Leiknir niðurlægði Leikni | Magni neitar að leggja árar í bát Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2020 20:06 Leiknismenn [frá Reykjavík] gátu leyft sér að fagna í kvöld er liðið skoraði sjö sinnum. Vísir/Twitter-síða Leiknis R. Leiknir Reykjavík vann ótrúlegan 0-7 sigur gegn Leikni Fáskrúðsfirði á útivelli í Lengjudeildinni. Þá er Magni Grenivík enn á lífi eftir sigur gegn Þrótti Reykjavík. Leiknir Reykjavík er í harðri baráttu um að komast upp í Pepsi Max deildina á meðan Leiknir Fáskrúðsfjörður er að berjast við að halda sæti sínu í deildinni. Það var ljóst frá fyrstu mínútu hvort liðið færi með sigur af hólmi í dag en Leiknismenn frá Reykjavík unnu 7-0 sigur. Sólon Breki Leifsson kom þeim á bragðið snemma leiks en hann skoraði þrívegis í dag. Staðan í hálfleik var 5-0 og áttu heimamenn aldrei viðreisnar von. Ásamt Sóloni þá skoraði Sævar Atli Magnússon tvívegis á meðan þeir Máni Austmann Hilmarsson og Birkir Björnsson skoruðu sitthvort markið. Þykir ekkert eðlilega vænt um þetta mark @LeiknirRvkFC. Einn gegnheill drengur og leiknismaður. BB king jr pic.twitter.com/MObozrmoDB— Þórður Einarsson (@doddi_111) September 29, 2020 Í Laugardalnum voru tvö lið að mætast sem eru í harðri baráttu við Leikni F. um sæti í Lengjudeildinni að ári. Á síðustu leiktíð töpuðu Magni Grenivík 7-0 á gervigrasvelli Þróttar en annað var upp á teningnum í kvöld. Davíð Bjarnason kom Magna yfir strax á 1. mínútu leiksins og reyndist það eina mark kvöldsins í Laugardalnum. Gunnlaugur Birgisson nældi sér í rautt spjald í síðari hálfleik og Þróttur lék síðasta hálftímann manni færri. Leiknum lauk með 1-0 sigri Magna sem þýðir að Þróttur er ekki í fallsæti þökk sé markatölu. Þróttur er með -23 í markatölu, Magni -24 og Leiknir F. -27. Öll liðin eru með 12 stig og ljóst að fallbarátta Lengjudeildarinnar gæti vart verið opnari. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Leiknir Fáskrúðsfjörður Leiknir Reykjavík Þróttur Reykjavík Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Leiknir Reykjavík vann ótrúlegan 0-7 sigur gegn Leikni Fáskrúðsfirði á útivelli í Lengjudeildinni. Þá er Magni Grenivík enn á lífi eftir sigur gegn Þrótti Reykjavík. Leiknir Reykjavík er í harðri baráttu um að komast upp í Pepsi Max deildina á meðan Leiknir Fáskrúðsfjörður er að berjast við að halda sæti sínu í deildinni. Það var ljóst frá fyrstu mínútu hvort liðið færi með sigur af hólmi í dag en Leiknismenn frá Reykjavík unnu 7-0 sigur. Sólon Breki Leifsson kom þeim á bragðið snemma leiks en hann skoraði þrívegis í dag. Staðan í hálfleik var 5-0 og áttu heimamenn aldrei viðreisnar von. Ásamt Sóloni þá skoraði Sævar Atli Magnússon tvívegis á meðan þeir Máni Austmann Hilmarsson og Birkir Björnsson skoruðu sitthvort markið. Þykir ekkert eðlilega vænt um þetta mark @LeiknirRvkFC. Einn gegnheill drengur og leiknismaður. BB king jr pic.twitter.com/MObozrmoDB— Þórður Einarsson (@doddi_111) September 29, 2020 Í Laugardalnum voru tvö lið að mætast sem eru í harðri baráttu við Leikni F. um sæti í Lengjudeildinni að ári. Á síðustu leiktíð töpuðu Magni Grenivík 7-0 á gervigrasvelli Þróttar en annað var upp á teningnum í kvöld. Davíð Bjarnason kom Magna yfir strax á 1. mínútu leiksins og reyndist það eina mark kvöldsins í Laugardalnum. Gunnlaugur Birgisson nældi sér í rautt spjald í síðari hálfleik og Þróttur lék síðasta hálftímann manni færri. Leiknum lauk með 1-0 sigri Magna sem þýðir að Þróttur er ekki í fallsæti þökk sé markatölu. Þróttur er með -23 í markatölu, Magni -24 og Leiknir F. -27. Öll liðin eru með 12 stig og ljóst að fallbarátta Lengjudeildarinnar gæti vart verið opnari.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Leiknir Fáskrúðsfjörður Leiknir Reykjavík Þróttur Reykjavík Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira