Mannfall í hernaðarátökum Asera og Armena Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2020 14:36 Mynd sem armenska varnarmálaráðuneytið sendi út sem á að sýna aserskan skriðdreka verða fyrir sprengikúlu við Nagorno-Karabakh. AP/armenska varnarmálaráðuneytið Bæði Aserar og Armenar segjast hafa orðið fyrir mannfalli í skærum ríkjanna um Nagorno-Karabakh, umdeilt og landlukt svæði innan Aserbaídsjan. Átökin eru sögð þau hörðustu frá því að sextán manns féllu í júlí. Bæði ríki gera tilkall til héraðsins í sunnanverðum Kákakusfjöllum. Uppreisnarmenn af armenskum ættum hafa ráðið þar ríkjum frá því að borgarastríði lauk þar árið 1994 en alþjóðsamfélagið viðurkennir yfirráð Asera yfir því. Héraðið er um fimmtíu kílómetrum frá landamærum Aserbaídsjan að Armeníu. AP-fréttastofan segir ekki ljóst hvert tilefni átakanna í morgun voru. Herir ríkjanna tveggja beittu loft- og stórskotaliðsárásum. Aserar kenna Armenum um upphafið og segjast hafa brugðist við sprengikúlum sem var skotið frá Armeníu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Armensk yfirvöld fullyrða að kona og barn hafi fallið í sprengikúluregni Asera og að armenski herinn hafi skotið niður tvær aserskar herþyrlur og þrjá skriðreka. Því hafna stjórnvöld í Aserbaídsjan sem halda því fram að mannfall hafi orðið í her landsins. Ilham Aliyev, forseti Aserbaídsjan, sagði í sjónvarpsávarpi að mannfall hafi verið bæði á meðal hersins og óbreyttra borgarar í sprengjuárásum Armena. Fullyrti hann að herinn hefði grandað mörgum hernaðareiningum andstæðingsins. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, er sagður í sambandi við bæði ríki til að fá þau til að slíðra vopnin og hefja viðræður. Bæði Armenía og Aserbaídsjan voru hluti af Sovétríkjunum sálugu. Armenía Aserbaídsjan Hernaður Nagorno-Karabakh Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Bæði Aserar og Armenar segjast hafa orðið fyrir mannfalli í skærum ríkjanna um Nagorno-Karabakh, umdeilt og landlukt svæði innan Aserbaídsjan. Átökin eru sögð þau hörðustu frá því að sextán manns féllu í júlí. Bæði ríki gera tilkall til héraðsins í sunnanverðum Kákakusfjöllum. Uppreisnarmenn af armenskum ættum hafa ráðið þar ríkjum frá því að borgarastríði lauk þar árið 1994 en alþjóðsamfélagið viðurkennir yfirráð Asera yfir því. Héraðið er um fimmtíu kílómetrum frá landamærum Aserbaídsjan að Armeníu. AP-fréttastofan segir ekki ljóst hvert tilefni átakanna í morgun voru. Herir ríkjanna tveggja beittu loft- og stórskotaliðsárásum. Aserar kenna Armenum um upphafið og segjast hafa brugðist við sprengikúlum sem var skotið frá Armeníu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Armensk yfirvöld fullyrða að kona og barn hafi fallið í sprengikúluregni Asera og að armenski herinn hafi skotið niður tvær aserskar herþyrlur og þrjá skriðreka. Því hafna stjórnvöld í Aserbaídsjan sem halda því fram að mannfall hafi orðið í her landsins. Ilham Aliyev, forseti Aserbaídsjan, sagði í sjónvarpsávarpi að mannfall hafi verið bæði á meðal hersins og óbreyttra borgarar í sprengjuárásum Armena. Fullyrti hann að herinn hefði grandað mörgum hernaðareiningum andstæðingsins. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, er sagður í sambandi við bæði ríki til að fá þau til að slíðra vopnin og hefja viðræður. Bæði Armenía og Aserbaídsjan voru hluti af Sovétríkjunum sálugu.
Armenía Aserbaídsjan Hernaður Nagorno-Karabakh Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira