Ég vil fá að ráða mínum málum sjálfur Guðbrandur Einarsson skrifar 28. september 2020 07:30 Þegar fólk tekur lán til fasteignakaupa er að mörgu að hyggja. Fyrst og síðast er þó mikilvægt að greiðslubyrði sé löguð að þörfum og getu hvers og eins. Mikil umræða hefur átt sér stað um kosti og galla verðtryggingar og sitt sýnist hverjum. Margir hafa nú valið að taka frekar óverðtryggð lán en verðtryggð og ekkert nema gott um það að segja því það er þeirra val og mér finnst eðlilegt að einstaklingurinn hafi val. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem gefin var út í tengslum við undirritun á svokölluðum Lífskjarasamningi er eftirfarandi texta að finna: “Frá og með ársbyrjun 2020 verði óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til neytenda til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. Rökin fyrir þessu felast fyrst og fremst í þeim ókostum verðtryggðra jafngreiðslulána að verðbótum er bætt við höfuðstól lánsins og greiðslu þeirra frestað þannig að eignamyndun verður hægari en ella og líkur á neikvæðu eigin fé lántaka aukast.” Þessi texti er tilkominn vegna kröfu ákveðinna verkalýðsfrömuða sem greinilega vilja fækka möguleikum á lánamarkaði. Illu heilli var þetta síðan sett inn í lögin um hlutdeildaríbúiðir sem nýverið er búið að samþykkja. Ég átta mig ekki á þeirri forsjárhyggju sem er þarna á gangi. Hvers vegna er verið vinna að því að skerða möguleika fólks til lántöku? Það eru ekki allir sem ráða við að taka styttri lán. Afborgun af 25 ára láni er 60% hærri en af 40 ára láni og það eru heldur ekki allir sem vilja né geta lifað við þann óstöðugleika sem getur fylgt óverðtryggðum lánum. Hækkun á vöxtum úr 2% í 3% er sakleysisleg á pappír en þýðir 50% hækkun á vöxtum. Það er hætt við að margir hefðu rúllað þráðbeint á hausinn í hruninu þegar að óverðtryggðir vextir fóru yfir 20%. Að tala um að eignamyndun verði hægari með verðtryggðu láni er sérstakt, því það er auðvitað bara á ábyrgð hvers og eins. Það er alltaf hægt að greiða meira inn á verðtryggð lán en sem nemur afborgun hverju sinni. Sem betur fer hefur ríkisstjórn Íslands ekki látið verða af þessu og vonandi gerir hún það ekki. Í íslensku efnahagsumhverfi eins óstöðugt og það nú er, tek ég verðtryggt lán eins langt og ég tel mér henta og finnst óeðlilegt að verkalýðsforkólfar hafi eitthvað með það að gera. Ég vil fá að ráða mínum málum sjálfur. Höfundur er oddviti Beinar leiðar og forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Húsnæðismál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar fólk tekur lán til fasteignakaupa er að mörgu að hyggja. Fyrst og síðast er þó mikilvægt að greiðslubyrði sé löguð að þörfum og getu hvers og eins. Mikil umræða hefur átt sér stað um kosti og galla verðtryggingar og sitt sýnist hverjum. Margir hafa nú valið að taka frekar óverðtryggð lán en verðtryggð og ekkert nema gott um það að segja því það er þeirra val og mér finnst eðlilegt að einstaklingurinn hafi val. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem gefin var út í tengslum við undirritun á svokölluðum Lífskjarasamningi er eftirfarandi texta að finna: “Frá og með ársbyrjun 2020 verði óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til neytenda til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. Rökin fyrir þessu felast fyrst og fremst í þeim ókostum verðtryggðra jafngreiðslulána að verðbótum er bætt við höfuðstól lánsins og greiðslu þeirra frestað þannig að eignamyndun verður hægari en ella og líkur á neikvæðu eigin fé lántaka aukast.” Þessi texti er tilkominn vegna kröfu ákveðinna verkalýðsfrömuða sem greinilega vilja fækka möguleikum á lánamarkaði. Illu heilli var þetta síðan sett inn í lögin um hlutdeildaríbúiðir sem nýverið er búið að samþykkja. Ég átta mig ekki á þeirri forsjárhyggju sem er þarna á gangi. Hvers vegna er verið vinna að því að skerða möguleika fólks til lántöku? Það eru ekki allir sem ráða við að taka styttri lán. Afborgun af 25 ára láni er 60% hærri en af 40 ára láni og það eru heldur ekki allir sem vilja né geta lifað við þann óstöðugleika sem getur fylgt óverðtryggðum lánum. Hækkun á vöxtum úr 2% í 3% er sakleysisleg á pappír en þýðir 50% hækkun á vöxtum. Það er hætt við að margir hefðu rúllað þráðbeint á hausinn í hruninu þegar að óverðtryggðir vextir fóru yfir 20%. Að tala um að eignamyndun verði hægari með verðtryggðu láni er sérstakt, því það er auðvitað bara á ábyrgð hvers og eins. Það er alltaf hægt að greiða meira inn á verðtryggð lán en sem nemur afborgun hverju sinni. Sem betur fer hefur ríkisstjórn Íslands ekki látið verða af þessu og vonandi gerir hún það ekki. Í íslensku efnahagsumhverfi eins óstöðugt og það nú er, tek ég verðtryggt lán eins langt og ég tel mér henta og finnst óeðlilegt að verkalýðsforkólfar hafi eitthvað með það að gera. Ég vil fá að ráða mínum málum sjálfur. Höfundur er oddviti Beinar leiðar og forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun