Konur stjórnarformenn í einungis fjórðungi félaga í eigu ríkisins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 27. september 2020 22:00 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir þurfa að gera betur í þessum málum. Vísir/Vilhelm Konur gegna stjórnarformennsku í einungis um fjórðungi þeirra félaga sem eru í eigu ríkisins. Fjármálaráðherra hvetur þá sem fara með skipunarvald til að huga að þessu og stefna að því að jafna hlut karla og kvenna. Samkvæmt nýjum tölum um ríkisfélög sem teknar hafa verið saman í því skyni að auka gagnsæi um reksturinn hallar nokkuð á konur á stjórnum þeirra. Ríkið á alfarið eða ráðandi hlut í þrjátíu og sjö félögum. Karlar eru í meirihluta í stjórnum 26 félaga. Í heildina verma karlmenn 55 prósent stjórnarsæta en konur 45%. Í fæstum ríkisfélögum gegna konur stjórnarformennsku, eða einungis í 11 af 37. „Í stjórnarformennskum finnst mér að við þurfum að gera betur og vera með jafnari hlutföll. Heilt yfir varðandi stjórnarsetuna er þetta skárra en þá má enn gera betur þar líka,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Arfleifð fyrri tíma Bjarni telur að jafna þurfi hlutfallið. „Með því að taka þetta saman á einn stað gefum við öllum þeim sem koma að slíkum skipunum tilefni til að íhuga hvort þeir geti ekki lagt eitthvað af mörkum svo að við náum betur markmiðum okkar,2 segir Bjarni. „Og það verður hins vegar ekki gert nema að hver og einn sem fer með skipunarvaldið taki það til sín hverju sinni.“ Hlutfall kvenna í stjórnarsætum er sambærilegt og það var meðal forstöðumanna ríkisstofnana í fyrra, þá fóru konur fyrir 42 prósentum þeirra. Mun fleiri konur en karlar starfa þó almennt hjá ríkinu, og eru þær um tveir þriðju hlutar alls starfsfólks ríkisins. Hlutur kvenna hefur þó farið vaxandi á síðustu árum. „Ég myndi halda að þetta væri að hluta til einhver arfleifð frá fyrri tíma en ég tel að þetta sé að breytast,“ segir Bjarni Benediktsson. Fyrirsögnin hefur verið uppfærð þar sem upphafleg fyrirsögn um að konur væru stjórnarmenn í fjórðungi félaga í eigu ríkisins var ekki rétt. Hið rétta er að um er að ræða stjórnarformenn. Jafnréttismál Stjórnsýsla Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Konur gegna stjórnarformennsku í einungis um fjórðungi þeirra félaga sem eru í eigu ríkisins. Fjármálaráðherra hvetur þá sem fara með skipunarvald til að huga að þessu og stefna að því að jafna hlut karla og kvenna. Samkvæmt nýjum tölum um ríkisfélög sem teknar hafa verið saman í því skyni að auka gagnsæi um reksturinn hallar nokkuð á konur á stjórnum þeirra. Ríkið á alfarið eða ráðandi hlut í þrjátíu og sjö félögum. Karlar eru í meirihluta í stjórnum 26 félaga. Í heildina verma karlmenn 55 prósent stjórnarsæta en konur 45%. Í fæstum ríkisfélögum gegna konur stjórnarformennsku, eða einungis í 11 af 37. „Í stjórnarformennskum finnst mér að við þurfum að gera betur og vera með jafnari hlutföll. Heilt yfir varðandi stjórnarsetuna er þetta skárra en þá má enn gera betur þar líka,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Arfleifð fyrri tíma Bjarni telur að jafna þurfi hlutfallið. „Með því að taka þetta saman á einn stað gefum við öllum þeim sem koma að slíkum skipunum tilefni til að íhuga hvort þeir geti ekki lagt eitthvað af mörkum svo að við náum betur markmiðum okkar,2 segir Bjarni. „Og það verður hins vegar ekki gert nema að hver og einn sem fer með skipunarvaldið taki það til sín hverju sinni.“ Hlutfall kvenna í stjórnarsætum er sambærilegt og það var meðal forstöðumanna ríkisstofnana í fyrra, þá fóru konur fyrir 42 prósentum þeirra. Mun fleiri konur en karlar starfa þó almennt hjá ríkinu, og eru þær um tveir þriðju hlutar alls starfsfólks ríkisins. Hlutur kvenna hefur þó farið vaxandi á síðustu árum. „Ég myndi halda að þetta væri að hluta til einhver arfleifð frá fyrri tíma en ég tel að þetta sé að breytast,“ segir Bjarni Benediktsson. Fyrirsögnin hefur verið uppfærð þar sem upphafleg fyrirsögn um að konur væru stjórnarmenn í fjórðungi félaga í eigu ríkisins var ekki rétt. Hið rétta er að um er að ræða stjórnarformenn.
Jafnréttismál Stjórnsýsla Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira