Stjórnmálamenn með yfirlýsingar um afskiptaleysi hafi síst hjálpað Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. september 2020 14:53 Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður. skjáskot/stöð 2 Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður egypsku fjölskyldunnar sem nú er komin með dvalarleyfi segir að mat á hagsmunum barnanna hafi verið í mýflugumynd. Það sé hans von að málið verði til þess að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu. Egypsku krakkarnir hlakka til að komast í skólann eftir að hafa verið í felum á Íslandi. Kærunefnd Útlendingamála byggir endurupptöku málsins á nýjum upplýsingum um að stúlkunni væri möguleg hætta búin vegna kynfæralimlestinga í heimalandinu. Um það hafi ekki verið fjallað um áður. Við endurupptöku málsins hafi málsmeðferðartíminn dregist umfram viðmið og fjölskyldunni því veitt dvalarleyfi. Vonar að málið ýti við stjórnvöldum Magnús segir að margvísleg brot hafi verið framin á málsmeðferð fjölskyldunnar. „Kjarni málsins er sá að það var ekki framkvæmt fullnægjandi, heildstætt og sjálfstætt mat á hagsmunum barnanna. Matið sem fór fram í byrjun var í algjörri mýflugumynd og það var ekkert mat á síðari stigum eftir að aðlögun hafði átt sér stað. Það er von okkar, sem komum að þessum málum, að þetta verði til þess að ýta við stjórnvöldum og að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu og framkvæmi ítarlegra mat á hagsmunum barna strax í byrjun og að það verði gætt betur að ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og ákvæðum Barnalaga hvað þetta varðar.“ Stjórnmálamenn með yfirlýsingar um afskiptaleysi hafi síst hjálpað Það er von Magnúsar að mál egypsku fjölskyldunnar verði ákveðin vakning fyrir stjórnvöld og að verklagi verði breytt. Hann vonar að stjórnvöld hlúi framvegis betur að börnum á flótta sem leita hingað til lands. „Þetta er mikill sigur fyrir fjölskylduna en að sama skapi ákveðinn áfellisdómur yfir þeim vinnubrögðum sem voru viðhöfð. Það er alveg ljóst að það voru ekki stjórnmálamenn þessa lands sem leystu þetta mál. Það var kærunefnd útlendingamála sem gerði það. Stjórnmálamenn kepptust við að lýsa því yfir að þeir myndu ekki stíga inn í þetta mál, eins og allir hafa nú séð.“ Fjölskyldan er strax farin að hugsa um næstu skref sín hér á Íslandi. Krakkarnir glaðir yfir því að fá að fara í skólann á ný Magnús náði að hitta fjölskylduna í gærkvöldi eftir að kærunefnd útlendingamála hafði kveðið upp úrskurð sinn. „Krakkarnir voru aðallega spenntir að fá að komast í skólann. Það var mesta gleðin. Ef þau fara ekki í dag þá geri ég ráð fyrir að þau fari strax á mánudaginn. Foreldrarnir eru strax farnir að hugsa um næstu skref. Konan er hjúkrunarfræðingur og langar að starfa hér sem hjúkrunarfræðingur. Maðurinn er tæknifræðingur og hann langar líka að finna sér starf. Þannig að það verður bara gaman að fylgjast með þessari fjölskyldu hér á Íslandi. Framtíðin er björt og hún er þeirra.“ Málið allt röð áfalla Aðspurður um líðan fjölskyldunnar eftir að hafa verið á flótta á Íslandi segir Magnús. „Þetta mál fyrir þau hefur auðvitað falið í sér röð áfalla. Það hafa vissulega verið áfangasigrar í málinu en allt að einu röð áfalla og nú síðast þegar þessi brottvísun átti að fara fram. Þau þurfa auðvitað bara að vinna úr því og eftir atvikum með viðeigandi aðstoð. Auðvitað hafa þetta verið röð áfalla en þetta endar vel en nú er bara að byggja upp bjarta og góða framtíð hér á landi. Þau hafa alla burði og allar forsendur til þess.“ Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Börn og uppeldi Tengdar fréttir Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi Egypska Khedr fjölskyldan fékk rétt í þessu dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 24. september 2020 18:54 Lýsa formlega eftir Khedr-fjölskyldunni Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér tilkynningu þar sem formlega er lýst eftir Khedr-fjölskyldunni. 21. september 2020 19:32 Líkir barnamálaráðherra við íþróttamann sem fallið hefur á lyfjaprófi Þingmaður Viðreisnar gagnrýndi félags- og barnamálaráðherra harðlega fyrir að hafa ekki kynnt sér mál egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi á miðvikudag en er nú í felum. Að hennar mati hafi hann staðið sig í þessu máli eins og íþróttamaður sem hefði fallið á lyfjaprófi. 20. september 2020 11:54 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður egypsku fjölskyldunnar sem nú er komin með dvalarleyfi segir að mat á hagsmunum barnanna hafi verið í mýflugumynd. Það sé hans von að málið verði til þess að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu. Egypsku krakkarnir hlakka til að komast í skólann eftir að hafa verið í felum á Íslandi. Kærunefnd Útlendingamála byggir endurupptöku málsins á nýjum upplýsingum um að stúlkunni væri möguleg hætta búin vegna kynfæralimlestinga í heimalandinu. Um það hafi ekki verið fjallað um áður. Við endurupptöku málsins hafi málsmeðferðartíminn dregist umfram viðmið og fjölskyldunni því veitt dvalarleyfi. Vonar að málið ýti við stjórnvöldum Magnús segir að margvísleg brot hafi verið framin á málsmeðferð fjölskyldunnar. „Kjarni málsins er sá að það var ekki framkvæmt fullnægjandi, heildstætt og sjálfstætt mat á hagsmunum barnanna. Matið sem fór fram í byrjun var í algjörri mýflugumynd og það var ekkert mat á síðari stigum eftir að aðlögun hafði átt sér stað. Það er von okkar, sem komum að þessum málum, að þetta verði til þess að ýta við stjórnvöldum og að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu og framkvæmi ítarlegra mat á hagsmunum barna strax í byrjun og að það verði gætt betur að ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og ákvæðum Barnalaga hvað þetta varðar.“ Stjórnmálamenn með yfirlýsingar um afskiptaleysi hafi síst hjálpað Það er von Magnúsar að mál egypsku fjölskyldunnar verði ákveðin vakning fyrir stjórnvöld og að verklagi verði breytt. Hann vonar að stjórnvöld hlúi framvegis betur að börnum á flótta sem leita hingað til lands. „Þetta er mikill sigur fyrir fjölskylduna en að sama skapi ákveðinn áfellisdómur yfir þeim vinnubrögðum sem voru viðhöfð. Það er alveg ljóst að það voru ekki stjórnmálamenn þessa lands sem leystu þetta mál. Það var kærunefnd útlendingamála sem gerði það. Stjórnmálamenn kepptust við að lýsa því yfir að þeir myndu ekki stíga inn í þetta mál, eins og allir hafa nú séð.“ Fjölskyldan er strax farin að hugsa um næstu skref sín hér á Íslandi. Krakkarnir glaðir yfir því að fá að fara í skólann á ný Magnús náði að hitta fjölskylduna í gærkvöldi eftir að kærunefnd útlendingamála hafði kveðið upp úrskurð sinn. „Krakkarnir voru aðallega spenntir að fá að komast í skólann. Það var mesta gleðin. Ef þau fara ekki í dag þá geri ég ráð fyrir að þau fari strax á mánudaginn. Foreldrarnir eru strax farnir að hugsa um næstu skref. Konan er hjúkrunarfræðingur og langar að starfa hér sem hjúkrunarfræðingur. Maðurinn er tæknifræðingur og hann langar líka að finna sér starf. Þannig að það verður bara gaman að fylgjast með þessari fjölskyldu hér á Íslandi. Framtíðin er björt og hún er þeirra.“ Málið allt röð áfalla Aðspurður um líðan fjölskyldunnar eftir að hafa verið á flótta á Íslandi segir Magnús. „Þetta mál fyrir þau hefur auðvitað falið í sér röð áfalla. Það hafa vissulega verið áfangasigrar í málinu en allt að einu röð áfalla og nú síðast þegar þessi brottvísun átti að fara fram. Þau þurfa auðvitað bara að vinna úr því og eftir atvikum með viðeigandi aðstoð. Auðvitað hafa þetta verið röð áfalla en þetta endar vel en nú er bara að byggja upp bjarta og góða framtíð hér á landi. Þau hafa alla burði og allar forsendur til þess.“
Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Börn og uppeldi Tengdar fréttir Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi Egypska Khedr fjölskyldan fékk rétt í þessu dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 24. september 2020 18:54 Lýsa formlega eftir Khedr-fjölskyldunni Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér tilkynningu þar sem formlega er lýst eftir Khedr-fjölskyldunni. 21. september 2020 19:32 Líkir barnamálaráðherra við íþróttamann sem fallið hefur á lyfjaprófi Þingmaður Viðreisnar gagnrýndi félags- og barnamálaráðherra harðlega fyrir að hafa ekki kynnt sér mál egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi á miðvikudag en er nú í felum. Að hennar mati hafi hann staðið sig í þessu máli eins og íþróttamaður sem hefði fallið á lyfjaprófi. 20. september 2020 11:54 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi Egypska Khedr fjölskyldan fékk rétt í þessu dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 24. september 2020 18:54
Lýsa formlega eftir Khedr-fjölskyldunni Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér tilkynningu þar sem formlega er lýst eftir Khedr-fjölskyldunni. 21. september 2020 19:32
Líkir barnamálaráðherra við íþróttamann sem fallið hefur á lyfjaprófi Þingmaður Viðreisnar gagnrýndi félags- og barnamálaráðherra harðlega fyrir að hafa ekki kynnt sér mál egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi á miðvikudag en er nú í felum. Að hennar mati hafi hann staðið sig í þessu máli eins og íþróttamaður sem hefði fallið á lyfjaprófi. 20. september 2020 11:54