Lýðræðið spyr ekki að hentisemi Bjarni Halldór Janusson skrifar 25. september 2020 12:01 Lýðræðið er mikið til umræðu þessa dagana. Hvenær er um eiginlegt „lýðræði“ að ræða? Hvað er æskileg kjörsókn? Skipta ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur nokkru máli? – þetta eru meðal þeirra spurninga sem hafa verið ofarlega á baugi í samfélagsumræðunni, einkum vegna deilna um drög að nýrri stjórnarskrá. Það er kannski við hæfi að staldra aðeins við og ræða lýðræðishugtakið betur. Lýðræðisleg þátttaka Lýðræðið er margslungið hugtak sem erfitt er að festa reiður á. Kjarni lýðræðisréttarins er þó sá að stjórnvaldið heyri ekki eingöngu undir útvalda og einstaka. Jafnframt gefur lýðræðið okkur kost á að tjá skoðanir okkar, óskir og óánægju með friðsamlegum hætti. Sú upplýsingamiðlun tryggir að samfélagið mótist samkvæmt vilja fólksins og nær fram sáttum með því að leita lausna án ofbeldis. Þess vegna er æskilegast að sjónarmið sem flestra komi fram og að meginþorri þjóðarinnar taki þátt í hinu lýðræðislega ferli með einum eða öðrum hætti. Lýðræðið gerir þannig beinlínis kröfu um virka þátttöku almennings, því í lýðræðisskipulaginu er uppspretta stjórnmálavaldsins rakin til almennings. Vandinn er þó sá að dregið hefur úr kosningaþátttöku á síðastliðnum áratugum og vantraust í garð stjórnmála aukist. Þetta getur gefið misvísandi skilaboð um vilja þjóðarinnar og dregur jafnvel úr áreiðanleika lýðræðislegra niðurstaða. Jafnframt dregur dvínandi traust úr lögmæti skipulagsins sem við búum við. Flestir hugsa um kosningar þegar lýðræðið berst til tals – en hvernig getum við metið lýðræðið eingöngu út frá kosningum þegar lýðræðisleg þátttaka almennings birtist líka á fjölmörgum öðrum sviðum? Vantraust eykst þegar kröfum þjóðarinnar er ekki mætt. Líklegt er að nýlegar þjóðfélagsbreytingar hafa valdið því að nú séu annars konar þarfir í fyrirrúmi meðal íbúa vestrænna ríkja – sem ganga ekki eingöngu út á efnislega og efnahagslega þætti. Óánægðir lýðræðissinnar, svonefndir, láta óánægju sína í ljós með því að mæta ekki á kjörstaði og láta skoðanir sínar í ljós með öðrum hætti, svo sem með mótmælum og almennu andófi sínu. Þetta andóf beinist ekki endilega gegn einstökum kosningum, heldur beinist það fremur gegn kerfinu sem slíku. Nýja stjórnarskráin Hvað umræðuna um nýju stjórnarskrána varðar skiptir það ekki öllu máli að kjörsókn hafi eingöngu verið 49% - eða að atkvæðagreiðslan um nýju stjórnarskrána árið 2012 hafi eingöngu verið ráðgefandi. Væru þau rök ávallt gild, hefðu sambandslögin árið 1918 ekki tekið gildi, enda var kjörsókn þá ekki nema 44% þó að mikill meirihluti þjóðarinnar hafi samþykkt þau. Í Evrópuþingkosningum nær kjörsókn sjaldnast yfir 50%. Að sama skapi má vísa til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, þar sem ríflega 52% þjóðarinnar kaus með útgöngu í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Voru þær kosningar lýðræðislegri en kosningarnar um nýju stjórnarskrána, þar sem 67% kjósenda kusu nýja stjórnarskrá og yfir 70% og jafnvel 80-90% þeirra kusu með helstu tillögum hennar? Einfalt reikningsdæmi segir að svo sé ekki. Hefði fullyrðingin „ráðgefandi kosningar skipta ekki máli“ verið gild árið 2016, þá hefðu Bretar ekki yfirgefið Evrópusambandið, en þar datt fáum stjórnmálamönnum í hug að draga í efa niðurstöður kosninganna. Hefði fullyrðingin „kjörsókn verður að vera meiri en 50%“ átt við árið 1918, þá hefðu sambandslögin svonefndu, sem lögðu grunn að sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar á fyrri hluta tuttugustu aldar, ekki hlotið samþykki. Til að meta kosningarnar um nýja stjórnarskrá þurfum við einnig að meta það ferli sem átti sér stað við mótun tillagna hennar. Þjóðfundur með 950 einstaklingum völdum af handahófi lögðu til þau grunngildi sem skyldi hafa að leiðarljósi við mótun nýrrar stjórnarskrár. Í Stjórnlagaráði sátu 25 lýðræðislega kjörnir einstaklingar með ólíkan bakgrunn og komu að vinnu nýrrar stjórnarskrár. Þar að auki komu fjölmargir aðrir áhugasamir að því starfi með athugasemdum sínum og ábendingum. Lýðræðislega þátttakan var því þó nokkur. Jafnframt má vísa til skoðanakannana, en þar hefur meirihluti aðspurðra lýst stuðningi við nýja stjórnarskrá, og sömuleiðis eru þeir fleiri sem segjast óánægðir en ánægðir með núgildandi stjórnarskrá. Hér með er ég ekki að taka afstöðu til kosninga ársins 2012 eða nýju stjórnarskrárinnar sem slíkrar. Ég er ekki að leggja mat á það hversu lýðræðisleg niðurstaða þeirra kosninga var, þó ég sé raunar þeirrar skoðunar að ekki megi gera lítið úr þeim. Ég er einfaldlega að benda á að svo margir þættir spila inn í og móta hið lýðræðislega ferli okkar. Það snýst ekki allt bara um nákvæmar prósentutölur og önnur formsatriði. Til að meta lýðræðislegan vilja þarf að horfa til annarra atriða sömuleiðis. Lýðræðið snýst fyrst og fremst um þátttöku almennings og virkt samráð við almenning er þannig nauðsynlegur hluti lýðræðislegra stjórnarhátta. Þess vegna ber okkur að meta vilja þjóðarinnar út frá öðrum þáttum en eingöngu þeim sem snúa að ákveðnum formsatriðum og prósentutölum kosninga. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Stjórnarskrá Bjarni Halldór Janusson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Lýðræðið er mikið til umræðu þessa dagana. Hvenær er um eiginlegt „lýðræði“ að ræða? Hvað er æskileg kjörsókn? Skipta ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur nokkru máli? – þetta eru meðal þeirra spurninga sem hafa verið ofarlega á baugi í samfélagsumræðunni, einkum vegna deilna um drög að nýrri stjórnarskrá. Það er kannski við hæfi að staldra aðeins við og ræða lýðræðishugtakið betur. Lýðræðisleg þátttaka Lýðræðið er margslungið hugtak sem erfitt er að festa reiður á. Kjarni lýðræðisréttarins er þó sá að stjórnvaldið heyri ekki eingöngu undir útvalda og einstaka. Jafnframt gefur lýðræðið okkur kost á að tjá skoðanir okkar, óskir og óánægju með friðsamlegum hætti. Sú upplýsingamiðlun tryggir að samfélagið mótist samkvæmt vilja fólksins og nær fram sáttum með því að leita lausna án ofbeldis. Þess vegna er æskilegast að sjónarmið sem flestra komi fram og að meginþorri þjóðarinnar taki þátt í hinu lýðræðislega ferli með einum eða öðrum hætti. Lýðræðið gerir þannig beinlínis kröfu um virka þátttöku almennings, því í lýðræðisskipulaginu er uppspretta stjórnmálavaldsins rakin til almennings. Vandinn er þó sá að dregið hefur úr kosningaþátttöku á síðastliðnum áratugum og vantraust í garð stjórnmála aukist. Þetta getur gefið misvísandi skilaboð um vilja þjóðarinnar og dregur jafnvel úr áreiðanleika lýðræðislegra niðurstaða. Jafnframt dregur dvínandi traust úr lögmæti skipulagsins sem við búum við. Flestir hugsa um kosningar þegar lýðræðið berst til tals – en hvernig getum við metið lýðræðið eingöngu út frá kosningum þegar lýðræðisleg þátttaka almennings birtist líka á fjölmörgum öðrum sviðum? Vantraust eykst þegar kröfum þjóðarinnar er ekki mætt. Líklegt er að nýlegar þjóðfélagsbreytingar hafa valdið því að nú séu annars konar þarfir í fyrirrúmi meðal íbúa vestrænna ríkja – sem ganga ekki eingöngu út á efnislega og efnahagslega þætti. Óánægðir lýðræðissinnar, svonefndir, láta óánægju sína í ljós með því að mæta ekki á kjörstaði og láta skoðanir sínar í ljós með öðrum hætti, svo sem með mótmælum og almennu andófi sínu. Þetta andóf beinist ekki endilega gegn einstökum kosningum, heldur beinist það fremur gegn kerfinu sem slíku. Nýja stjórnarskráin Hvað umræðuna um nýju stjórnarskrána varðar skiptir það ekki öllu máli að kjörsókn hafi eingöngu verið 49% - eða að atkvæðagreiðslan um nýju stjórnarskrána árið 2012 hafi eingöngu verið ráðgefandi. Væru þau rök ávallt gild, hefðu sambandslögin árið 1918 ekki tekið gildi, enda var kjörsókn þá ekki nema 44% þó að mikill meirihluti þjóðarinnar hafi samþykkt þau. Í Evrópuþingkosningum nær kjörsókn sjaldnast yfir 50%. Að sama skapi má vísa til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, þar sem ríflega 52% þjóðarinnar kaus með útgöngu í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Voru þær kosningar lýðræðislegri en kosningarnar um nýju stjórnarskrána, þar sem 67% kjósenda kusu nýja stjórnarskrá og yfir 70% og jafnvel 80-90% þeirra kusu með helstu tillögum hennar? Einfalt reikningsdæmi segir að svo sé ekki. Hefði fullyrðingin „ráðgefandi kosningar skipta ekki máli“ verið gild árið 2016, þá hefðu Bretar ekki yfirgefið Evrópusambandið, en þar datt fáum stjórnmálamönnum í hug að draga í efa niðurstöður kosninganna. Hefði fullyrðingin „kjörsókn verður að vera meiri en 50%“ átt við árið 1918, þá hefðu sambandslögin svonefndu, sem lögðu grunn að sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar á fyrri hluta tuttugustu aldar, ekki hlotið samþykki. Til að meta kosningarnar um nýja stjórnarskrá þurfum við einnig að meta það ferli sem átti sér stað við mótun tillagna hennar. Þjóðfundur með 950 einstaklingum völdum af handahófi lögðu til þau grunngildi sem skyldi hafa að leiðarljósi við mótun nýrrar stjórnarskrár. Í Stjórnlagaráði sátu 25 lýðræðislega kjörnir einstaklingar með ólíkan bakgrunn og komu að vinnu nýrrar stjórnarskrár. Þar að auki komu fjölmargir aðrir áhugasamir að því starfi með athugasemdum sínum og ábendingum. Lýðræðislega þátttakan var því þó nokkur. Jafnframt má vísa til skoðanakannana, en þar hefur meirihluti aðspurðra lýst stuðningi við nýja stjórnarskrá, og sömuleiðis eru þeir fleiri sem segjast óánægðir en ánægðir með núgildandi stjórnarskrá. Hér með er ég ekki að taka afstöðu til kosninga ársins 2012 eða nýju stjórnarskrárinnar sem slíkrar. Ég er ekki að leggja mat á það hversu lýðræðisleg niðurstaða þeirra kosninga var, þó ég sé raunar þeirrar skoðunar að ekki megi gera lítið úr þeim. Ég er einfaldlega að benda á að svo margir þættir spila inn í og móta hið lýðræðislega ferli okkar. Það snýst ekki allt bara um nákvæmar prósentutölur og önnur formsatriði. Til að meta lýðræðislegan vilja þarf að horfa til annarra atriða sömuleiðis. Lýðræðið snýst fyrst og fremst um þátttöku almennings og virkt samráð við almenning er þannig nauðsynlegur hluti lýðræðislegra stjórnarhátta. Þess vegna ber okkur að meta vilja þjóðarinnar út frá öðrum þáttum en eingöngu þeim sem snúa að ákveðnum formsatriðum og prósentutölum kosninga. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar