Valdi frekar að verða liðsfélagi Andra Fannars en að fara til Evrópumeistarana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. september 2020 14:00 Aaron Hickey fagnaði samningi sínum við Bologna með ítalska fánanum. Getty/Mark Scates Evrópumeistarar Bayern München vildu fá hann en Aaron Hickey sagði nei takk. Jafnaldrarnir Aaron Hickey og Andri Fannar Baldursson eru í staðinn orðnir liðsfélagar í ítalska fótboltanum. Hinn átján ára gamli Aaron Hickey hefur ákveðið að fara til ítalska félagsins Bologna en mörg félög voru á eftir honum þar á meðal Bayern München, Aston Villa og Celtic. Breska ríkisútvarðið fjallaði um Aaron Hickey og þessa ákvörðun hans enda eru ekki margir skoskir knattspyrnumenn sem hafna stórliði eins og Bayern München. BBC segir að ein af stóru ástæðunum fyrir vali Aaron Hickey er að hjá Bologna fær hann að spila með aðalliðinu. Aaron Hickey: The Scottish teenager who turned down Bayern Munich https://t.co/nGqJSYSzxy pic.twitter.com/GjlbbepskO— BBC Sport (@BBCSport) September 25, 2020 Annar átján ára strákur hefur fengið tækifæri hjá Bologna upp á síðkastið og það er íslenski landsliðsmaðurinn Andri Fannar Baldursson. Andri Fannar var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landsleik þegar Ísland mætti einu allra besta landsliði heims í Belgíu í Þjóðadeildinni. Andri Fannar Baldursson er fæddur í janúar 2002 en Aaron Hickey er fæddur í júní sama ár. Bologna keypti Andra Fannar frá Breiðabliki í ágúst 2019 og hann spilaði sína fyrstu leiki í ítölsku A-deildinni í febrúar á þessu ári. Aaron Hickey kom inn í lið Hearts tímabilið 2018-19 þegar hann var aðeins sextán ára gamall. Hickey varð meðal annars yngsti leikmaðurinn til að byrja bikaúrslitaleik í Skotlandi. Aaron Hickey hefur verið að spila sem vinstri bakvörður hjá Hearts undanfarin tvö tímabil en hann hefur einnig spilað sem afturliggjandi miðjumaður og er því fjölhæfur knattspyrnumaður. „Hann er eins og 24 eða 25 ára maður í líkama átján ára stráks,“ sagði Robbie Neilson, þjálfari hans hjá Hearts. Aaron Hickey er sagður þroskaður strákur sem lætur ekki mikið fyrir sér fara og segir ekki mikið. Hann hefur hins vegar mikinn metnað sem fótboltamaður og hann vill spila alvöru fótbolta. Það er einkum þess vegna að hann valdi það að spila með aðalliði Bologna í stað þess að dúsa á bekknum hjá Bayern. Hver veit nema að þeir Aaron Hickey og Andri Fannar Baldursson myndi framtíðarpar á miðju Bologna í næstu framtíð. Bologna's announcement for Aaron Hickey is certainly special pic.twitter.com/McO9CbOI7W— Goal (@goal) September 24, 2020 Ítalski boltinn Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Sjá meira
Evrópumeistarar Bayern München vildu fá hann en Aaron Hickey sagði nei takk. Jafnaldrarnir Aaron Hickey og Andri Fannar Baldursson eru í staðinn orðnir liðsfélagar í ítalska fótboltanum. Hinn átján ára gamli Aaron Hickey hefur ákveðið að fara til ítalska félagsins Bologna en mörg félög voru á eftir honum þar á meðal Bayern München, Aston Villa og Celtic. Breska ríkisútvarðið fjallaði um Aaron Hickey og þessa ákvörðun hans enda eru ekki margir skoskir knattspyrnumenn sem hafna stórliði eins og Bayern München. BBC segir að ein af stóru ástæðunum fyrir vali Aaron Hickey er að hjá Bologna fær hann að spila með aðalliðinu. Aaron Hickey: The Scottish teenager who turned down Bayern Munich https://t.co/nGqJSYSzxy pic.twitter.com/GjlbbepskO— BBC Sport (@BBCSport) September 25, 2020 Annar átján ára strákur hefur fengið tækifæri hjá Bologna upp á síðkastið og það er íslenski landsliðsmaðurinn Andri Fannar Baldursson. Andri Fannar var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landsleik þegar Ísland mætti einu allra besta landsliði heims í Belgíu í Þjóðadeildinni. Andri Fannar Baldursson er fæddur í janúar 2002 en Aaron Hickey er fæddur í júní sama ár. Bologna keypti Andra Fannar frá Breiðabliki í ágúst 2019 og hann spilaði sína fyrstu leiki í ítölsku A-deildinni í febrúar á þessu ári. Aaron Hickey kom inn í lið Hearts tímabilið 2018-19 þegar hann var aðeins sextán ára gamall. Hickey varð meðal annars yngsti leikmaðurinn til að byrja bikaúrslitaleik í Skotlandi. Aaron Hickey hefur verið að spila sem vinstri bakvörður hjá Hearts undanfarin tvö tímabil en hann hefur einnig spilað sem afturliggjandi miðjumaður og er því fjölhæfur knattspyrnumaður. „Hann er eins og 24 eða 25 ára maður í líkama átján ára stráks,“ sagði Robbie Neilson, þjálfari hans hjá Hearts. Aaron Hickey er sagður þroskaður strákur sem lætur ekki mikið fyrir sér fara og segir ekki mikið. Hann hefur hins vegar mikinn metnað sem fótboltamaður og hann vill spila alvöru fótbolta. Það er einkum þess vegna að hann valdi það að spila með aðalliði Bologna í stað þess að dúsa á bekknum hjá Bayern. Hver veit nema að þeir Aaron Hickey og Andri Fannar Baldursson myndi framtíðarpar á miðju Bologna í næstu framtíð. Bologna's announcement for Aaron Hickey is certainly special pic.twitter.com/McO9CbOI7W— Goal (@goal) September 24, 2020
Ítalski boltinn Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Sjá meira