverju máli sem er viðkomandi barni fyrir bestu,“ segir Magnús og bætir við að réttlætið hafi sigrað. Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Áslaug Arna má sæta hótunum Búið að líma miða í anddyri fjölbýlishúss þar sem dómsmálaráherra býr. 23. september 2020 17:04 Sýndu samstöðu með Khedr-fjölskyldunni fyrir utan dómsmálaráðuneytið Hópur mótmælenda safnaðist saman á samstöðufundi fyrir utan dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu í Reykjavík um hádegi í dag. 23. september 2020 12:52 Hafi aldrei tjáð ótta við kynfæralimlestingar í Egyptalandi Útlendingastofnun segir að á engu stigi máls egypskrar fjölskyldu, sem vísa átti úr landi í síðustu viku, hafi því verið borið við að fjölskyldumeðlimir óttuðust limlestingar á kynfærum, yrði þeim gert að snúa aftur til heimalands síns. 22. september 2020 19:32 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Egypska Khedr fjölskyldan fékk í dag dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Kærunefnd útlendingamála féllst á sjónarmið fjölskyldunnar um endurupptöku fyrr í dag. Þetta segir Magnús D. Norðdal, lögmaður fjölskyldunnar. „Þetta er sigur fyrir íslenskt samfélag enda hefði fyrirhuguð brottvísun orðið ævarandi svartur blettur í sögu þjóðarinnar. Mælikvarði á gildi hvers samfélags er hvernig það kemur fram við sína viðkvæmustu hópa og þar eru börn fremst í flokki,“ segir Magnús. Hann segir að kærunefnd útlendingamála hafi fallist á endurupptöku málsins og lagt það fyrir Útlendingastofnun að veita fjölskyldunni dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Kærunefndin hafi vísað til þess að kynfæralimlestingar væru áhættuatriði yrði fjölskyldan send aftur til Egyptalands, atriðið væri nýtt á borði kærunefndar og því hafi málið verið tekið upp að nýju. „Þar af leiðandi endurupptaka þeir málið, málsmeðferðartíminn lengist og nær því lágmarksviðmiði sem þarf að ná til þess að geta fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða,“ segir Magnús í samtali við Vísi. „Almenningur allur og félagasamtök á borð við Solaris og No Borders tóku afstöðu með fjölskyldunni og sýndu það í verki. Fjölskyldan kann öllum þeim sem studdu hana miklar þakkir,“ segir Magnús. Hann segir að það sé óskandi að málið verði til þess að ryðja brautina fyrir önnur börn á flótta og að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu með tilliti til mats á hagsmunum barna. „Slíkt mat á ávallt að vera sjálfstætt og heildstætt og þannig úr garði gerð að hægt sé að taka ákvörðun í hverju máli sem er viðkomandi barni fyrir bestu,“ segir Magnús og bætir við að réttlætið hafi sigrað.
Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Áslaug Arna má sæta hótunum Búið að líma miða í anddyri fjölbýlishúss þar sem dómsmálaráherra býr. 23. september 2020 17:04 Sýndu samstöðu með Khedr-fjölskyldunni fyrir utan dómsmálaráðuneytið Hópur mótmælenda safnaðist saman á samstöðufundi fyrir utan dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu í Reykjavík um hádegi í dag. 23. september 2020 12:52 Hafi aldrei tjáð ótta við kynfæralimlestingar í Egyptalandi Útlendingastofnun segir að á engu stigi máls egypskrar fjölskyldu, sem vísa átti úr landi í síðustu viku, hafi því verið borið við að fjölskyldumeðlimir óttuðust limlestingar á kynfærum, yrði þeim gert að snúa aftur til heimalands síns. 22. september 2020 19:32 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Áslaug Arna má sæta hótunum Búið að líma miða í anddyri fjölbýlishúss þar sem dómsmálaráherra býr. 23. september 2020 17:04
Sýndu samstöðu með Khedr-fjölskyldunni fyrir utan dómsmálaráðuneytið Hópur mótmælenda safnaðist saman á samstöðufundi fyrir utan dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu í Reykjavík um hádegi í dag. 23. september 2020 12:52
Hafi aldrei tjáð ótta við kynfæralimlestingar í Egyptalandi Útlendingastofnun segir að á engu stigi máls egypskrar fjölskyldu, sem vísa átti úr landi í síðustu viku, hafi því verið borið við að fjölskyldumeðlimir óttuðust limlestingar á kynfærum, yrði þeim gert að snúa aftur til heimalands síns. 22. september 2020 19:32