Grétu af gleði þegar þau fengu landvistarleyfið Nadine Guðrún Yaghi og Kjartan Kjartansson skrifa 25. september 2020 16:46 Khedr-fjölskyldan sem nú er komin með landvistarleyfi á Íslandi. Vísir/Egill Khedr-fjölskyldan segist varla trúa því ennþá að hún dvelji nú löglega á Íslandi. Þau grétu öll af gleði þegar þau fengu fréttirnar um að þeim yrði veitt landvistarleyfi í gærkvöldi eftir að til stóð að vísa þeim úr landi fyrir viku. Fjölskyldunni var tilkynnt um að hún fengi landvistarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða í gærkvöldi. Kærunefnd útlendingamála byggði endurupptöku máls fjölskyldunnar á nýjum upplýsingum um að stúlkunni væri möguleg hætta búin vegna kynfæralimlestinga í heimalandinu. Um það hafi ekki verið fjallað um áður. Við endurupptöku málsins hafi málsmeðferðartíminn dregist umfram viðmið og fjölskyldunni því veitt dvalarleyfi. Að neðan má heyra viðtal við fjölskylduna. „Það var gaman í gær þegar Magnús [Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar] hringdi í mömmu mína. Hún var að tala við hann í eldhúsinu og fór svo að hlaupa og sagði við verðum hér á Íslandi og fáum kennitölu. Ég fór mikið að gráta og við öll. Við fórum svo líka að horfa á sjónvarpið og sáum Magnús og hann var að tala í sjónvarpinu og það var gaman,“ segir Rewida Ibrahim Khedr sem er tólf ára gömul. „Við erum mjög ánægð með þetta. Við skiljum ekki, við trúum ekki að við séum núna íbúar hér. Við höfum verið hrædd til þessa en núna getum við andað léttar og lifað vel því verðum hér löglega,“ segir Doaa Mohamed Mohamed Eldeib, móðirin í fjölskyldunni. Fjölskyldan fór í felur þegar til stóð að senda hana úr landi en vill ekki gefa upp hvar hún hefur verið síðustu vikuna. „Við vorum í felum og fórum ekki neitt út. Við vorum hrædd við að fara út og við vissum að lögreglan væri að leita að okkur,“ segir Eldeib. Þannig að það var fólk að hjálpa ykkur? „Já, það var fólk sem hjálpaði okkur,“ segir hún. Elskar Ísland og fólkið sem hjálpaði þeim Þau segja að næstu dagar fari í að ná áttum. Þá ætli þau að finna sér íbúð í Reykjavík. Krakkarnir séu spenntir að fara aftur í skólann. „Við erum að fara á mánudaginn,“ segir Rewida. „Það er langt síðan við hittum þau,“ segir Abdalla Ibrahim, níu ára gamall bróðir hennar, þegar systkinin eru spurð hvort þau hlakki til að hitta skólafélagana. Doa sem er menntaður hjúkrunarfræðingur ætlar að sækja um starf á spítala og Ibrahim, sem er tæknifræðingur ætlar að leita sér að vinnu líka. Þau ítreka þakklæti sitt til allra sem hafa sýnt þeim stuðning. „Pabbi minn segir að hann elskar Ísland og elskar að við verðum á Íslandi, eigum heimili á Íslandi og hann elskar fólkið sem hefur verið að hjálpa okkur,“ segir Abdalla Ibrahim fyrir hönd föður síns. Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Stjórnmálamenn með yfirlýsingar um afskiptaleysi hafi síst hjálpað Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður egypsku fjölskyldunnar sem nú er komin með dvalarleyfi segir að mat á hagsmunum barnanna hafi verið í mýflugumynd. Það sé hans von að málið verði til þess að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu. Egypsku krakkarnir hlakka til að komast í skólann eftir að hafa verið í felum á Íslandi. 25. september 2020 14:53 Katrín og Svandís glaðar fyrir hönd egypsku fjölskyldunnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segjast báðar hafa glaðst fyrir hönd Khedr-fjölskyldunnar eftir að henni var veitt hæli af mannúðarástæðum hér á landi í gær. 25. september 2020 14:26 Telja ekki hættu á ofsóknum en málsmeðferðartíminn varð of langur Ákvörðun kærunefndar útlendingamála um að veita Khedr-fjölskyldunni egypsku dvalarleyfi hér á landi er byggð á því að of langur tími hafi liðið frá því að sótt var um alþjóðlega vernd þar til endanleg niðurstaða lá fyrir í málinu. 24. september 2020 22:32 Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi Egypska Khedr fjölskyldan fékk rétt í þessu dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 24. september 2020 18:54 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Khedr-fjölskyldan segist varla trúa því ennþá að hún dvelji nú löglega á Íslandi. Þau grétu öll af gleði þegar þau fengu fréttirnar um að þeim yrði veitt landvistarleyfi í gærkvöldi eftir að til stóð að vísa þeim úr landi fyrir viku. Fjölskyldunni var tilkynnt um að hún fengi landvistarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða í gærkvöldi. Kærunefnd útlendingamála byggði endurupptöku máls fjölskyldunnar á nýjum upplýsingum um að stúlkunni væri möguleg hætta búin vegna kynfæralimlestinga í heimalandinu. Um það hafi ekki verið fjallað um áður. Við endurupptöku málsins hafi málsmeðferðartíminn dregist umfram viðmið og fjölskyldunni því veitt dvalarleyfi. Að neðan má heyra viðtal við fjölskylduna. „Það var gaman í gær þegar Magnús [Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar] hringdi í mömmu mína. Hún var að tala við hann í eldhúsinu og fór svo að hlaupa og sagði við verðum hér á Íslandi og fáum kennitölu. Ég fór mikið að gráta og við öll. Við fórum svo líka að horfa á sjónvarpið og sáum Magnús og hann var að tala í sjónvarpinu og það var gaman,“ segir Rewida Ibrahim Khedr sem er tólf ára gömul. „Við erum mjög ánægð með þetta. Við skiljum ekki, við trúum ekki að við séum núna íbúar hér. Við höfum verið hrædd til þessa en núna getum við andað léttar og lifað vel því verðum hér löglega,“ segir Doaa Mohamed Mohamed Eldeib, móðirin í fjölskyldunni. Fjölskyldan fór í felur þegar til stóð að senda hana úr landi en vill ekki gefa upp hvar hún hefur verið síðustu vikuna. „Við vorum í felum og fórum ekki neitt út. Við vorum hrædd við að fara út og við vissum að lögreglan væri að leita að okkur,“ segir Eldeib. Þannig að það var fólk að hjálpa ykkur? „Já, það var fólk sem hjálpaði okkur,“ segir hún. Elskar Ísland og fólkið sem hjálpaði þeim Þau segja að næstu dagar fari í að ná áttum. Þá ætli þau að finna sér íbúð í Reykjavík. Krakkarnir séu spenntir að fara aftur í skólann. „Við erum að fara á mánudaginn,“ segir Rewida. „Það er langt síðan við hittum þau,“ segir Abdalla Ibrahim, níu ára gamall bróðir hennar, þegar systkinin eru spurð hvort þau hlakki til að hitta skólafélagana. Doa sem er menntaður hjúkrunarfræðingur ætlar að sækja um starf á spítala og Ibrahim, sem er tæknifræðingur ætlar að leita sér að vinnu líka. Þau ítreka þakklæti sitt til allra sem hafa sýnt þeim stuðning. „Pabbi minn segir að hann elskar Ísland og elskar að við verðum á Íslandi, eigum heimili á Íslandi og hann elskar fólkið sem hefur verið að hjálpa okkur,“ segir Abdalla Ibrahim fyrir hönd föður síns.
Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Stjórnmálamenn með yfirlýsingar um afskiptaleysi hafi síst hjálpað Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður egypsku fjölskyldunnar sem nú er komin með dvalarleyfi segir að mat á hagsmunum barnanna hafi verið í mýflugumynd. Það sé hans von að málið verði til þess að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu. Egypsku krakkarnir hlakka til að komast í skólann eftir að hafa verið í felum á Íslandi. 25. september 2020 14:53 Katrín og Svandís glaðar fyrir hönd egypsku fjölskyldunnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segjast báðar hafa glaðst fyrir hönd Khedr-fjölskyldunnar eftir að henni var veitt hæli af mannúðarástæðum hér á landi í gær. 25. september 2020 14:26 Telja ekki hættu á ofsóknum en málsmeðferðartíminn varð of langur Ákvörðun kærunefndar útlendingamála um að veita Khedr-fjölskyldunni egypsku dvalarleyfi hér á landi er byggð á því að of langur tími hafi liðið frá því að sótt var um alþjóðlega vernd þar til endanleg niðurstaða lá fyrir í málinu. 24. september 2020 22:32 Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi Egypska Khedr fjölskyldan fékk rétt í þessu dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 24. september 2020 18:54 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Stjórnmálamenn með yfirlýsingar um afskiptaleysi hafi síst hjálpað Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður egypsku fjölskyldunnar sem nú er komin með dvalarleyfi segir að mat á hagsmunum barnanna hafi verið í mýflugumynd. Það sé hans von að málið verði til þess að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu. Egypsku krakkarnir hlakka til að komast í skólann eftir að hafa verið í felum á Íslandi. 25. september 2020 14:53
Katrín og Svandís glaðar fyrir hönd egypsku fjölskyldunnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segjast báðar hafa glaðst fyrir hönd Khedr-fjölskyldunnar eftir að henni var veitt hæli af mannúðarástæðum hér á landi í gær. 25. september 2020 14:26
Telja ekki hættu á ofsóknum en málsmeðferðartíminn varð of langur Ákvörðun kærunefndar útlendingamála um að veita Khedr-fjölskyldunni egypsku dvalarleyfi hér á landi er byggð á því að of langur tími hafi liðið frá því að sótt var um alþjóðlega vernd þar til endanleg niðurstaða lá fyrir í málinu. 24. september 2020 22:32
Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi Egypska Khedr fjölskyldan fékk rétt í þessu dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 24. september 2020 18:54
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent