Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var endurkjörin á landsþingi flokksins á fimmta tímanum í dag. Þorgerður var ein í framboði til formanns flokksins en hún hlaut 341 atkvæði en alls greiddu 363 atkvæði í kosningunum.
Landsþing Viðreisnar fer fram í dag og er það alrafrænt og er áætlað að það standi til klukkan 18:30.
Hægt er að fylgjast með landsfundinum hér.