Erlent

Koma saman til að ræða deilu Asera og Armena

Atli Ísleifsson skrifar
Belgar fóru formlega fram á að ráðið kæmi saman og nutu við það stuðnings Evrópuríkjanna í ráðinu.
Belgar fóru formlega fram á að ráðið kæmi saman og nutu við það stuðnings Evrópuríkjanna í ráðinu. getty

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun koma saman í dag til að ræða deilu Asera og Armena en átök hafa blossað upp enn á ný í héraðinu Nagorno Karabakh og liggja tugir eða hundruð í valnum. 

Guardian segir frá því að Belgar hafi formlega farið fram á að ráðið kæmi saman og nutu við það stuðnings Evrópuríkjanna í ráðinu.

Héraðið er formlega séð í Aserbaídsjan en íbúarnir eru flestir af armensku bergi brotnir.

Armenar hafa löngum gert tilkall til héraðsins og tugþúsundir hafa fallið í bardögum í héraðinu frá því löndin tvö fengu sjálfstæði eftir fall Sovétríkjanna.

Aserar eru að meirihluta múslimar og njóta þeir stuðnings Tyrkja, en Armenar eru kristnir og hafa Rússar stutt við bakið á þeim í deilunni.


Tengdar fréttir

Setja her­lög bæði í Armeníu og Aserbaídsjan

Átök armenskra og aserskra hersveita á landamærunum héldu áfram í nótt. 23 manns hið minnsta féllu í átökunum í gær og hafa herlög tekið gildi í báðum ríkjum. Alls hafa nú 31 maður fallið í átökum síðustu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×