Kuldamet líklega slegið á Þingvöllum í nótt Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2020 13:42 Frá Þingvöllum. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Líklegt er að kuldamet í september hafi verið slegið á Þingvöllum þegar hitamælir í þjónustumiðstöðinni í þjóðgarðinum sýndi -9,5°C frost í nótt. Veðurfræðingur segir að heiðríkja og þurrt loft í háloftunum hafi stuðlað að kuldanum. Veðurstofan gat ekki staðfest strax að um kuldamet á Þingvöllum í septembermánuði væri að ræða en í yfirliti hennar um tíðarfar í september árið 2018 sagði að þær -8,7°C sem mældust þar 23. september það ár hafi verið mesta frost þar frá upphafi mælinga. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir við Vísi að sérstakar veðuraðstæður hafi verið til staðar í nótt sem framkölluðu frostið. Loftið yfir landinu hafi ekki verið sérlega kalt en í háloftunum, í um fjögurra til átta kílómetra hæð, hafi verið afar þurrt loft ættað frá norðurheimskautinu. Vatnsgufa og ský halda varma við yfirborð jarðar en á heiðskírri nóttu eins og nú í nótt nýtur þeirra temprandi áhrifa ekki við. „Þá er ekkert sem vinnur á móti útgeislun jarðar sem er á fullri ferð. Þess vegna verður svo kalt við yfirborð og kaldast þar sem vindur er hægur eða nánast logn og kalda loftið getur safnast fyrir í polla. Þingvalladældin er einmitt þekktur kuldapollastaður,“ segir Einar til útskýringar. Næturfrost gerði einnig í Reykjavík í nótt, allt niður í -3°C snemma í morgun. Einar telur það köldustu septembernótt í höfuðborginni frá árinu 2005. Aðeins hefur mælst næturfrost í september þriðja hvert ár undanfarin tuttugu ár, að því er segir í Facebook-færslu Einars sem vakti athygli á kuldanum í nótt. Veður Þingvellir Bláskógabyggð Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Sjá meira
Líklegt er að kuldamet í september hafi verið slegið á Þingvöllum þegar hitamælir í þjónustumiðstöðinni í þjóðgarðinum sýndi -9,5°C frost í nótt. Veðurfræðingur segir að heiðríkja og þurrt loft í háloftunum hafi stuðlað að kuldanum. Veðurstofan gat ekki staðfest strax að um kuldamet á Þingvöllum í septembermánuði væri að ræða en í yfirliti hennar um tíðarfar í september árið 2018 sagði að þær -8,7°C sem mældust þar 23. september það ár hafi verið mesta frost þar frá upphafi mælinga. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir við Vísi að sérstakar veðuraðstæður hafi verið til staðar í nótt sem framkölluðu frostið. Loftið yfir landinu hafi ekki verið sérlega kalt en í háloftunum, í um fjögurra til átta kílómetra hæð, hafi verið afar þurrt loft ættað frá norðurheimskautinu. Vatnsgufa og ský halda varma við yfirborð jarðar en á heiðskírri nóttu eins og nú í nótt nýtur þeirra temprandi áhrifa ekki við. „Þá er ekkert sem vinnur á móti útgeislun jarðar sem er á fullri ferð. Þess vegna verður svo kalt við yfirborð og kaldast þar sem vindur er hægur eða nánast logn og kalda loftið getur safnast fyrir í polla. Þingvalladældin er einmitt þekktur kuldapollastaður,“ segir Einar til útskýringar. Næturfrost gerði einnig í Reykjavík í nótt, allt niður í -3°C snemma í morgun. Einar telur það köldustu septembernótt í höfuðborginni frá árinu 2005. Aðeins hefur mælst næturfrost í september þriðja hvert ár undanfarin tuttugu ár, að því er segir í Facebook-færslu Einars sem vakti athygli á kuldanum í nótt.
Veður Þingvellir Bláskógabyggð Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Sjá meira