Ef kallið kemur mæti ég glaður og geri mitt allra besta Runólfur Trausti Þórhallsson og Svava Kristín Grétarsdóttir skrifa 30. september 2020 19:30 Birkir Már fagnar marki sínu gegn FH. Sigurðru Egill Lárusson fylgir í humátt. Vísir/Vilhelm Birkir Már Sævarsson hefur átt frábært sumar í hægri bakverðinum hjá Val sem stefnir hraðbyr að Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu. Ekki nóg með það heldur hefur Birkir Már óvænt skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum Vals. Eitthvað sem er heldur óvanalegt ef horft er til ferils hans undanfarinn áratug eða svo. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Birki Má að Hlíðarenda í dag fyrir Sportpakka Stöðvar 2. Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að neðan. Klippa: Birkir Már er klár ef kallið kemur „Mér finnst ég nú svo sem búinn að spila ágætlega í sumar, mörkin eru svo bara skemmtilegur bónus,“ sagði Birkir Már og glotti aðspurður hvort það væri uppgangur í leik hans. „Spilamennska liðsins hjálpar mikið til, ég fæ að koma mikið með í sóknina og lendi í aðstæðum þar sem ég gæti annað hvort lagt upp eða skorað mörk. Ég væri vissulega til í að vera með aðeins fleiri stoðsendingar en mörkin allavega koma og það er jákvætt.“ „Ég hef í rauninni ekki breytt neinu, þetta hefur bara fallið fyrir mig í síðustu vikunni. Ég er alveg búinn að fá færi til að skora í sumar en hef klúðrað þeim. Nú er þetta svo allt að detta,“ sagði Birkir Már um þessa óvæntu markasyrpu sína. Birkir Már fagnar gegn FH en hann skoraði tvívegis í 4-1 sigri Valsmanna.Vísir/Vilhelm „Ég hef svo enga skoðun á því hvort ég eigi að vera valinn eða ekki, þeir sem eru búnir að vera spila þarna hafa staðið sig vel. Mér finnst ég ekkert eiga það meira skilið en einhver annar. Ég reyni bara að standa mig vel fyrir Val og ef landsliðsþjálfaranum að ég eigi skilið að koma inn í liðið þá mæti ég ef þeir vilja fá mig,“ sagði Birkir um mögulega endurkomu sína í landsliðið. „Mér finnst ég eiga heima þarna og finnst ég eiga heilmikið inni. Ef kallið kemur mæti ég glaður og geri mitt allra besta.“ „Stefni á bakvarðargullskóinn innan Vals allavega. Ég er með einu marki meira en Valli [Valgeir Lunddal Friðriksson] og ég ætla að halda því áfram,“ sagði Birkir Már að lokum varðandi hvort hann stefndi ekki á gullskóinn úr því sem komið er. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Sjáðu dramatíkina í sundlaug Vesturbæjar og markaóðan Birki bjarga stigi Það var nóg af mörkum og dramatík í 18. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta sem leikin var í gær. Hér má sjá öll mörkin. 28. september 2020 08:31 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 1-1 | Birkir Már kom Val til bjargar á síðust stundu Valsmenn náðu inn jöfnunarmarki á síðustu stundu gegn Breiðablik að Hlíðarenda í kvöld. 27. september 2020 22:30 Birkir Már: Markaskorun mín kemur mér meira á óvart en Covid 19 faraldurinn „Þetta var áframhald á góðri frammistöðu frá síðasta leik og erum við að sýna að við erum besta lið á Íslandi í dag,” sagði Birkir Már Sævarsson, bakvörður Vals, ánægður eftir 4-1 sigur á FH. 24. september 2020 19:26 Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 1-4 | Valsmenn með níu fingur á titlinum Valur er með ellefu stiga forskoti á toppnum eftir sigur í Krikanum. 24. september 2020 19:20 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Birkir Már Sævarsson hefur átt frábært sumar í hægri bakverðinum hjá Val sem stefnir hraðbyr að Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu. Ekki nóg með það heldur hefur Birkir Már óvænt skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum Vals. Eitthvað sem er heldur óvanalegt ef horft er til ferils hans undanfarinn áratug eða svo. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Birki Má að Hlíðarenda í dag fyrir Sportpakka Stöðvar 2. Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að neðan. Klippa: Birkir Már er klár ef kallið kemur „Mér finnst ég nú svo sem búinn að spila ágætlega í sumar, mörkin eru svo bara skemmtilegur bónus,“ sagði Birkir Már og glotti aðspurður hvort það væri uppgangur í leik hans. „Spilamennska liðsins hjálpar mikið til, ég fæ að koma mikið með í sóknina og lendi í aðstæðum þar sem ég gæti annað hvort lagt upp eða skorað mörk. Ég væri vissulega til í að vera með aðeins fleiri stoðsendingar en mörkin allavega koma og það er jákvætt.“ „Ég hef í rauninni ekki breytt neinu, þetta hefur bara fallið fyrir mig í síðustu vikunni. Ég er alveg búinn að fá færi til að skora í sumar en hef klúðrað þeim. Nú er þetta svo allt að detta,“ sagði Birkir Már um þessa óvæntu markasyrpu sína. Birkir Már fagnar gegn FH en hann skoraði tvívegis í 4-1 sigri Valsmanna.Vísir/Vilhelm „Ég hef svo enga skoðun á því hvort ég eigi að vera valinn eða ekki, þeir sem eru búnir að vera spila þarna hafa staðið sig vel. Mér finnst ég ekkert eiga það meira skilið en einhver annar. Ég reyni bara að standa mig vel fyrir Val og ef landsliðsþjálfaranum að ég eigi skilið að koma inn í liðið þá mæti ég ef þeir vilja fá mig,“ sagði Birkir um mögulega endurkomu sína í landsliðið. „Mér finnst ég eiga heima þarna og finnst ég eiga heilmikið inni. Ef kallið kemur mæti ég glaður og geri mitt allra besta.“ „Stefni á bakvarðargullskóinn innan Vals allavega. Ég er með einu marki meira en Valli [Valgeir Lunddal Friðriksson] og ég ætla að halda því áfram,“ sagði Birkir Már að lokum varðandi hvort hann stefndi ekki á gullskóinn úr því sem komið er.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Sjáðu dramatíkina í sundlaug Vesturbæjar og markaóðan Birki bjarga stigi Það var nóg af mörkum og dramatík í 18. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta sem leikin var í gær. Hér má sjá öll mörkin. 28. september 2020 08:31 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 1-1 | Birkir Már kom Val til bjargar á síðust stundu Valsmenn náðu inn jöfnunarmarki á síðustu stundu gegn Breiðablik að Hlíðarenda í kvöld. 27. september 2020 22:30 Birkir Már: Markaskorun mín kemur mér meira á óvart en Covid 19 faraldurinn „Þetta var áframhald á góðri frammistöðu frá síðasta leik og erum við að sýna að við erum besta lið á Íslandi í dag,” sagði Birkir Már Sævarsson, bakvörður Vals, ánægður eftir 4-1 sigur á FH. 24. september 2020 19:26 Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 1-4 | Valsmenn með níu fingur á titlinum Valur er með ellefu stiga forskoti á toppnum eftir sigur í Krikanum. 24. september 2020 19:20 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Sjáðu dramatíkina í sundlaug Vesturbæjar og markaóðan Birki bjarga stigi Það var nóg af mörkum og dramatík í 18. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta sem leikin var í gær. Hér má sjá öll mörkin. 28. september 2020 08:31
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 1-1 | Birkir Már kom Val til bjargar á síðust stundu Valsmenn náðu inn jöfnunarmarki á síðustu stundu gegn Breiðablik að Hlíðarenda í kvöld. 27. september 2020 22:30
Birkir Már: Markaskorun mín kemur mér meira á óvart en Covid 19 faraldurinn „Þetta var áframhald á góðri frammistöðu frá síðasta leik og erum við að sýna að við erum besta lið á Íslandi í dag,” sagði Birkir Már Sævarsson, bakvörður Vals, ánægður eftir 4-1 sigur á FH. 24. september 2020 19:26
Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 1-4 | Valsmenn með níu fingur á titlinum Valur er með ellefu stiga forskoti á toppnum eftir sigur í Krikanum. 24. september 2020 19:20