Unga fólkið og stjórnmálin Sigurður Páll Jónsson skrifar 29. september 2020 19:16 Það er mér í fersku minni sem unglingur, við eldhúsborið heima að rædd voru samfélagsmálin og framtíðin fyrir ungt fólk. Lagt var að manni að gera sér grein fyrir því að það væri undir mér sjálfum komið að hafa áform og áætlanir inn í framtíðina. Eitt sem stendur upp úr í mínum huga það var, að gera gagn fyrir land og þjóð. Þessi einfaldi leiðarvísir hafði jákvæð áhrif á unglinginn. Að gera gagn. Það skal þó viðurkennast að stundum hefur þoku og súld lagt yfir þessa sýn, en alltaf rofað til á milli. Þó margt hafi breyst frá því að ég var unglingur, þá er það mest á yfirborðinu. Hlutverk okkar foreldrana er alltaf það sama. Að láta sig málin varða er nauðsynlegt, vera þátttakandi í lífinu en ekki áhorfandi. Hvað get ég gert fyrir samfélagið, ekki hvað getur samfélagið gert fyrir mig, er setning sem oft er höfð uppi. En kannski er það ekki nógu skýrt fyrir manneskju á mótunaraldri. Ein leiðin til að vera nýtur þjóðfélagsþegn er að taka þátt í pólitískri umræðu og hafa þannig bein áhrif á mótun lands og þjóðar. Er umræðan um pólitík á þeim stað að yngri kynslóðin hafi almennt áhuga og vilji taka þátt? Hvað getum við sem eldri erum gert til þess að laða kraftmikið og hæfileikaríkt fólk að þjóðfélagsmálum? Ég hef kannski ekki með svörin við því, en tel brýnt að við spyrjum stöðugt þessara spurningar. Vissulega eru spennandi tækifæri um allan heim, en að hlýða kalli og gera þjóð sinni gagn hlýtur að vera spennandi valkostur, það þarf bara að matreiða hann á réttan máta. Sjálfstraust ungs fólks er almennt mun betra í dag en það var og er það vel. Það að stofna heimili og koma sér upp húsnæði er áskorun fyrir hvern og einn. Fjármálalæsi, ábyrgð og réttindi hafa ekki verið ofarlega á námskrám skóla, en eitt það besta sem gæti komið fyrir íslenskt hagkerfi er ef skólarnir gætu tekið virkan þátt í að undirbúa fólk fyrir þann harða og oft óskiljanlega veruleika sem peningar á fullorðinsárum eru. Margir þurfa að læra þær lexíur á eigin skinni, með tilheyrandi innlitum á vanskilaskrár, gjaldþrotum og fjárhagsáhyggjum. Væri það ekki hagur allra að bjóða unglingum á efri stigum grunnskóla kennslu í fjármálalæsi, sköttum og bókhaldi? Þetta unga fólk er einmitt á þessum árum að fá sín fyrstu laun, umslagapeninga á fermingardaginn og oftar en ekki fara þessir seðlar í misgáfulega hluti. Sjálfur missti ég mína fermingarpeninga þegar ég var að telja fenginn inn á baðherbergi ofan í klósettskálina og þurfti að veiða þá þaðan upp. Skondið en kannski táknrænt. Í dag finnum við fyrir vanmætti um allan heim vegna veirunnar skæðu, um leið finnum við fyrir samtakamætti okkar í því að snúa bökum saman við að kveða drauginn niður. Samtakamátturinn er eitt af okkar allra öflugustu verkfærum og takist okkur að róa öll í eina átt að því að gera þjóðfélagið að spennandi og öruggum stað fyrir unga fólkið mun það finna sína fjöl. Verði það að veruleika græða allir. Höfundur er alþingismaður fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Það er mér í fersku minni sem unglingur, við eldhúsborið heima að rædd voru samfélagsmálin og framtíðin fyrir ungt fólk. Lagt var að manni að gera sér grein fyrir því að það væri undir mér sjálfum komið að hafa áform og áætlanir inn í framtíðina. Eitt sem stendur upp úr í mínum huga það var, að gera gagn fyrir land og þjóð. Þessi einfaldi leiðarvísir hafði jákvæð áhrif á unglinginn. Að gera gagn. Það skal þó viðurkennast að stundum hefur þoku og súld lagt yfir þessa sýn, en alltaf rofað til á milli. Þó margt hafi breyst frá því að ég var unglingur, þá er það mest á yfirborðinu. Hlutverk okkar foreldrana er alltaf það sama. Að láta sig málin varða er nauðsynlegt, vera þátttakandi í lífinu en ekki áhorfandi. Hvað get ég gert fyrir samfélagið, ekki hvað getur samfélagið gert fyrir mig, er setning sem oft er höfð uppi. En kannski er það ekki nógu skýrt fyrir manneskju á mótunaraldri. Ein leiðin til að vera nýtur þjóðfélagsþegn er að taka þátt í pólitískri umræðu og hafa þannig bein áhrif á mótun lands og þjóðar. Er umræðan um pólitík á þeim stað að yngri kynslóðin hafi almennt áhuga og vilji taka þátt? Hvað getum við sem eldri erum gert til þess að laða kraftmikið og hæfileikaríkt fólk að þjóðfélagsmálum? Ég hef kannski ekki með svörin við því, en tel brýnt að við spyrjum stöðugt þessara spurningar. Vissulega eru spennandi tækifæri um allan heim, en að hlýða kalli og gera þjóð sinni gagn hlýtur að vera spennandi valkostur, það þarf bara að matreiða hann á réttan máta. Sjálfstraust ungs fólks er almennt mun betra í dag en það var og er það vel. Það að stofna heimili og koma sér upp húsnæði er áskorun fyrir hvern og einn. Fjármálalæsi, ábyrgð og réttindi hafa ekki verið ofarlega á námskrám skóla, en eitt það besta sem gæti komið fyrir íslenskt hagkerfi er ef skólarnir gætu tekið virkan þátt í að undirbúa fólk fyrir þann harða og oft óskiljanlega veruleika sem peningar á fullorðinsárum eru. Margir þurfa að læra þær lexíur á eigin skinni, með tilheyrandi innlitum á vanskilaskrár, gjaldþrotum og fjárhagsáhyggjum. Væri það ekki hagur allra að bjóða unglingum á efri stigum grunnskóla kennslu í fjármálalæsi, sköttum og bókhaldi? Þetta unga fólk er einmitt á þessum árum að fá sín fyrstu laun, umslagapeninga á fermingardaginn og oftar en ekki fara þessir seðlar í misgáfulega hluti. Sjálfur missti ég mína fermingarpeninga þegar ég var að telja fenginn inn á baðherbergi ofan í klósettskálina og þurfti að veiða þá þaðan upp. Skondið en kannski táknrænt. Í dag finnum við fyrir vanmætti um allan heim vegna veirunnar skæðu, um leið finnum við fyrir samtakamætti okkar í því að snúa bökum saman við að kveða drauginn niður. Samtakamátturinn er eitt af okkar allra öflugustu verkfærum og takist okkur að róa öll í eina átt að því að gera þjóðfélagið að spennandi og öruggum stað fyrir unga fólkið mun það finna sína fjöl. Verði það að veruleika græða allir. Höfundur er alþingismaður fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar