#Jafntfæðingarorlof, mikil réttarbót! Tatjana Latinovic og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifa 29. september 2020 17:30 Nú liggja fyrir drög að nýju frumvarpi um fæðingarorlof þar sem það er lengt í tólf mánuði og foreldar fá loks jafnan rétt til orlofs. Með þessu frumvarpi er stórt skref tekið í átt til þess að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði, gera báðum foreldrum kleift að verja dýrmætum tíma með börnunum sínum í upphafi ævi þeirra og treysta fjölskyldur í landinu. Markmið laga um fæðingarorlof er tvíþætt: að tryggja barni samvistir við báða foreldra sína og gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Er ekki annað að sjá en að í þessu frumvarpi sé skref tekið í þessa átt. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að barn hafi jafnan rétt til samvista við báða foreldra og lenging fæðingarorlofsins eykur tímann sem foreldrar hafa með börnunum sínum, auðveldar þeim að snúa aftur á vinnumarkað og minnkar vonandi kynbundin áhrif á stöðu vinnandi fólks. Markmið Kvenréttindafélags Íslands er að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins og við fögnum þessu frumvarpi sem stóru skrefi í þá átt að skapa réttlátt kerfi fyrir allra foreldra, óháð kyni. Þetta er þó bara eitt skref af mörgum sem við þurfum að taka til að ná jafnrétti kynjanna og styðja við fjölskyldur í landinu. Enn er verk að vinna, en þar ber helst að nefna dagvistunarmál og kynbundinn launamun. Þrátt fyrir lengingu fæðingarorlofsins er enn ekki búið að brúa bilið frá fæðingarorlofi til tryggrar dagvistunar. Í flestum sveitarfélögum er börnum tryggð dagvistun frá tveggja ára aldri. Það þýðir að jafnvel þótt lenging orlofsins sé samþykkt, þurfa foreldrar enn að púsla saman dagvistunarúrræðum í tólf mánuði. Reynslan hefur sýnt að þetta bil er oftar brúað af konum en körlum. Mæður taka sér launalaust leyfi frá vinnu eða fara í hlutastörf, með samsvarandi afleiðingum á launakjör og lífeyrisréttindi. Á Íslandi, einu Norðurlanda, búa börn ekki við lögbundinn rétt til dagvistunar. Áríðandi er að við leysum dagvistunarvandann með því að innleiða lög um dagvist og tryggja fjármögnun fyrir dagvistun allra barna óháð hjúskaparstöðu foreldra frá þeim tíma þegar fæðingarorlofi lýkur. Hitt stóra verkefnið er að uppræta launamun kynjanna. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands er óleiðréttur launamunur kynjanna rúm 15%, þegar reiknað er samkvæmt tímakaupi. Þess vegna er ekki skrítið að margar barnafjölskyldur finna fyrir launaskerðingu ef faðirinn nýtir sér þann sjálfsagða rétt að verja tíma með barninu með því að nýta sér fæðingarorlofsréttinn sinn. Munurinn á meðalatvinnutekjum kvenna og karla er enn hærri þegar reiknað er út frá mánaðarkaupi, eða 26%. Þessi munur á heildartekjum kynjanna útskýrist að miklu leyti af því að konur gegna tvöfaldri vinnuskyldu, þær eru á vinnumarkaði en bera einnig ríkari ábyrgð á fjölskyldu- og heimilisstörfum. Þær eru því líklegri til að vinna í hlutastörfum heldur en karlar. Jafnrétti á vinnumarkaði helst í hendur við jafnrétti á heimilum. Við þurfum að krefjast þess að karlar taki fullan og jafnan þátt í umönnun barna sinna, en um leið að gera þeim það kleift. Kvenréttindafélag Íslands hefur í 113 ár unnið að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Félagið styður þetta nýja frumvarp sem kveður á um lengingu fæðingarorlofsins og jafnan rétt kynjanna og hvetur stjórnvöld og samfélagið allt að láta ekki staðar numið hér. #jafntfæðingarorlof Tatjana Latinovic er formaður Kvenréttindafélags Íslands og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Fæðingarorlof Tatjana Latinovic Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun Skoðun Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Sjá meira
Nú liggja fyrir drög að nýju frumvarpi um fæðingarorlof þar sem það er lengt í tólf mánuði og foreldar fá loks jafnan rétt til orlofs. Með þessu frumvarpi er stórt skref tekið í átt til þess að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði, gera báðum foreldrum kleift að verja dýrmætum tíma með börnunum sínum í upphafi ævi þeirra og treysta fjölskyldur í landinu. Markmið laga um fæðingarorlof er tvíþætt: að tryggja barni samvistir við báða foreldra sína og gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Er ekki annað að sjá en að í þessu frumvarpi sé skref tekið í þessa átt. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að barn hafi jafnan rétt til samvista við báða foreldra og lenging fæðingarorlofsins eykur tímann sem foreldrar hafa með börnunum sínum, auðveldar þeim að snúa aftur á vinnumarkað og minnkar vonandi kynbundin áhrif á stöðu vinnandi fólks. Markmið Kvenréttindafélags Íslands er að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins og við fögnum þessu frumvarpi sem stóru skrefi í þá átt að skapa réttlátt kerfi fyrir allra foreldra, óháð kyni. Þetta er þó bara eitt skref af mörgum sem við þurfum að taka til að ná jafnrétti kynjanna og styðja við fjölskyldur í landinu. Enn er verk að vinna, en þar ber helst að nefna dagvistunarmál og kynbundinn launamun. Þrátt fyrir lengingu fæðingarorlofsins er enn ekki búið að brúa bilið frá fæðingarorlofi til tryggrar dagvistunar. Í flestum sveitarfélögum er börnum tryggð dagvistun frá tveggja ára aldri. Það þýðir að jafnvel þótt lenging orlofsins sé samþykkt, þurfa foreldrar enn að púsla saman dagvistunarúrræðum í tólf mánuði. Reynslan hefur sýnt að þetta bil er oftar brúað af konum en körlum. Mæður taka sér launalaust leyfi frá vinnu eða fara í hlutastörf, með samsvarandi afleiðingum á launakjör og lífeyrisréttindi. Á Íslandi, einu Norðurlanda, búa börn ekki við lögbundinn rétt til dagvistunar. Áríðandi er að við leysum dagvistunarvandann með því að innleiða lög um dagvist og tryggja fjármögnun fyrir dagvistun allra barna óháð hjúskaparstöðu foreldra frá þeim tíma þegar fæðingarorlofi lýkur. Hitt stóra verkefnið er að uppræta launamun kynjanna. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands er óleiðréttur launamunur kynjanna rúm 15%, þegar reiknað er samkvæmt tímakaupi. Þess vegna er ekki skrítið að margar barnafjölskyldur finna fyrir launaskerðingu ef faðirinn nýtir sér þann sjálfsagða rétt að verja tíma með barninu með því að nýta sér fæðingarorlofsréttinn sinn. Munurinn á meðalatvinnutekjum kvenna og karla er enn hærri þegar reiknað er út frá mánaðarkaupi, eða 26%. Þessi munur á heildartekjum kynjanna útskýrist að miklu leyti af því að konur gegna tvöfaldri vinnuskyldu, þær eru á vinnumarkaði en bera einnig ríkari ábyrgð á fjölskyldu- og heimilisstörfum. Þær eru því líklegri til að vinna í hlutastörfum heldur en karlar. Jafnrétti á vinnumarkaði helst í hendur við jafnrétti á heimilum. Við þurfum að krefjast þess að karlar taki fullan og jafnan þátt í umönnun barna sinna, en um leið að gera þeim það kleift. Kvenréttindafélag Íslands hefur í 113 ár unnið að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Félagið styður þetta nýja frumvarp sem kveður á um lengingu fæðingarorlofsins og jafnan rétt kynjanna og hvetur stjórnvöld og samfélagið allt að láta ekki staðar numið hér. #jafntfæðingarorlof Tatjana Latinovic er formaður Kvenréttindafélags Íslands og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun