#Jafntfæðingarorlof, mikil réttarbót! Tatjana Latinovic og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifa 29. september 2020 17:30 Nú liggja fyrir drög að nýju frumvarpi um fæðingarorlof þar sem það er lengt í tólf mánuði og foreldar fá loks jafnan rétt til orlofs. Með þessu frumvarpi er stórt skref tekið í átt til þess að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði, gera báðum foreldrum kleift að verja dýrmætum tíma með börnunum sínum í upphafi ævi þeirra og treysta fjölskyldur í landinu. Markmið laga um fæðingarorlof er tvíþætt: að tryggja barni samvistir við báða foreldra sína og gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Er ekki annað að sjá en að í þessu frumvarpi sé skref tekið í þessa átt. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að barn hafi jafnan rétt til samvista við báða foreldra og lenging fæðingarorlofsins eykur tímann sem foreldrar hafa með börnunum sínum, auðveldar þeim að snúa aftur á vinnumarkað og minnkar vonandi kynbundin áhrif á stöðu vinnandi fólks. Markmið Kvenréttindafélags Íslands er að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins og við fögnum þessu frumvarpi sem stóru skrefi í þá átt að skapa réttlátt kerfi fyrir allra foreldra, óháð kyni. Þetta er þó bara eitt skref af mörgum sem við þurfum að taka til að ná jafnrétti kynjanna og styðja við fjölskyldur í landinu. Enn er verk að vinna, en þar ber helst að nefna dagvistunarmál og kynbundinn launamun. Þrátt fyrir lengingu fæðingarorlofsins er enn ekki búið að brúa bilið frá fæðingarorlofi til tryggrar dagvistunar. Í flestum sveitarfélögum er börnum tryggð dagvistun frá tveggja ára aldri. Það þýðir að jafnvel þótt lenging orlofsins sé samþykkt, þurfa foreldrar enn að púsla saman dagvistunarúrræðum í tólf mánuði. Reynslan hefur sýnt að þetta bil er oftar brúað af konum en körlum. Mæður taka sér launalaust leyfi frá vinnu eða fara í hlutastörf, með samsvarandi afleiðingum á launakjör og lífeyrisréttindi. Á Íslandi, einu Norðurlanda, búa börn ekki við lögbundinn rétt til dagvistunar. Áríðandi er að við leysum dagvistunarvandann með því að innleiða lög um dagvist og tryggja fjármögnun fyrir dagvistun allra barna óháð hjúskaparstöðu foreldra frá þeim tíma þegar fæðingarorlofi lýkur. Hitt stóra verkefnið er að uppræta launamun kynjanna. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands er óleiðréttur launamunur kynjanna rúm 15%, þegar reiknað er samkvæmt tímakaupi. Þess vegna er ekki skrítið að margar barnafjölskyldur finna fyrir launaskerðingu ef faðirinn nýtir sér þann sjálfsagða rétt að verja tíma með barninu með því að nýta sér fæðingarorlofsréttinn sinn. Munurinn á meðalatvinnutekjum kvenna og karla er enn hærri þegar reiknað er út frá mánaðarkaupi, eða 26%. Þessi munur á heildartekjum kynjanna útskýrist að miklu leyti af því að konur gegna tvöfaldri vinnuskyldu, þær eru á vinnumarkaði en bera einnig ríkari ábyrgð á fjölskyldu- og heimilisstörfum. Þær eru því líklegri til að vinna í hlutastörfum heldur en karlar. Jafnrétti á vinnumarkaði helst í hendur við jafnrétti á heimilum. Við þurfum að krefjast þess að karlar taki fullan og jafnan þátt í umönnun barna sinna, en um leið að gera þeim það kleift. Kvenréttindafélag Íslands hefur í 113 ár unnið að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Félagið styður þetta nýja frumvarp sem kveður á um lengingu fæðingarorlofsins og jafnan rétt kynjanna og hvetur stjórnvöld og samfélagið allt að láta ekki staðar numið hér. #jafntfæðingarorlof Tatjana Latinovic er formaður Kvenréttindafélags Íslands og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Fæðingarorlof Tatjana Latinovic Mest lesið Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Næringarráðleggingar: fræðsla eða hroki? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú liggja fyrir drög að nýju frumvarpi um fæðingarorlof þar sem það er lengt í tólf mánuði og foreldar fá loks jafnan rétt til orlofs. Með þessu frumvarpi er stórt skref tekið í átt til þess að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði, gera báðum foreldrum kleift að verja dýrmætum tíma með börnunum sínum í upphafi ævi þeirra og treysta fjölskyldur í landinu. Markmið laga um fæðingarorlof er tvíþætt: að tryggja barni samvistir við báða foreldra sína og gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Er ekki annað að sjá en að í þessu frumvarpi sé skref tekið í þessa átt. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að barn hafi jafnan rétt til samvista við báða foreldra og lenging fæðingarorlofsins eykur tímann sem foreldrar hafa með börnunum sínum, auðveldar þeim að snúa aftur á vinnumarkað og minnkar vonandi kynbundin áhrif á stöðu vinnandi fólks. Markmið Kvenréttindafélags Íslands er að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins og við fögnum þessu frumvarpi sem stóru skrefi í þá átt að skapa réttlátt kerfi fyrir allra foreldra, óháð kyni. Þetta er þó bara eitt skref af mörgum sem við þurfum að taka til að ná jafnrétti kynjanna og styðja við fjölskyldur í landinu. Enn er verk að vinna, en þar ber helst að nefna dagvistunarmál og kynbundinn launamun. Þrátt fyrir lengingu fæðingarorlofsins er enn ekki búið að brúa bilið frá fæðingarorlofi til tryggrar dagvistunar. Í flestum sveitarfélögum er börnum tryggð dagvistun frá tveggja ára aldri. Það þýðir að jafnvel þótt lenging orlofsins sé samþykkt, þurfa foreldrar enn að púsla saman dagvistunarúrræðum í tólf mánuði. Reynslan hefur sýnt að þetta bil er oftar brúað af konum en körlum. Mæður taka sér launalaust leyfi frá vinnu eða fara í hlutastörf, með samsvarandi afleiðingum á launakjör og lífeyrisréttindi. Á Íslandi, einu Norðurlanda, búa börn ekki við lögbundinn rétt til dagvistunar. Áríðandi er að við leysum dagvistunarvandann með því að innleiða lög um dagvist og tryggja fjármögnun fyrir dagvistun allra barna óháð hjúskaparstöðu foreldra frá þeim tíma þegar fæðingarorlofi lýkur. Hitt stóra verkefnið er að uppræta launamun kynjanna. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands er óleiðréttur launamunur kynjanna rúm 15%, þegar reiknað er samkvæmt tímakaupi. Þess vegna er ekki skrítið að margar barnafjölskyldur finna fyrir launaskerðingu ef faðirinn nýtir sér þann sjálfsagða rétt að verja tíma með barninu með því að nýta sér fæðingarorlofsréttinn sinn. Munurinn á meðalatvinnutekjum kvenna og karla er enn hærri þegar reiknað er út frá mánaðarkaupi, eða 26%. Þessi munur á heildartekjum kynjanna útskýrist að miklu leyti af því að konur gegna tvöfaldri vinnuskyldu, þær eru á vinnumarkaði en bera einnig ríkari ábyrgð á fjölskyldu- og heimilisstörfum. Þær eru því líklegri til að vinna í hlutastörfum heldur en karlar. Jafnrétti á vinnumarkaði helst í hendur við jafnrétti á heimilum. Við þurfum að krefjast þess að karlar taki fullan og jafnan þátt í umönnun barna sinna, en um leið að gera þeim það kleift. Kvenréttindafélag Íslands hefur í 113 ár unnið að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Félagið styður þetta nýja frumvarp sem kveður á um lengingu fæðingarorlofsins og jafnan rétt kynjanna og hvetur stjórnvöld og samfélagið allt að láta ekki staðar numið hér. #jafntfæðingarorlof Tatjana Latinovic er formaður Kvenréttindafélags Íslands og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun