Íslensk börn hafa áhyggjur af kynferðislegri misnotkun á netinu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. september 2020 18:27 Hluti skýrsluhöfunda kom saman í gær og fögnuðu útgáfu skýrslunnar sem unnið hefur verið að síðustu tvö ár. Kynferðisleg misnotkun á netinu og skortur á kynfræðslu eru þau málefni sem brenna helst á íslenskum börnum og ungmennum. Barnaskýrsla um stöðu mannréttinda á Íslandi var kynnt fyrir Barnaréttanefnd Sameinuðu þjóðanna í dag og tekin þar fyrir í fyrsta sinn. Skýrslan er unnin með þátttöku barna og ungmenna víðsvegar af landinu til að mæta aðaláherslu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna; að börn hafi aðkomu að ákvörðunum sem varða þau. Við vinnslu skýrslunnar skein í gegn áhyggjur barna af kynfeðrislegri misnotkun á netinu og vantrú á að dómskerfið taki á slikum málum. Þau vilja aukna fræðslu. „Það er erfitt að halda utan um það sem gerist á netinu og okkur finnst að það verði að fræða fólk,“ segir Soffía Kristjánsdóttir, ein þeirra sem tók þátt í starfinu. „Það þarf að fræða ungmenni og börn um hættur á netinu og hvernig þau geti sýnt ábyrga net-og samfélagsmiðlanotkun.“ Skýrsluhöfundar tóku viðtal við Sólborgu Guðbrandsdóttur sem heldur úti instagramsíðunni Fávitar. Hún fær tugi fyrirspurna frá börnum á degi hverjum sem varðaa kynlíf og kynferðislega áreitni. „Yngsta barnið sem hefur leitað til mín er 11 ára og mörg börn í grunnskóla hafa hringt og beðið um ráð,“ segir Sólborg meðal annars í myndbandi sem hópurinn setti saman. Hún telur síðan upp um hvað fyrirspurnirnar fjalla helst um. Soffía tók þátt í að vinna skýrsluna og Einar Hrafn var ritstjórnarmeðlimur.vísir/sigurjón „Algengast er að þetta séu kynferðisskilaboð, kynferðislýsingar, óumbeðnar kynfæramyndir, börnunum boðið vændiskaup og hótanir á dreifingu nektarmynda,“ segir Sólborg. Skýrsluhöfundar segja að það skorti greinilega kynfræðslu. Einn ristjóra skýrslunnar segir börn leggja mikla áherslu á það. „Og að vinna með börnum í að búa til kynfræðslu. Það kom síítrekað upp. Einnig að vinna með LGBT-börnum við að þróa nýjar áherslur og einnig aðrar breyttar áherslur í breyttum heimi,“ segir Einar Hrafn Árnason. Ofbeldi gegn börnum Sameinuðu þjóðirnar Réttindi barna Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Kynferðisleg misnotkun á netinu og skortur á kynfræðslu eru þau málefni sem brenna helst á íslenskum börnum og ungmennum. Barnaskýrsla um stöðu mannréttinda á Íslandi var kynnt fyrir Barnaréttanefnd Sameinuðu þjóðanna í dag og tekin þar fyrir í fyrsta sinn. Skýrslan er unnin með þátttöku barna og ungmenna víðsvegar af landinu til að mæta aðaláherslu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna; að börn hafi aðkomu að ákvörðunum sem varða þau. Við vinnslu skýrslunnar skein í gegn áhyggjur barna af kynfeðrislegri misnotkun á netinu og vantrú á að dómskerfið taki á slikum málum. Þau vilja aukna fræðslu. „Það er erfitt að halda utan um það sem gerist á netinu og okkur finnst að það verði að fræða fólk,“ segir Soffía Kristjánsdóttir, ein þeirra sem tók þátt í starfinu. „Það þarf að fræða ungmenni og börn um hættur á netinu og hvernig þau geti sýnt ábyrga net-og samfélagsmiðlanotkun.“ Skýrsluhöfundar tóku viðtal við Sólborgu Guðbrandsdóttur sem heldur úti instagramsíðunni Fávitar. Hún fær tugi fyrirspurna frá börnum á degi hverjum sem varðaa kynlíf og kynferðislega áreitni. „Yngsta barnið sem hefur leitað til mín er 11 ára og mörg börn í grunnskóla hafa hringt og beðið um ráð,“ segir Sólborg meðal annars í myndbandi sem hópurinn setti saman. Hún telur síðan upp um hvað fyrirspurnirnar fjalla helst um. Soffía tók þátt í að vinna skýrsluna og Einar Hrafn var ritstjórnarmeðlimur.vísir/sigurjón „Algengast er að þetta séu kynferðisskilaboð, kynferðislýsingar, óumbeðnar kynfæramyndir, börnunum boðið vændiskaup og hótanir á dreifingu nektarmynda,“ segir Sólborg. Skýrsluhöfundar segja að það skorti greinilega kynfræðslu. Einn ristjóra skýrslunnar segir börn leggja mikla áherslu á það. „Og að vinna með börnum í að búa til kynfræðslu. Það kom síítrekað upp. Einnig að vinna með LGBT-börnum við að þróa nýjar áherslur og einnig aðrar breyttar áherslur í breyttum heimi,“ segir Einar Hrafn Árnason.
Ofbeldi gegn börnum Sameinuðu þjóðirnar Réttindi barna Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira