Skora á dómsmálaráðherra að gera ráðstafanir nú þegar vegna stöðu fanga í faraldrinum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. september 2020 21:17 Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, skorar á dómsmálaráðherra að gera ráðstafanir nú þegar vegna þeirra áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á stöðu fanga. Félagið óttast að þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til í fangelsum landsins komi til með að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir fanga og aðstandendur þeirra. Tilefni áskorunarinnar er hin „mikla innilokun og einangrun“ sem covid-19 hefur skapað í fangelsum að því er segir í yfirlýsingu sem Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, skrifar undir fyrir hönd samtakanna. Í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku lýsti Páll Winkel fangelsismálastjóri jafnframt áhyggjum sínum af mikilli einangrun og iðjuleysi fanga vegna hertra sóttvarnaraðgerða. „Öll leyfi úr fangelsum hafa verið afnumin, heimsóknir ættingja og vina hafa verið skertar verulega og allur samgangur við ástvini er í algjöru lágmarki. Sömuleiðis hefur dregið verulega úr annarri þjónustu. Dæmi eru um að börn fái ekki að hitta foreldri sitt í marga mánuði og það þekkist jafnvel að mjög ung börn séu að gleyma öðru foreldri sínu,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni frá Afstöðu sem send var fjölmiðlum í kvöld. Þá er ítrekað að tækifæri fanga til að vera í tengslum við fjölskyldu sína og samfélagið sé afar mikilvægur þáttur í endurhæfingarvist fanga. „Með þeim hætti geta fangar viðhaldið vilja sínum til að koma út sem betri einstaklingar. Nú er hins vegar svo komið að ótti og „pirringur“ magnast daglega innan fjölskyldna fanga. Staðan er óviðunandi og ekkert útlit er fyrir annað en að hún muni versna með degi hverjum,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni. Þessum sjónarmiðum hafi verið komið á framfæri við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og hún sömuleiðis minnt á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Áskorunin hefur verið send Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, skorar á dómsmálaráðherra að gera ráðstafanir nú þegar vegna þeirra áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á stöðu fanga. Félagið óttast að þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til í fangelsum landsins komi til með að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir fanga og aðstandendur þeirra. Tilefni áskorunarinnar er hin „mikla innilokun og einangrun“ sem covid-19 hefur skapað í fangelsum að því er segir í yfirlýsingu sem Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, skrifar undir fyrir hönd samtakanna. Í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku lýsti Páll Winkel fangelsismálastjóri jafnframt áhyggjum sínum af mikilli einangrun og iðjuleysi fanga vegna hertra sóttvarnaraðgerða. „Öll leyfi úr fangelsum hafa verið afnumin, heimsóknir ættingja og vina hafa verið skertar verulega og allur samgangur við ástvini er í algjöru lágmarki. Sömuleiðis hefur dregið verulega úr annarri þjónustu. Dæmi eru um að börn fái ekki að hitta foreldri sitt í marga mánuði og það þekkist jafnvel að mjög ung börn séu að gleyma öðru foreldri sínu,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni frá Afstöðu sem send var fjölmiðlum í kvöld. Þá er ítrekað að tækifæri fanga til að vera í tengslum við fjölskyldu sína og samfélagið sé afar mikilvægur þáttur í endurhæfingarvist fanga. „Með þeim hætti geta fangar viðhaldið vilja sínum til að koma út sem betri einstaklingar. Nú er hins vegar svo komið að ótti og „pirringur“ magnast daglega innan fjölskyldna fanga. Staðan er óviðunandi og ekkert útlit er fyrir annað en að hún muni versna með degi hverjum,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni. Þessum sjónarmiðum hafi verið komið á framfæri við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og hún sömuleiðis minnt á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Áskorunin hefur verið send Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm
Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent