Innlent

Gekk fram á heima­til­búna sprengju

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Mynd af umræddri sprengju.
Mynd af umræddri sprengju. Facebook/Lögreglan á Suðurnesjum

Lögreglan á Suðurnesjum greinir frá því á Facebook síðu sinni að embættinu hefði í dag borist tilkynning frá gangandi vegfaranda í Reykjanesbæ um undarlegan hlut sem á vegi hans varð. Við nánari athugun reyndist hluturinn vera heimatilbúin sprengja.

Í Facebook-færslu lögreglunnar kemur fram að sprengjan hafi verið samsett úr flugeldum. Á mynd sem birt er með færslunni sést að sprengjan er ekki ýkja stór, þar sem búið er að leggja penna við hlið hennar.

„Við viljum benda foreldrum á að brýna fyrir börnum sínum hversu hættulegt það er að eiga við flugelda líkt og búið var að gera hér. Einnig geta gamlir flugeldar sem hafa ekki verið geymdir við réttar aðstæður reynst mjög varasamir,“ segir einnig í færslu lögreglunnar þar sem fólk er hvatt til þess að fara ætíð gætilega með flugelda.

Okkur berast reglulega tilkynningar gegnum fésbókarsíðuna okkar. Í dag barst okkur tilkynning frá aðila sem hafði verið...

Posted by Lögreglan á Suðurnesjum on Sunday, 27 September 2020



Fleiri fréttir

Sjá meira


×